Messi, sem gekk til liðs við Inter Miami fyrr á árinu hefur verið orðaður við endurkomu til spænska stórveldisins Barcelona á láni þegar að Inter Miami hefur leikið alla sína leiki á tímabilinu en Balague segir það af og frá.
„Messi fær aðeins einn mánuð í frí milli tímabila. Þið getið því gleymt því að hann sé að fara til Sádi-Arabíu eða eitthvað álíka,“ segir Balague í samtali við BBC.
Messi, sem varð heimsmeistari með Argentínu undir lok síðasta árs, hefur farið vel af stað með Inter Miami. Eftir þrettán spilaða leiki hefur Messi skorað ellefu mörk og gefið fimm stoðsendingar.