Innlent

Meiri­hluti vill flug­völlinn á­fram í Vatns­mýri

Kjartan Kjartansson skrifar
Deilt hefur verið um staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýri um árabil.
Deilt hefur verið um staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýri um árabil. Vísir/Vilhelm

Rétt rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun Maskínu segist hlynntur því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýri til framtíðar. Eldra fólks og landsbyggðarbúar eru mun hlynntari staðsetningunni en yngra fólk og höfuðborgarbúar.

Rúmur fimmtungur segist beinlínis andvígur framtíðarstaðsetningu flugvallarins í Vatnsmýri en fjórðungur í meðallagi hlynntur. Lítil breyting hefur orðið á þeim fjölda frá því að Maskína spurði síðast í september í fyrra. Þeim sem segjast hlynntir fjölgar hins vegar um fjögur prósentustig á milli ára. 

Frá 2013 hefur þeim sem eru hlynntir fækkað um tuttugu prósentustig. Andvígum hefur þó ekki fjölgað í takt við það eða aðeins um fimm prósentustig á þessum tólf árum.

Töluverður munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Þannig sögðust 59 prósent landsbyggðarbúa sem tóku þátt í könnuninni hlynnt staðsetningunni en 46 prósent Reykvíkinga og 48 prósent nágrannasveitarfélaga höfuðborgarinnar.

Eftir því sem fólk er eldra er það mun líklegra til þess að styðja staðsetningu flugvallarins en það sem er yngra. Aðeins rétt rúmur fjórðungur svarenda í yngsta aldurshópnum 18-29 ára sagðist fylgjandi en 69 prósent svarenda sem eru sextugir og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×