Fótbolti

Fréttamynd

Southgate: Ég skil ekki afhverju þeir baula

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, segist ekki átta sig á því hvers vegna stuðningsmenn bauluðu á Jordan Henderson í leik Englands gegn Ástralíu í gær en Henderson var fyrirliði Englands í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórar hug­­myndir – lítil sam­­skipti: „Veldur okkur áhyggjum“

Formaður KSÍ vill sjá nýjan þjóðarvöll rísa við Suðurlandsbraut og mynda þar allsherjar íþróttamiðstöð ásamt nýrri þjóðarhöll. Sá völlur yrði á svæði sem er í eigu Þróttar og formaður félagsins er heldur óspenntari fyrir hugmyndinni. Hann kallar eftir meira samráði sérsambanda ÍSÍ við félögin í Laugardal.

Fótbolti
Fréttamynd

Telur að Man United nái ekki topp fimm

Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, telur að hans gamla félag verði ekki meðal fimm efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar þegar henni lýkur næsta vor.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dofri leggur skóna á hilluna

Dofri Snorrason hefur ákveðið að kalla þetta gott og hefur lagt skóna á hilluna eftir þrettán ár í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélaginu KR en hefur einnig spilað fyrir Víking, Selfoss og Fjölni á ferli sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Börnin skömmuð á leiðinni heim eftir mótin

Sum börn kvíða fyrir bílferðunum heim eftir fótboltaleiki þar sem foreldrar þeirra nota ferðirnar til að yfirheyra þau eða skamma. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þetta hafa komið fram á ungmennaþingi sambandsins en foreldrar þurfi að láta af slæmri hegðun á fótboltamótum.

Innlent
Fréttamynd

Óborganlegt upphaf steypiboðs Berglindar Bjargar

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hrökk í kút með óborganlegum hætti þegar vinkonur hennar komu henni á óvart með steypiboði í dag. Uppákoman náðist sem betur fer á myndband fyrir þá sem hafa gaman af því að hlæja.

Lífið