Hópslagsmál brutust út í leik á Gothia Cup Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 21:31 Úrslitaleikir Gothia Cup fara fram á Ullevi leikvanginum í Gautaborg. Vísir/Getty Hópslagsmál brutust út í leik liðanna Götaholm og Atletico Real Morelos á knattspyrnumóti í Gautaborg í dag. Báðum liðum hefur verið vísað úr keppni eftir atvikið. Liðin Götaholm frá Svíþjóð og Atletico Real Morelos frá Mexíkó mættust í P18-aldursflokknum á Gothia Cup í dag en sænska liðið á titil að verja í aldursflokknum síðan á síðasta ári. Mótið fer fram í Gautaborg ár hvert og er eitt stærsta knattspyrnumót yngri flokka á heimsvísu. Götaholm tók 1-0 forystu snemma í leiknum í dag og þegar liðið skoraði annað mark úr vítaspyrnu með tíu mínútur eftir af leiknum brutust út slagsmál. „Þeir urðu snarbrjálaðir. Það fór allt til fjandans. Það voru leikmenn sem slógu okkar stráka beint í andlitið. Þá sló okkar leikmaður til baka og báðir fengu rautt spjald,“ sagði Dan Anderson sem er þjálfari Götaholm. Stuttu síðar varð síðan allt vitlaust á vellinum. Mexíkóska liðið átti innkast á svipuðum stað og leikmenn Götaholm voru að hita upp. Sænsku leikmennir vilja meina að leikmaður Real Morelos hafi traðkað á fæti eins leikmanna Götaholm sem þá brást við með því að slá aftan á höfuð Mexíkóans. Matchen i Gothia Cup mellan Götaholm och Atletico Real Morelos slutade i stort slagsmål. Polis tillkallades och en spelare fördes till sjukhus. Läs mer här https://t.co/04DMATriJq pic.twitter.com/SivTKq45qA— Sportbladet (@sportbladet) July 19, 2023 Dómarinn tapaði allri stjórn á aðstæðunum og fólk bættist í hópinn úr öllum áttum. „Allir hlupu, meðal annars þjálfarar í átt að okkar bekk. Það varð algjör ringulreið. Það var erfitt að sjá það sem gerðist því áhorfendur hlupu inn á völlinn sem er leiðinlegt,“ bætti Dan Anderson við. „Ég reyndi að skilja þá að sem slógust. Það gekk illa því það voru svo margir þarna.“ Lögregla var kölluð á staðinn og ástandið róaðist niður smátt og smátt. Einn leikmaður Real Morelos var fluttur á sjúkrahús og sauma þurfti sjö spor í höfuð hans. Ekki sammála um hvað orsakaði slagsmálin Í kvöld kom síðan tilkynning frá mótshöldurum þar sem greint var frá því að báðum liðum væri vísað úr keppninni. Dan Anderson segist skilja mótshaldara og þeirra ákvörðun en forsvarsmenn Atletico Real Morelos eru ósáttir við brottvikninguna. „Við erum sátt með að leikurinn sé dæmdur 3-0 okkur í óhag. Við erum ósáttir með að vera reknir úr keppni,“ sagði Tito Rojas talsmaður mexíkanska liðsins. Þjálfari Real Morelos Gianni Walberg segir að svekkelsið sé mikið því liðið hafi ferðast langa leið til að taka þátt í mótinu. „Flestir leikmannanna koma frá heimilum þar sem lítill peningur er til staðar. Þeir eru búnir að safna pening í meira en eitt ár og hlökkuðu til að spila hérna. Síðan er það ógnvekjandi að einn leikmaður hafi þurft að leita á sjúkrahús.“ Liðin eru ekki sammála um hvað kom látunum af stað. Sænska liðið segir að leikmenn Real Morelos hafi byrjað að æsa menn upp með spörkum og höggum á meðan á leiknum stóð. Gianni Walberg hefur aðra sögu að segja. „Hitt liðið var árásargjarnt. Í lokin hlupu áhorfendur inn á völlinn og byrjuðu að rífast. Tilfinningin er sú að öryggið á leiknum hafi ekki verið nægilega mikið. Mótshaldarar þurfa að geta tryggt öryggi leikmanna.“ Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Tom Brady steyptur í brons Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Liðin Götaholm frá Svíþjóð og Atletico Real Morelos frá Mexíkó mættust í P18-aldursflokknum á Gothia Cup í dag en sænska liðið á titil að verja í aldursflokknum síðan á síðasta ári. Mótið fer fram í Gautaborg ár hvert og er eitt stærsta knattspyrnumót yngri flokka á heimsvísu. Götaholm tók 1-0 forystu snemma í leiknum í dag og þegar liðið skoraði annað mark úr vítaspyrnu með tíu mínútur eftir af leiknum brutust út slagsmál. „Þeir urðu snarbrjálaðir. Það fór allt til fjandans. Það voru leikmenn sem slógu okkar stráka beint í andlitið. Þá sló okkar leikmaður til baka og báðir fengu rautt spjald,“ sagði Dan Anderson sem er þjálfari Götaholm. Stuttu síðar varð síðan allt vitlaust á vellinum. Mexíkóska liðið átti innkast á svipuðum stað og leikmenn Götaholm voru að hita upp. Sænsku leikmennir vilja meina að leikmaður Real Morelos hafi traðkað á fæti eins leikmanna Götaholm sem þá brást við með því að slá aftan á höfuð Mexíkóans. Matchen i Gothia Cup mellan Götaholm och Atletico Real Morelos slutade i stort slagsmål. Polis tillkallades och en spelare fördes till sjukhus. Läs mer här https://t.co/04DMATriJq pic.twitter.com/SivTKq45qA— Sportbladet (@sportbladet) July 19, 2023 Dómarinn tapaði allri stjórn á aðstæðunum og fólk bættist í hópinn úr öllum áttum. „Allir hlupu, meðal annars þjálfarar í átt að okkar bekk. Það varð algjör ringulreið. Það var erfitt að sjá það sem gerðist því áhorfendur hlupu inn á völlinn sem er leiðinlegt,“ bætti Dan Anderson við. „Ég reyndi að skilja þá að sem slógust. Það gekk illa því það voru svo margir þarna.“ Lögregla var kölluð á staðinn og ástandið róaðist niður smátt og smátt. Einn leikmaður Real Morelos var fluttur á sjúkrahús og sauma þurfti sjö spor í höfuð hans. Ekki sammála um hvað orsakaði slagsmálin Í kvöld kom síðan tilkynning frá mótshöldurum þar sem greint var frá því að báðum liðum væri vísað úr keppninni. Dan Anderson segist skilja mótshaldara og þeirra ákvörðun en forsvarsmenn Atletico Real Morelos eru ósáttir við brottvikninguna. „Við erum sátt með að leikurinn sé dæmdur 3-0 okkur í óhag. Við erum ósáttir með að vera reknir úr keppni,“ sagði Tito Rojas talsmaður mexíkanska liðsins. Þjálfari Real Morelos Gianni Walberg segir að svekkelsið sé mikið því liðið hafi ferðast langa leið til að taka þátt í mótinu. „Flestir leikmannanna koma frá heimilum þar sem lítill peningur er til staðar. Þeir eru búnir að safna pening í meira en eitt ár og hlökkuðu til að spila hérna. Síðan er það ógnvekjandi að einn leikmaður hafi þurft að leita á sjúkrahús.“ Liðin eru ekki sammála um hvað kom látunum af stað. Sænska liðið segir að leikmenn Real Morelos hafi byrjað að æsa menn upp með spörkum og höggum á meðan á leiknum stóð. Gianni Walberg hefur aðra sögu að segja. „Hitt liðið var árásargjarnt. Í lokin hlupu áhorfendur inn á völlinn og byrjuðu að rífast. Tilfinningin er sú að öryggið á leiknum hafi ekki verið nægilega mikið. Mótshaldarar þurfa að geta tryggt öryggi leikmanna.“
Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Tom Brady steyptur í brons Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti