Reykjavíkurflugvöllur

Fréttamynd

Segja Ás­geir Helga hafa verið 20 mínútur í stæðinu

Svar hefur borist frá Isavia Innanlandsflugi vegna erindis Ásgeirs Helga Þrastarsonar um reikning vegna bílastæðis við Reykjavíkurflugvöll. Þar segir meðal annars að Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann.

Innlent
Fréttamynd

„Að láta taka sig ósmurt? Takk, en nei takk“

Ásgeir Helgi Þrastarson segir farir sínar ekki sléttar við þetta opinbera hlutafélag sem Isavia er og telur félagið vilja hlunnfara sig um bílastæðagjald. Hann hefur engan hug á að greiða reikninginn og vill fá fram svör.

Innlent
Fréttamynd

Goð­sögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flug­rekstur

Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr.

Innlent
Fréttamynd

Þriðji stríðsþristurinn á leiðinni til Reykja­víkur

Tvær Douglas Dakota-flugvélar, sem tóku þátt í seinni heimsstyrjöld, hófu sig til flugs frá Reykjavíkurflugvelli í dag, önnur í morgun en hin í hádeginu, eftir nokkurra daga viðdvöl á Íslandi. Þeir flugáhugamenn sem misstu af vélunum þurfa þó ekki að örvænta. Þær verða sýndar í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Merkasti stríðsþristurinn á heim­leið frá Normandí

Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er núna stödd á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er Douglas Dakota-flugvélin „That's All, Brother", sem á D-deginum þann 6. júní árið 1944 fór fyrir flugi yfir áttahundruð slíkra véla með samtals um þrettán þúsund fallhlífahermenn um borð.

Innlent
Fréttamynd

Vísar á heil­brigðis­ráð­herra að borga bílastæðagjöldin

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vísar því til Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra að skoða hvort Sjúkratryggingar geti mætt þeim aukna kostnaði sem ný bílastæðagjöld á innanlandsflugvöllum valda landsbyggðarfólki á leið í læknisheimsóknir. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Þorgríms Sigmundssonar, varaþingmanns Miðflokksins úr Norðausturkjördæmi, á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er breyting sem er ekki í takt við lögin“

Hæstaréttarlögmaður efast um lögmæti gjaldtöku á bílastæðum við innanlandflugvelli. Slíkt feli í sér möguleg brot á jafnræðisreglu og meiriháttar stefnubreytingu sem kalli á aukna pólitíska umræðu. Fátt virðist koma í veg fyrir að gjaldtaka hefjist á bílastæðum við þrjá innanlandsflugvelli á næstu dögum, en nýtt útspil fjármálaráðherra tefur málið.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta setur okkur í svo­lítið ein­kenni­lega stöðu“

Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla.

Innlent
Fréttamynd

Isavia stefnir að því að hefja gjald­töku í vikunni

Isavia stefnir að því að hefja gjaldtöku af bílastæðum á þremur innanlandsflugvöllum í vikunni, annaðhvort á miðvikudag eða á fimmtudag. Það að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki skrifað upp á þjónustusamning Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra og Isavia virðist engu breyta þar um.

Innlent
Fréttamynd

Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda

Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Flug­vél til Akur­eyrar snúið við á miðri leið

Flugvél á leið frá Reykjavík til Akureyrar var snúið við á miðri leið. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair segir að þeim hafi borist melding um tæknilegt atriði sem þurfti að skoða samkvæmt verklagi.

Innlent
Fréttamynd

Það þarf þyrlu­pall við þjóðar­sjúkra­húsið

Nýverið bárust af því fréttir að Reykjavíkurborg og Landspítali hafi gert með sér samkomulag um vilja til byggingar þyrlupalls við Nauthólsvík. Tilgangurinn mun vera að stytta flutningstíma þeirra sjúklinga sem þyrftu að koma með þyrlu til Landspítalans í Reykjavík þegar öll starfsemi spítalans væri sameinuð í nýjum byggingum við Hringbraut.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrsti stríðsþristurinn lentur

Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Fimm stríðsþristar á leiðinni til landsins

Fimm gamlar herflugvélar úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, eða C-47 Douglas Dakota, millilenda á Íslandi á næstu dögum á leið sinni frá Norður-Ameríku til Evrópu. Þar munu þær taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að 80 ár verða liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum 6. júní 1944.

Innlent
Fréttamynd

Vill að Fær­eyjar fái nýjan flug­völl

Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins.

Erlent
Fréttamynd

Hætta flugi til Húsa­víkur og Vest­manna­eyja

Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 

Innlent
Fréttamynd

Fagnaðar­fundir í 80 ára af­mæli Loft­leiða

Margt var um manninn á opnunarhátíð 80 ára afmælissýningu Loftleiða í bíósal Hótel Natura 8. mars síðastliðinn. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og ferðamálaráðherra opnaði hátíðina og flutti fræðandi erindi.

Lífið
Fréttamynd

„Fullt af fólki sem ber hlýjar til­finningar til þessarar björgunar­þyrlu“

Það var mikið um að vera í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar flutningur fyrstu stóru björungarþyrlu Íslendinga á Flugsafn Íslands á Akureyri var undirbúinn. Benóný Ásgrímsson fyrrverandi flugstjóri Landhelgisgæslunnar segir komu þyrlunnar til landsins, fyrir nærri þremur áratugum, hafa verið gríðarlegt framfaraskref.

Innlent
Fréttamynd

Ekið með björgunar­þyrlu til Akur­eyrar

Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið

„Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu.

Innlent