Vilja Rey Cup-bikarinn til Afríku Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júlí 2023 22:05 Fimm drengjanna sem keppa á mótinu. Frá vinstri: Yusuf, Mwisho, Latu, Gift og Precious. Vísir/Dúi Sextán malavískir knattspyrnudrengir eru staddir hér á landi til að keppa á Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum í næstu viku. Drengirnir eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna mótið. Drengirnir eru á aldrinum fjórtán til sextán ára gamlir og eru hluti af knattspyrnuakademíunni Ascent Soccer. Koma þeir frá Malaví sem er staðsett í sunnanverðri Afríku og er aðeins stærra en Ísland. Íbúar þess eru hins vegar töluvert fleiri, eða tæplega tuttugu og ein milljón. Margir drengjanna hafa alist upp án rafmagns og rennandi vatns og voru margir þeirra ólæsir þegar þeir gengu til liðs við akademíuna. Margir í fyrstu flugferðinni Þeir komu hingað til lands í gær og eiga eftir að dvelja hér í þrjár vikur. Þjálfari liðsins segir þetta einstakt tækifæri fyrir drengina. „Það er einstakt tækifæri fyrir drengina að ferðast hingað frá Malaví. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir koma til Evrópu og í fyrsta sinn sem 18 af 19 þeirra fara um borð í flugvél og keppa utan Afríku,“ segir Marc Schwenk, aðalþjálfari drengjanna. Marc er sjálfur frá Þýskalandi en hefur þjálfað í Malaví í að verða þrjú ár. Hann segir vellina sem drengirnir koma til með að keppa á hér vera mun öðruvísi en þeir sem finnast í heimalandi þeirra. „Við erum með grasvöll í knattspyrnuskóla okkar. Flestir þeirra ólust upp við að leika á moldarvöllum sem eru ekki einu sinni sléttir. Stundum eru þeir í brekkum, stundum þúfur, tré og grjót á miðjum velli,“ segir Marc. Telja sig geta unnið mótið Og strákarnir eru spenntir og vonast eftir því að vinna mótið. „Við vonumst til að vinna mótið og fara með bikarinn til Afríku. Við erum fullvissir um að okkur takist það,“ segir Latu Kayria, einn liðsmanna akademíunnar. Leikmennirnir vonast eftir því að geta lært af íslensku liðunum. „Við hlökkum til að ferðast um Ísland, ekki bara leika knattspyrnu. Hvað varðar fótboltann viljum við læra inn á hraðann og hvernig liðin á Íslandi leika. Ef við verðum spurðir út í hraðann heima í Malaví getum við sagt þeim hvernig bæta má hraðann,“ segir Latu. Ásamt því að spila á Rey Cup spila drengirnir tvo æfingaleiki fyrir mótið og tvo eftir það. Fyrir mót spila þeir við Víking og Aftureldingu en ekki er búið að finna andstæðinga fyrir leikina eftir mót. Geta lið haft samband við Johann Braga Fjalldal sem starfar með Ascent Soccer með tölvupósti á fjalldal@gmail.com eða í síma 659-7555. Malaví ReyCup Reykjavík Fótbolti Íþróttir barna Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Drengirnir eru á aldrinum fjórtán til sextán ára gamlir og eru hluti af knattspyrnuakademíunni Ascent Soccer. Koma þeir frá Malaví sem er staðsett í sunnanverðri Afríku og er aðeins stærra en Ísland. Íbúar þess eru hins vegar töluvert fleiri, eða tæplega tuttugu og ein milljón. Margir drengjanna hafa alist upp án rafmagns og rennandi vatns og voru margir þeirra ólæsir þegar þeir gengu til liðs við akademíuna. Margir í fyrstu flugferðinni Þeir komu hingað til lands í gær og eiga eftir að dvelja hér í þrjár vikur. Þjálfari liðsins segir þetta einstakt tækifæri fyrir drengina. „Það er einstakt tækifæri fyrir drengina að ferðast hingað frá Malaví. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir koma til Evrópu og í fyrsta sinn sem 18 af 19 þeirra fara um borð í flugvél og keppa utan Afríku,“ segir Marc Schwenk, aðalþjálfari drengjanna. Marc er sjálfur frá Þýskalandi en hefur þjálfað í Malaví í að verða þrjú ár. Hann segir vellina sem drengirnir koma til með að keppa á hér vera mun öðruvísi en þeir sem finnast í heimalandi þeirra. „Við erum með grasvöll í knattspyrnuskóla okkar. Flestir þeirra ólust upp við að leika á moldarvöllum sem eru ekki einu sinni sléttir. Stundum eru þeir í brekkum, stundum þúfur, tré og grjót á miðjum velli,“ segir Marc. Telja sig geta unnið mótið Og strákarnir eru spenntir og vonast eftir því að vinna mótið. „Við vonumst til að vinna mótið og fara með bikarinn til Afríku. Við erum fullvissir um að okkur takist það,“ segir Latu Kayria, einn liðsmanna akademíunnar. Leikmennirnir vonast eftir því að geta lært af íslensku liðunum. „Við hlökkum til að ferðast um Ísland, ekki bara leika knattspyrnu. Hvað varðar fótboltann viljum við læra inn á hraðann og hvernig liðin á Íslandi leika. Ef við verðum spurðir út í hraðann heima í Malaví getum við sagt þeim hvernig bæta má hraðann,“ segir Latu. Ásamt því að spila á Rey Cup spila drengirnir tvo æfingaleiki fyrir mótið og tvo eftir það. Fyrir mót spila þeir við Víking og Aftureldingu en ekki er búið að finna andstæðinga fyrir leikina eftir mót. Geta lið haft samband við Johann Braga Fjalldal sem starfar með Ascent Soccer með tölvupósti á fjalldal@gmail.com eða í síma 659-7555.
Malaví ReyCup Reykjavík Fótbolti Íþróttir barna Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira