Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum félagsins. Þar segir að hin 23 ára Abby komi til liðsins frá Tennesse-háskóla í Bandaríkjunum.
„Við erum að vonast eftir því að Abbey geti hjálpað okkur að binda saman miðjuna og gefið okkur aukin þunga í sóknina,“ segir þjálfari liðsins, Björn Sigurbjörnsson.
Næsti leikur Selfoss er þann 29. júlí næstkomandi þegar Keflavík heimsækir JÁVERK-völlinn í sannkölluðum sex stiga slag. Keflavík er sem stendur í 8. sæti, einu stigi fyrir ofan fallsæti.