Fótbolti

Fréttamynd

Blikar fá undan­þágu

Breiðablik má spila á Kópavogsvelli í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Sá leikur var alltaf að fara fram á Kópavogsvelli en viðureign Blika í 3. umferð, sama hvort væri um Meistara- eða Evrópudeild var í uppnámi.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilja Rey Cup-bikarinn til Afríku

Sextán malavískir knattspyrnudrengir eru staddir hér á landi til að keppa á Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum í næstu viku. Drengirnir eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna mótið. 

Sport
Fréttamynd

Er „þannig séð sáttur“ í Hollandi en dreymir um Eng­land

Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson mætti nýverið í hlaðvarpsþáttinn Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir stöðu mála en Willum Þór er samningsbundinn Go Ahead Eagles í Hollandi. Það er þó áhugi frá öðrum liðum en hár verðmiði Eagles hefur gert það að verkum að enn hefur ekkert tilboð borist.

Fótbolti
Fréttamynd

Viðar Ari gæti spilað með Fram í sumar

Viðar Ari Jónsson æfir um þessar mundir með liði Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann er samningslaus eftir að hafa yfirgefið ungverska liðið Honvéd og gæti spilað með Fram í Bestu deildinni ef ekkert býðst erlendis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - FC Riga 1-0 | Víkingur úr leik þrátt fyrir sigur

Víkingur sigraði lettneska liðið Riga FC á Víkingsvelli í kvöld. Leikurinn endaði 1-0 en Helgi Guðjónsson skoraði markið á 82. mínútu leiksins. Leikurinn var sá seinni í einvígi liðanna í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þrátt fyrir sigur eru Víkingar fallnir úr leik því að samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur er 2-1 fyrir Riga og ljóst er að Víkingar ná ekki lengra í Evrópukeppnum þetta tímabilið.

Fótbolti
Fréttamynd

Newcastle kaupir Harvey Barnes og Al Ahli heldur áfram að safna liði

Harvey Barnes er að ganga í raðir Newcastle frá Leicester sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Blaðamaðurinn, Fabrizio Romano, greinir frá því að kaupverðið sé 38 eða 39 milljónir punda. Al Ahli hefur ekki aðeins sótt leikmenn frá Englandi heldur á Marco Silva að þjálfa liðið.

Sport
Fréttamynd

Botn­liðið fær liðs­styrk

Selfoss hefur samið við Abby Burdette um að leika með liðinu út tímabilið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Selfoss situr sem stendur á botni deildarinnar með aðeins sjö stig, fimm frá öruggu sæti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rekinn eftir tapið gegn Klaks­vík

Þjálfari ungverska knattspyrnuliðsins Ferencváros, Stanislav Chercheso, var látinn taka poka sinn eftir 0-3 tap gegn KÍ Klaksvík frá Færeyjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Arf­taki Busquets upp­alinn í La Masia

Spánarmeistarar Barcelona hafa fengið Spánverjann Oriel Romeu í sínar raðir frá Girona. Sá á að leysa Sergio Busquets af hólmi en samningur þess síðarnefnda rann út í sumar og hann er nú kominn í faðm Lionel Messi í Miami.

Fótbolti
Fréttamynd

Fofana frá út árið

Wesley Fofana mun ekki spila fyrir Chelsea fyrr en seint á komandi tímabili. Franski varnarmaðurinn sleit krossband nýverið og er alls óvíst að hann verði eitthvað með liðinu fyrr en á þar næstu leiktíð.

Enski boltinn