Flugfélög með áratuga sögu horfin af markaði Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2025 23:10 Sjúkraflug var lengst af grunnstoðin í rekstri Mýflugs, sem gerði flugvélarnar út frá Akureyri. Félagið missti þann þátt starfseminnar í fyrra eftir útboð. Egill Aðalsteinsson Tvö rótgróin íslensk flugfélög, sem einkum hafa starfað innanlands, Flugfélagið Ernir og Mýflug, hafa hætt rekstri á skömmum tíma. Sérfræðingur um flugmál segir breyttar markaðsaðstæður og harðnandi samkeppni að hluta skýra stöðuna. Flugfélagið Ernir var tekið til gjaldþrotaskipta síðastliðið haust eftir 54 ára sögu. Hörður Guðmundsson hóf rekstur félagsins á Vestfjörðum en gerði síðar út frá Reykjavík. Þegar mest var sinnti það áætlunarflugi til sex staða innanlands á fjórum nítján sæta Jetstream-skrúfuþotum en flaggskipið var 32 sæta Dornier-skrúfuþota. Jetstream-skrúfuþota Ernis á flugvellinum á Hornafirði árið 2017.Arnar Halldórsson Mýflug er enn með flugrekstrarleyfi þótt rekstri þess hafi verið hætt í lok marsmánaðar eftir fjörutíu ára sögu. Umsvif þess voru mest í sjúkraflugi á níu sæta Beechcraft King Air-skrúfuþotum. Fyrir tveimur árum keypti Mýflug þriðjungshlut í Erni og tók yfir reksturinn en missti sjúkraflugið í fyrra yfir til Norlandair eftir útboð. Á Reykjavíkurflugvelli hafði Flugfélagið Ernir farþegaafgreiðslu sína í lágreistum skúrum utan í flugskýli Loftleiðamegin. Mýflug fór þangað inn eftir að það tók yfir rekstur Ernis. En núna er hún Snorrabúð stekkur. Búið er að skella í lás. Eftir sitja aðeins tvö félög á innanlandsleiðum, Icelandair og Norlandair. Flugsérfræðingurinn Jón Karl Ólafsson telur margar þætti skýra þessa þróun. Jón Karl Ólafsson hefur víðtæka reynslu úr íslenska fluggeiranum.Sigurjón Ólason „Einn þáttur er bara breyting á markaði. Samkeppnin hefur farið harðnandi,“ segir Jón Karl. „Fyrirtækin hafa átt í erfiðleikum með að aðlaga sig sveiflum. Covid hafði áhrif á marga. Þannig að menn hafa verið að ganga í gegnum sameiningar. Sumar hafa gengið verr en aðrar. Þannig að þetta hefur svona hægt og sígandi verið að færast í þessa átt á síðustu tuttugu árum. Þannig að þetta er orðið lítið eftir af félögum, nema kannski þessi tvö.“ Flugvélar Norlandair á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Jón Karl segir ráðamenn þurfa að átta sig betur á mikilvægi flugsins í samgöngum landsins. „Á meðan aðrar þjóðir hafa lestarsamgöngur þá er þetta í rauninni eina leiðin fyrir okkur til að flytja fólk hratt á milli landshluta. Og það auðvitað verður bara að taka samtal og klára einhverja stefnumótun í því að það þarf að viðhalda flugi inn á helstu staði og sjá til þess að það sé hægt að gera það. En hvort þetta verður gert með litlum flugfélögum eða hvort stærri einingarnar verði hagkvæmari, það verður bara framtíðin að leiða í ljós,“ segir Jón Karl Ólafsson. Hér má sjá frétt Sýnar: Fjallað var um brotthvarf Harðar Guðmundssonar úr flugrekstri í þessari frétt í fyrra: Fjallað var um Mýflug og Leif Hallgrímsson og rætur félagsins í Mývatnssveit í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2012: Fréttir af flugi Samgöngur Gjaldþrot Sjúkraflutningar Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. 16. apríl 2025 23:50 Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Flugfélagið Ernir var tekið til gjaldþrotaskipta síðastliðið haust eftir 54 ára sögu. Hörður Guðmundsson hóf rekstur félagsins á Vestfjörðum en gerði síðar út frá Reykjavík. Þegar mest var sinnti það áætlunarflugi til sex staða innanlands á fjórum nítján sæta Jetstream-skrúfuþotum en flaggskipið var 32 sæta Dornier-skrúfuþota. Jetstream-skrúfuþota Ernis á flugvellinum á Hornafirði árið 2017.Arnar Halldórsson Mýflug er enn með flugrekstrarleyfi þótt rekstri þess hafi verið hætt í lok marsmánaðar eftir fjörutíu ára sögu. Umsvif þess voru mest í sjúkraflugi á níu sæta Beechcraft King Air-skrúfuþotum. Fyrir tveimur árum keypti Mýflug þriðjungshlut í Erni og tók yfir reksturinn en missti sjúkraflugið í fyrra yfir til Norlandair eftir útboð. Á Reykjavíkurflugvelli hafði Flugfélagið Ernir farþegaafgreiðslu sína í lágreistum skúrum utan í flugskýli Loftleiðamegin. Mýflug fór þangað inn eftir að það tók yfir rekstur Ernis. En núna er hún Snorrabúð stekkur. Búið er að skella í lás. Eftir sitja aðeins tvö félög á innanlandsleiðum, Icelandair og Norlandair. Flugsérfræðingurinn Jón Karl Ólafsson telur margar þætti skýra þessa þróun. Jón Karl Ólafsson hefur víðtæka reynslu úr íslenska fluggeiranum.Sigurjón Ólason „Einn þáttur er bara breyting á markaði. Samkeppnin hefur farið harðnandi,“ segir Jón Karl. „Fyrirtækin hafa átt í erfiðleikum með að aðlaga sig sveiflum. Covid hafði áhrif á marga. Þannig að menn hafa verið að ganga í gegnum sameiningar. Sumar hafa gengið verr en aðrar. Þannig að þetta hefur svona hægt og sígandi verið að færast í þessa átt á síðustu tuttugu árum. Þannig að þetta er orðið lítið eftir af félögum, nema kannski þessi tvö.“ Flugvélar Norlandair á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Jón Karl segir ráðamenn þurfa að átta sig betur á mikilvægi flugsins í samgöngum landsins. „Á meðan aðrar þjóðir hafa lestarsamgöngur þá er þetta í rauninni eina leiðin fyrir okkur til að flytja fólk hratt á milli landshluta. Og það auðvitað verður bara að taka samtal og klára einhverja stefnumótun í því að það þarf að viðhalda flugi inn á helstu staði og sjá til þess að það sé hægt að gera það. En hvort þetta verður gert með litlum flugfélögum eða hvort stærri einingarnar verði hagkvæmari, það verður bara framtíðin að leiða í ljós,“ segir Jón Karl Ólafsson. Hér má sjá frétt Sýnar: Fjallað var um brotthvarf Harðar Guðmundssonar úr flugrekstri í þessari frétt í fyrra: Fjallað var um Mýflug og Leif Hallgrímsson og rætur félagsins í Mývatnssveit í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2012:
Fréttir af flugi Samgöngur Gjaldþrot Sjúkraflutningar Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. 16. apríl 2025 23:50 Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
„Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. 16. apríl 2025 23:50
Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10