Enski boltinn

Skinner nýr þjálfari Dag­nýjar hjá West Ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nýr þjálfari West Ham býr yfir mikilli reynslu.
Nýr þjálfari West Ham býr yfir mikilli reynslu. West Ham United

Kvennalið West Ham United hefur ráðið nýjan þjálfara. Sú heitir Rehanne Skinner og er 43 ára gömul. Hún býr yfir 20 ára reynslu og þjálfaði síðast Tottenham Hotspur.

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir leikur með Hömrunum. Ásamt því að vera fyrirliði liðsins þá var hún valinn Hamar ársins (e. Hammer of the year) eftir frábært tímabil. Liðinu gekk þó ekki jafn vel og Dagnýju en Hamrarnir enduðu í 8. sæti af 12 liðum. Var því ákveðið að láta Paul Konchesky fara þegar tímabilinu lauk.

Í dag, fimmtudag, var Skinner kynnt til leiks sem aðalþjálfari liðsins. Hún stýrði Tottenham þegar liðið endaði í 5. sæti tímabilið 2021-22. Þar áður vann hún fyrir enska knattspyrnusambandið. Þjálfaði hún U-19, U-20 og U-21 árs landslið stúlkna ásamt því að vera aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins.

Frá 2010 til 2013 var Skinner aðstoðarþjálfari Arsenal þegar liðið vann efstu deild tvívegis, enska deildarbikarinn tvívegis, ensku bikarkeppnina einu sinni ásamt því að komast alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í tvígang. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×