Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 14:15 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir repúblikana hafa unnið stórsigur. vísir/samsett Donald Trump verður á næstu árum áhrifameiri en nokkru sinni fyrr, segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Nú taki við einstaklingur sem er búinn að læra á kerfin, með þingið í vasanum og dómara hliðholla sér við hæstarétt. Eiríkur segir það hafa komið á óvart hversu afgerandi sigur Donalds Trump reyndist vera. Um sé að ræða stórsigur repúblikana. „Það virðist vera að repúblikanar hafi þingið með sér. Allavega öldungadeildina og jafnvel fulltrúadeildina líka þannig að það verður lítil mótspyrna,“ segir Eiríkur. „Það er líka búið að hreinsa út þá þingmenn repúblikanaflokksins sem voru í andstöðu við Donald Trump þannig að leiðin í gegnum þingið ætti að vera miklu greiðari fyrir hann en áður. Hann hefur náð að setja í hæstarétt fulltrúa sem eru honum hliðhollir þannig að það er ekki mikillar mótspyrnu að vænta þaðan. Þannig að áhrifamáttur hans og möguleikar á að beita áhrifamætti sínum verða miklu meiri núna.“ Gera megi ráð fyrir að áhrifin af valdatíð Trumps komi fyrr fram en áður og með sterkari hætti. „Hann hefur miklu auðveldari leið núna og miklu meiri möguleika til að ná áherslum sínum í gegn en hann hafði 2016. Mótspyrnan var miklu meiri, bæði í stjórnkerfi Bandaríkjanna og í umheiminum að mörgu leyti. Hann er líka tilbúnari til þess að beita sér. Það tók hann langan tíma að læra á kerfin þegar hann tók við en kemur hann miklu tilbúnari.“ Kjörið komi til með að hafa mikil áhrif á alþjóðavísu; meðal annars á viðskipti vegna boðaðra tolla og á öryggis- og varnarmál. „Trump hefur talað fyrir því að samið verði við Rússa, vænantlega með því að gefa eftir land, sem er eitthvað sem Evrópuríkin hafa ekki verið áfram um að gera. NATO fær eflaust minna vægi, hann hefur slegið í og úr með það. Þannig Evrópulöndin þurfa væntanlega að taka varnir meira í eigin hendur,“ segir Eiríkur. Þá sé Trump gallharður stuðningsmaður Ísraelsríkis. „Hann hefur auðvitað tekið afstöðu með Ísrael en það hafa Bandaríkin raunar alltaf gert og það á eftir að koma meira í ljós hvernig hann beitir sér þar. En hann hefur ekki haft mikið við framferði Ísraelsstjórnar á Gasa að athuga. Heimurinn hefur litið í gegnum fingur sér með það sem þar er að gerast og það mun halda áfram. Jafnvel verður minna aðhald með Ísrael, sem þó hefur ekki verið mjög mikið.“ Eiríkur lýsir Trump sem einangrunarsinna. „Og það er það sem er lykilatriði. Bandaríkin hafa beitt sér frá seinni heimstyrjöld, haft óumdeilda forrystu í hinum vestræna heimi, en nú er kominn einagrunarsinnaður forseti í Hvíta húsið. Hann var þar auðvitað frá 2016 til 2020 en nú er hann í miklu betra færi til þess að beita sér.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Eiríkur segir það hafa komið á óvart hversu afgerandi sigur Donalds Trump reyndist vera. Um sé að ræða stórsigur repúblikana. „Það virðist vera að repúblikanar hafi þingið með sér. Allavega öldungadeildina og jafnvel fulltrúadeildina líka þannig að það verður lítil mótspyrna,“ segir Eiríkur. „Það er líka búið að hreinsa út þá þingmenn repúblikanaflokksins sem voru í andstöðu við Donald Trump þannig að leiðin í gegnum þingið ætti að vera miklu greiðari fyrir hann en áður. Hann hefur náð að setja í hæstarétt fulltrúa sem eru honum hliðhollir þannig að það er ekki mikillar mótspyrnu að vænta þaðan. Þannig að áhrifamáttur hans og möguleikar á að beita áhrifamætti sínum verða miklu meiri núna.“ Gera megi ráð fyrir að áhrifin af valdatíð Trumps komi fyrr fram en áður og með sterkari hætti. „Hann hefur miklu auðveldari leið núna og miklu meiri möguleika til að ná áherslum sínum í gegn en hann hafði 2016. Mótspyrnan var miklu meiri, bæði í stjórnkerfi Bandaríkjanna og í umheiminum að mörgu leyti. Hann er líka tilbúnari til þess að beita sér. Það tók hann langan tíma að læra á kerfin þegar hann tók við en kemur hann miklu tilbúnari.“ Kjörið komi til með að hafa mikil áhrif á alþjóðavísu; meðal annars á viðskipti vegna boðaðra tolla og á öryggis- og varnarmál. „Trump hefur talað fyrir því að samið verði við Rússa, vænantlega með því að gefa eftir land, sem er eitthvað sem Evrópuríkin hafa ekki verið áfram um að gera. NATO fær eflaust minna vægi, hann hefur slegið í og úr með það. Þannig Evrópulöndin þurfa væntanlega að taka varnir meira í eigin hendur,“ segir Eiríkur. Þá sé Trump gallharður stuðningsmaður Ísraelsríkis. „Hann hefur auðvitað tekið afstöðu með Ísrael en það hafa Bandaríkin raunar alltaf gert og það á eftir að koma meira í ljós hvernig hann beitir sér þar. En hann hefur ekki haft mikið við framferði Ísraelsstjórnar á Gasa að athuga. Heimurinn hefur litið í gegnum fingur sér með það sem þar er að gerast og það mun halda áfram. Jafnvel verður minna aðhald með Ísrael, sem þó hefur ekki verið mjög mikið.“ Eiríkur lýsir Trump sem einangrunarsinna. „Og það er það sem er lykilatriði. Bandaríkin hafa beitt sér frá seinni heimstyrjöld, haft óumdeilda forrystu í hinum vestræna heimi, en nú er kominn einagrunarsinnaður forseti í Hvíta húsið. Hann var þar auðvitað frá 2016 til 2020 en nú er hann í miklu betra færi til þess að beita sér.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira