Þolinmæði UEFA á þrotum og skoðað að leggja gervigras á Laugardalsvöll Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2023 19:30 Vanda segir að skipt verði um gras sem fyrst en óvíst sé hvernig gras verði lagt á völlinn. Vísir/Samsett/Einar/Vilhelm KSÍ stefnir á að leggja nýjan grasflöt á Laugardalsvöll í vor vegna aukinna verkefna á vellinum. Til greina kemur að sá flötur verði úr gervigrasi. KSÍ er á fjölmörgum undanþágum frá reglum UEFA vegna Laugardalsvallar. Völlurinn uppfyllir ekki kröfur þegar kemur að fjölmiðlaaðstöðu, ekki að aðstöðu fyrir áhorfendur né öryggisþætti þegar kemur að áhorfendum. Býsna gamlir klefarnir í Laugardalnum eru þá alltof litlir, en 23 leikmenn íslensku landsliðanna þurfa að deila átta sturtum í afar þröngum sturtuklefa. „Þeir eru bara orðnir pirraðir út í okkur, ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Undanþágur Laugardalsvallar hjá UEFA Fjölmiðlaaðstaða Þjónustuaðstaða áhorfenda (salerni, sjoppur og fleira) Öryggisþættir áhorfenda (aðgangshlið, lýsing og fleira) Búningsklefar liða Búningsklefar dómara Lyfjaprófunarherbergi Leikflötin (grasið sjálft) „Við höfum verið að fá bréf frá þeim þar sem óskað er svara en við höfum engin svör að gefa þeim. Við skynjum það alveg, að þeir eru ekki glaðir með okkur. Við erum hins vegar með hóp ásamt Reykjavíkurborg þar sem við erum að skoða hvað þarf til,“ „Við erum byrjuð að skoða það og ég er ánægð með Reykjavíkurborg að koma með okkur í það verkefni, hvað þarf að gera hefur fagfólk verið að skoða. Eins og með klefana sem eru eins mikið barn síns tíma og hægt er,“ segir Vanda. Gömlu grasi loks skipt út Leikflöturinn sjálfur uppfyllir þá ekki heldur kröfur en rúmlega 50 ára gamalt grasið er ekki upphitað og það veldur vandræðum þegar Evrópuverkefni íslenskra liða ná fram í desember og jafnvel janúar og líklegt er að landslið Íslands eigi landsleiki í febrúar og mars sem geta þá ekki farið fram á vellinum. Vegna þessa er til skoðunar, á meðan beðið er eftir nýjum velli, að leggja gervigras á völlinn. „Það þarf undirhita og það er eitt af því sem við erum á undanþágu út af. Það á að vera undirhiti, sem, er ekki. Það kemur undirhiti og nýtt yfirborð en við erum að skoða með okkar mannvirkjanefnd og sérfræðingum hvaða yfirborð það verður.“ „Það eru þrír möguleikar í stöðunni; gras, hybrid-gras og gervigras. Við erum að skoða þetta en þurfum að gera það hratt vegna þess að þetta eru framkvæmdir sem þarf að fara í strax. Beint eftir að leikjunum lýkur þurfum við að fara að gera þetta því þetta verður að vera klárt fyrir næsta vetur,“ segir Vanda. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Laugardalsvöllur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta UEFA Tengdar fréttir Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. 1. október 2023 20:01 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
KSÍ er á fjölmörgum undanþágum frá reglum UEFA vegna Laugardalsvallar. Völlurinn uppfyllir ekki kröfur þegar kemur að fjölmiðlaaðstöðu, ekki að aðstöðu fyrir áhorfendur né öryggisþætti þegar kemur að áhorfendum. Býsna gamlir klefarnir í Laugardalnum eru þá alltof litlir, en 23 leikmenn íslensku landsliðanna þurfa að deila átta sturtum í afar þröngum sturtuklefa. „Þeir eru bara orðnir pirraðir út í okkur, ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Undanþágur Laugardalsvallar hjá UEFA Fjölmiðlaaðstaða Þjónustuaðstaða áhorfenda (salerni, sjoppur og fleira) Öryggisþættir áhorfenda (aðgangshlið, lýsing og fleira) Búningsklefar liða Búningsklefar dómara Lyfjaprófunarherbergi Leikflötin (grasið sjálft) „Við höfum verið að fá bréf frá þeim þar sem óskað er svara en við höfum engin svör að gefa þeim. Við skynjum það alveg, að þeir eru ekki glaðir með okkur. Við erum hins vegar með hóp ásamt Reykjavíkurborg þar sem við erum að skoða hvað þarf til,“ „Við erum byrjuð að skoða það og ég er ánægð með Reykjavíkurborg að koma með okkur í það verkefni, hvað þarf að gera hefur fagfólk verið að skoða. Eins og með klefana sem eru eins mikið barn síns tíma og hægt er,“ segir Vanda. Gömlu grasi loks skipt út Leikflöturinn sjálfur uppfyllir þá ekki heldur kröfur en rúmlega 50 ára gamalt grasið er ekki upphitað og það veldur vandræðum þegar Evrópuverkefni íslenskra liða ná fram í desember og jafnvel janúar og líklegt er að landslið Íslands eigi landsleiki í febrúar og mars sem geta þá ekki farið fram á vellinum. Vegna þessa er til skoðunar, á meðan beðið er eftir nýjum velli, að leggja gervigras á völlinn. „Það þarf undirhita og það er eitt af því sem við erum á undanþágu út af. Það á að vera undirhiti, sem, er ekki. Það kemur undirhiti og nýtt yfirborð en við erum að skoða með okkar mannvirkjanefnd og sérfræðingum hvaða yfirborð það verður.“ „Það eru þrír möguleikar í stöðunni; gras, hybrid-gras og gervigras. Við erum að skoða þetta en þurfum að gera það hratt vegna þess að þetta eru framkvæmdir sem þarf að fara í strax. Beint eftir að leikjunum lýkur þurfum við að fara að gera þetta því þetta verður að vera klárt fyrir næsta vetur,“ segir Vanda. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Undanþágur Laugardalsvallar hjá UEFA Fjölmiðlaaðstaða Þjónustuaðstaða áhorfenda (salerni, sjoppur og fleira) Öryggisþættir áhorfenda (aðgangshlið, lýsing og fleira) Búningsklefar liða Búningsklefar dómara Lyfjaprófunarherbergi Leikflötin (grasið sjálft)
Laugardalsvöllur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta UEFA Tengdar fréttir Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. 1. október 2023 20:01 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. 1. október 2023 20:01