Nefhjól á Austurvelli – Skiptir öryggi fólks á fjölmennasta svæði landsins ekki máli? Daði Rafnsson, Kristján Vigfússon, Margrét Manda Jónsdóttir og Martin Swift skrifa 11. júní 2025 10:15 Í ljósi þess að flugvél í aðflugi missti nefhjól sem hafnaði á Austurvelli er mikilvægt að stjórnvöld taki málið alvarlega. Oft er margmennt á Austurvelli en á sama tíma er flugumferð yfirgengilega mikil yfir miðborginni. Þetta er augljós öryggisógn þegar villta vestrið í flugumferð ríkir yfir helstu stjórnsýslubyggingum landsins, Landspítala og fjölmennustu byggð á Íslandi. Reglulega koma upp fréttamál vegna vanbúnaðar í öryggismálum tengdum Reykjavíkurflugvelli. Flugumferðarstjórar að horfa á enska boltann, djammari sem labbar inn fyrir girðingu flugvallarins, ökutæki sem keyra út á völl í aðflugi og ýmislegt fleira. Núna lendir nefhjól kennsluvélar hjá Alþingi á Austurvelli, en slíkar vélar taka oft á loft eða aðflug yfir barnaskóla í Kópavogi. En enginn virðist bera ábyrgð eða virka eftirlitsskyldu með starfsemi vallarins. Það er óásættanlegt að Hljóðmörk hafi engin viðbrögð fengið frá núverandi samgönguráðherra, sem hefur frá því snemma á árinu farið undan í flæmingi eða hunsað beiðnir okkar um ósk eftir samtali. Hægt er að sjá tölvupóstsamskipti okkar við ráðuneytið á Facebook síðu Hljóðmarkar, en þar höfum við lýst áhyggjum af öryggi á jörðu niðri. Ekki hefur tekist að fá fund með Samgöngustofu eða stjórn ISAVIA til að ræða lausnir. Samtökin hafa einnig reynt að ná sambandi við núverandi formenn ríkisstjórnarflokkanna án árangurs. Núverandi staða krefst skýrra aðgerða. Flugumferð sem snýst ekki um mannslíf, né áætlunarferðir út á land þarf að flytjast annað til að tryggja öryggi, hljóðvist og lífsgæði í mannvænni borg. Við mótmælum óhóflegri, óþarfa og stjórnlausri flugumferð sem truflar daglegt líf íbúanna. Það er kominn tími til að hlusta á og bregðast við, áður en verr fer heldur en í gær. Fyrir hönd íbúasamtakanna Hljóðmarkar Daði RafnssonKristján VigfússonMargrét Manda JónsdóttirMartin Swift Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að flugvél í aðflugi missti nefhjól sem hafnaði á Austurvelli er mikilvægt að stjórnvöld taki málið alvarlega. Oft er margmennt á Austurvelli en á sama tíma er flugumferð yfirgengilega mikil yfir miðborginni. Þetta er augljós öryggisógn þegar villta vestrið í flugumferð ríkir yfir helstu stjórnsýslubyggingum landsins, Landspítala og fjölmennustu byggð á Íslandi. Reglulega koma upp fréttamál vegna vanbúnaðar í öryggismálum tengdum Reykjavíkurflugvelli. Flugumferðarstjórar að horfa á enska boltann, djammari sem labbar inn fyrir girðingu flugvallarins, ökutæki sem keyra út á völl í aðflugi og ýmislegt fleira. Núna lendir nefhjól kennsluvélar hjá Alþingi á Austurvelli, en slíkar vélar taka oft á loft eða aðflug yfir barnaskóla í Kópavogi. En enginn virðist bera ábyrgð eða virka eftirlitsskyldu með starfsemi vallarins. Það er óásættanlegt að Hljóðmörk hafi engin viðbrögð fengið frá núverandi samgönguráðherra, sem hefur frá því snemma á árinu farið undan í flæmingi eða hunsað beiðnir okkar um ósk eftir samtali. Hægt er að sjá tölvupóstsamskipti okkar við ráðuneytið á Facebook síðu Hljóðmarkar, en þar höfum við lýst áhyggjum af öryggi á jörðu niðri. Ekki hefur tekist að fá fund með Samgöngustofu eða stjórn ISAVIA til að ræða lausnir. Samtökin hafa einnig reynt að ná sambandi við núverandi formenn ríkisstjórnarflokkanna án árangurs. Núverandi staða krefst skýrra aðgerða. Flugumferð sem snýst ekki um mannslíf, né áætlunarferðir út á land þarf að flytjast annað til að tryggja öryggi, hljóðvist og lífsgæði í mannvænni borg. Við mótmælum óhóflegri, óþarfa og stjórnlausri flugumferð sem truflar daglegt líf íbúanna. Það er kominn tími til að hlusta á og bregðast við, áður en verr fer heldur en í gær. Fyrir hönd íbúasamtakanna Hljóðmarkar Daði RafnssonKristján VigfússonMargrét Manda JónsdóttirMartin Swift
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar