Umferð

Fréttamynd

Á raf­hlaupa­hjóli á níu­tíu á Sæ­braut

Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Mikil sorg fyrir norðan eftir að ekið var á sex kýr

Kýr drápust í tveimur um­ferðar­slysum á Norður­landi um helgina, annars vegar í Hörg­ár­dal við Jónasar­lund á þjóð­veginum og hins vegar í Eyja­fjarðar­sveit. Ein kú drapst í Hörg­ár­dal en fjórar í Eyja­fjarðar­sveit og lýsir bóndi þar mikilli sorg vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Skildi jeppann eftir á Ný­býla­vegi

Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu barst til­kynning í morgun um um­ferðar­ó­happ á Ný­býla­vegi í Kópa­vogi. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglu.

Innlent
Fréttamynd

Á­standið ekki nógu gott við grunn­skóla

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu segir ó­hætt að segja að á­stand um­ferðar við grunn­skóla sé ekki nógu gott. Þetta kemur fram í til­kynningu þar sem lög­reglan segist vera við um­ferðar­eftir­lit þessa dagana.

Innlent
Fréttamynd

Stutt á milli feigs og ó­feigs í um­ferðinni á Sel­tjarnar­nesi

Litlu mátti muna að ekið hefði verið á fimm ára gamlan strák þar sem hann hjólaði yfir götuna við einu ljósa­gatna­mót Sel­tjarnar­ness á föstu­dag þar sem Suður­strönd og Nes­vegur mætast. Íbúi sem varð vitni að at­vikinu segir of al­gengt að öku­menn keyri hraðar en tak­markanir leyfi á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Um­ferð á hring­veginum aldrei verið meiri

Aldrei hefur mælst meiri umferð á hringveginum í einum mánuði og í júlí síðastliðnum. Samkvæmt Vegagerðinni stefnir í að umferðin í ár verði um sjö prósentum meiri en árið 2022 og slái öll umferðamet.

Innlent
Fréttamynd

Líta aksturinn alvarlegum augum

Eimskip líta glæfralegan framúrakstur bílstjóra á þjóðveginum alvarlegum augum. Myndband af löngum vörubíl Eimskipa í framúrakstri hefur vakið athygli og hneykslan. Rætt verður við bílstjórann í dag.

Innlent
Fréttamynd

Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu

Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum.

Innlent
Fréttamynd

Rúta brann í Kömbunum

Eldur kviknaði í rútu sem var á leið niður Kambana skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Töluverður reykur leggur frá rútunni sem er frá fyrirtækinu SBA Norðurleið.

Innlent
Fréttamynd

Vonast til að geta skemmt sér eitt­hvað líka

Að venju leggja fjölmargir Íslendingar land undir fót þessa stærstu ferðahelgi ársins og hefur umferð í gegnum Selfoss borið þess merki. Töluverður fjöldi ökumanna fór yfir Ölfusárbrú á sjöunda tímanum í kvöld og hefur umferðin þar almennt gengið vel í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan hefur ekki yfir neinu að kvarta

Umferðin var heldur farin að þéttast út úr höfuðborginni nú síðdegis, en gengur vel að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Göngin opin aftur eftir óhapp

Hval­fjarðar­göng voru lokuð  í rúma klukkustund eftir umferðaróhapp sem varð þar á sjöunda tímanum í kvöld. Þau hafa nú verið opnuð aftur.

Innlent
Fréttamynd

Bíll valt í Langa­dal

Lögreglan á Norðurlandi vestra lokaði þjóðvegi númer 1 um Langadal um stund í aðra áttina í kvöld vegna bílslyss. Búið er að opna veginn að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur á Hafnarfjarðarvegi olli töfum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sautjánda tímanum í dag vegna olíuleka á Hafnarfjarðarvegi við Hamraborg í Kópavogi. Töluverðar tafir urðu á umferð til vesturs.

Innlent