Besta deild karla

Fréttamynd

„Ég tek þetta bara á mig“

Böðvar Böðvarsson tók ábyrgð á 2-1 tapi FH gegn Stjörnunni í kvöld. Fyrirliðinn átti slæma sendingu sem leiddi til annars marks Stjörnunnar, rétt eftir fyrra markið sem Böðvar efast um að hafi átt að standa, en hann trúir og treystir ákvörðun línuvarðarins með það.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum

Stjarnan tók á móti FH og fór með 2-1 sigur úr fyrstu umferð Bestu deildar karla. Stjörnumenn skoruðu tvö mörk með skömmu millibili um miðjan seinni hálfleik en annað þeirra hefði líklega ekki átt að standa. Eftir vel heppnaðar skiptingar minnkuðu FH-ingar muninn á lokamínútu venjulegs leiktíma, en tókst ekki að jafna í uppbótartímanum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Skrifast á á­kveðinn sviðs­skrekk“

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tap í fyrsta leik liðsins í efstu deild. 2-0 varð niðurstaðan gegn Breiðablik, sem Magnús skrifar á ákveðinn sviðsskrekk, og bróðir hans kom í veg fyrir að Afturelding minnkaði muninn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit

Sölvi Geir Ottesen hefur skilning á ákvörðun Jóns Guðna Fjólusonar að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Jón Guðni er annar miðvörður Víkinga sem hættir iðkun knattspyrnu á skömmum tíma en þrátt fyrir það eru Víkingar vel mannaðir í öftustu línu.

Íslenski boltinn