Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir mun í dag hefja heimsókn sína til félaga á Suðurlandi. För hennar hefst í Vík í Mýrdal og lýkur á föstudaginn með heimsókn til Eyrarbakka. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.
Hólmfríður mun hefja hverja heimsókn á því að ræða stuttlega við krakkana um sinn feril og annað. Það er af nógu að taka enda Hólmfríður einhver fremsta knattspyrnukona Íslands. Því næst mun hópurinn halda til æfinga og Hólmfríður mun fylgjast með, gefa góð ráð og hvetja stelpurnar áfram. Hver veit nema Hólmfríður taki þátt í einhverjum æfingum.
Á dögunum heimsótti Hólmfríður Selfoss og hitti þar stelpur í 3., 4. og 5. flokki. Var Hólmfríði vel tekið en mikið og gott starf hefur verið unnið á Selfossi í knattspyrnu kvenna, líkt og víða annars staðar.
Dagskráin hjá Hólmfríði Magnúsdóttur í þessari viku:
Mánudagur, 6. desember - Vík í Mýrdal
- 15:15-15:45, fyrirlestur
- 16:00-17:00, æfing með krökkum í UMF Katla
Þriðjudagur, 7. desember - Kirkjubæjarklaustur og Hvolsvöllur
- 10:45-11:15, fyrirlestur í Kirkjubæjarklaustri
- 11:30-12:30, æfing með krökkum úr UMF Ármann og UMF Skafta
- 16:30-17:30, fyrirlestur á Hvolsvelli
- 17:00-18:00, æfing með stelpum úr KFR
Miðvikudagur, 8. desember - Þorlákshöfn
- 15:15-15:45, fyrirlestur
- 16:00-17:00, æfing með stelpum í Ægi
Fimmtudagur, 9. desember - Hveragerði
- 16:30-17:00, fyrirlestur
- 17:00-18:00, æfing með stelpum úr Hamri
Föstudagur, 10. desember - Eyrarbakki
Íslenski boltinn