Er „þannig séð sáttur“ í Hollandi en dreymir um England Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2023 18:15 Willum Þór í leik Íslands og Slóvakíu. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson mætti nýverið í hlaðvarpsþáttinn Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir stöðu mála en Willum Þór er samningsbundinn Go Ahead Eagles í Hollandi. Það er þó áhugi frá öðrum liðum en hár verðmiði Eagles hefur gert það að verkum að enn hefur ekkert tilboð borist. Willum Þór lék frábærlega á sínu fyrsta ári í hollensku úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi um árabil. Hann skoraði 8 mörk og lagði upp 3 þegar GA Eagles endaði 11. sæti af 18 liðum, tólf stigum frá fallsæti. Willum Þór minnti svo heldur betur á sig þegar hann fékk tækifæri með íslenska A-landsliðinu gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM fyrr í sumar. Þó hann hafi fengið rautt spjald gegn Portúgal þá var frammistaða hans heilt yfir mjög góð og ljóst að A-landsleikirnir verða fleiri á komandi misserum. „Það er áhugi og félög búin að vera spyrjast fyrir um verðið á mér og svona. Ég er þannig séð sáttur í Go Ahead þar sem ég spila alla leiki og er vel liðinn. Mér líður vel þarna og er ekkert að stressa mig en maður vill alltaf spila á sem hæstu stigi,“ sagði hinn 24 ára gamli Willum Þór. „Ef það kemur gott tilboð mun ég líklega ýta á það að fara. Go Ahead hefur sett tveggja milljóna evra verðmiða sem mér finnst frekar hátt. Það fer örugglega eftir því hvaða félag kemur að borðinu hvort það sé dýrt eða ódýrt, en þeir verðleggja mig þannig í dag,“ bætti hann við. Dreymir um England „England er alltaf það sem kemur fyrst upp í hugann. Ég væri mjög til í að spreyta mig í góðu liði í Championship-deildinni [næstefstu deild]. Hef fínan styrk, hæð og svo er ég góður í fótunum. Það myndi henta mér vel.“ Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á ofar í fréttinni. Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Willum Þór lék frábærlega á sínu fyrsta ári í hollensku úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi um árabil. Hann skoraði 8 mörk og lagði upp 3 þegar GA Eagles endaði 11. sæti af 18 liðum, tólf stigum frá fallsæti. Willum Þór minnti svo heldur betur á sig þegar hann fékk tækifæri með íslenska A-landsliðinu gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM fyrr í sumar. Þó hann hafi fengið rautt spjald gegn Portúgal þá var frammistaða hans heilt yfir mjög góð og ljóst að A-landsleikirnir verða fleiri á komandi misserum. „Það er áhugi og félög búin að vera spyrjast fyrir um verðið á mér og svona. Ég er þannig séð sáttur í Go Ahead þar sem ég spila alla leiki og er vel liðinn. Mér líður vel þarna og er ekkert að stressa mig en maður vill alltaf spila á sem hæstu stigi,“ sagði hinn 24 ára gamli Willum Þór. „Ef það kemur gott tilboð mun ég líklega ýta á það að fara. Go Ahead hefur sett tveggja milljóna evra verðmiða sem mér finnst frekar hátt. Það fer örugglega eftir því hvaða félag kemur að borðinu hvort það sé dýrt eða ódýrt, en þeir verðleggja mig þannig í dag,“ bætti hann við. Dreymir um England „England er alltaf það sem kemur fyrst upp í hugann. Ég væri mjög til í að spreyta mig í góðu liði í Championship-deildinni [næstefstu deild]. Hef fínan styrk, hæð og svo er ég góður í fótunum. Það myndi henta mér vel.“ Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á ofar í fréttinni.
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira