Bellingham hefur farið á kostum í liði Real Madrid eftir að hafa gengið til liðs við liðið í sumar frá Dortmund og vill Trippier meina að hann sé mikið þroskaðri en aldur hans gefur til kynna.
„Á þessum aldri en samt með þennan þroska, þessi gæði og þennan kraft, það er eiginlega bara ógnvænlegt að fylgjast með honum á æfingum,“ byrjaði Trippier að segja.
„En gæði hans koma mér samt sem áður ekkert á óvart því ég hef fylgst með honum hjá Madrid og hversu vel hann hefur spilað og hversu hátt hann hefur sett markið,“ hélt Trippier áfram.
„Hann spilar með algjört frelsi þar og það mun bara gera hann betri. Það ógnvænlegasta er að hann er aðeins 20 ára gamall,“ endaði Trippier á að segja.