Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2025 21:43 Kvikugangurinn sem myndaðist í gær nær langleiðina að flugvallarstæði í Hvassahrauni, miðað við þá mynd sem skjálftavirknin teiknar upp. Minni ferningurinn táknar 3x3 kílómetra svæði sem Hvassahraunsnefndin markaði undir innanlandsflugvöll en sá stærri 5x5 kílómetra svæði fyrir millilandaflugvöll. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvernig mynd af skjálftavirkni frá því í gærmorgun teiknar að mati vísindamanna Veðurstofunnar legu kvikugangsins, sem þeir segja að sé sá stærsti til þessa frá því umbrotin hófust. Eldgosið í gær kom upp rétt við Grindavík en kvikugangurinn virðist hafa náð langleiðina í átt að Kúagerði. Hraun frá Sundhnúksgígaröðinni náði að renna sex kílómetra leið þegar það fór yfir Nesveg vestan Grindavíkur.Vilhelm Gunnarsson Fjarlægðin frá kvikuganginum að Reykjanesbraut er um þrír kílómetrar. Fjarlægðin frá kvikuganginum í átt að Vogum er um sex kílómetrar. Það er ekki mikið þegar haft er í huga að lengstu hrauntaumarnir, sem eldgosin við Sundhnúka sendu frá sér á síðasta ári, náðu að renna sex kílómetra vegalengd vestur fyrir Grindavík á fáum klukkustundum og fjóra til fimm kílómetra til Bláa lónsins. Veðurstofan telur kvikuganginn um tuttugu kílómetra langan.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Ef eldgos kæmi upp á norðausturhluta kvikugangsins verður þannig að telja verulega hættu á að hraun gæti bæði tekið Suðurnesjalínu í sundur og einnig Reykjanesbraut. Þá er það áleitin spurning hvort byggð í Vogum gæti verið ógnað. Séð yfir Voga á Vatnsleysuströnd.Vísir/Egill Það er einnig umhugsunarvert að það eru aðeins sex mánuðir frá því Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, kynntu skýrslu starfshóps um flugvöll í Hvassahrauni. Þar var staðsetning hans sýnd annarsvegar fyrir innanlandsflugvöll og hins vegar fyrir stóran millilandaflugvöll. Skýrsluhöfundar komust að þeirri niðurstöðu að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. Ráðherrann Svandís og borgarstjórinn Einar voru bæði á því að það ætti að setja meiri fjármuni í að rannsaka flugvöll í Hvassahrauni. Núna sýnir mynd Veðurstofunnar kvikugang sem er innan við þrjá kílómetra frá flugvallarstæðinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Vogar Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. 1. október 2024 11:15 Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. 18. maí 2022 22:40 Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvernig mynd af skjálftavirkni frá því í gærmorgun teiknar að mati vísindamanna Veðurstofunnar legu kvikugangsins, sem þeir segja að sé sá stærsti til þessa frá því umbrotin hófust. Eldgosið í gær kom upp rétt við Grindavík en kvikugangurinn virðist hafa náð langleiðina í átt að Kúagerði. Hraun frá Sundhnúksgígaröðinni náði að renna sex kílómetra leið þegar það fór yfir Nesveg vestan Grindavíkur.Vilhelm Gunnarsson Fjarlægðin frá kvikuganginum að Reykjanesbraut er um þrír kílómetrar. Fjarlægðin frá kvikuganginum í átt að Vogum er um sex kílómetrar. Það er ekki mikið þegar haft er í huga að lengstu hrauntaumarnir, sem eldgosin við Sundhnúka sendu frá sér á síðasta ári, náðu að renna sex kílómetra vegalengd vestur fyrir Grindavík á fáum klukkustundum og fjóra til fimm kílómetra til Bláa lónsins. Veðurstofan telur kvikuganginn um tuttugu kílómetra langan.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Ef eldgos kæmi upp á norðausturhluta kvikugangsins verður þannig að telja verulega hættu á að hraun gæti bæði tekið Suðurnesjalínu í sundur og einnig Reykjanesbraut. Þá er það áleitin spurning hvort byggð í Vogum gæti verið ógnað. Séð yfir Voga á Vatnsleysuströnd.Vísir/Egill Það er einnig umhugsunarvert að það eru aðeins sex mánuðir frá því Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, kynntu skýrslu starfshóps um flugvöll í Hvassahrauni. Þar var staðsetning hans sýnd annarsvegar fyrir innanlandsflugvöll og hins vegar fyrir stóran millilandaflugvöll. Skýrsluhöfundar komust að þeirri niðurstöðu að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. Ráðherrann Svandís og borgarstjórinn Einar voru bæði á því að það ætti að setja meiri fjármuni í að rannsaka flugvöll í Hvassahrauni. Núna sýnir mynd Veðurstofunnar kvikugang sem er innan við þrjá kílómetra frá flugvallarstæðinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Vogar Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. 1. október 2024 11:15 Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. 18. maí 2022 22:40 Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20
Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. 1. október 2024 11:15
Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. 18. maí 2022 22:40
Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25