
Kvikmyndagerð á Íslandi

Leynilögga lofuð í London: „Besta hasar-gamanmynd ársins“
“Þessir dómar eru hreint út sagt ótrúlegir og hópurinn gæti ekki verið glaðari. Ég viðurkenni að ég var aðeins stressuð fyrir þessa sýningu, hvort að Bretarnir myndu ná húmornum, en þær áhyggjur voru greinilega óþarfar,” segir Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi myndarinnar Leynilöggu.

Samtök skapandi greina blása til sóknar og kynna nýja stjórn
Ný stjórn Samtaka skapandi greina var kosin á aðalfundi samtakanna í Grósku 7. september síðastliðinn. Hana skipa Auður Jörundsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason, Birna Hafstein, Sigtryggur Baldursson og Halla Helgadóttir, sem var kosin formaður stjórnar.

Bein útsending: Kvikmyndaframleiðsla rædd á Bransadögum RIFF
Yfir hundrað fagaðilar, blaðamenn og kvikmyndagerðarmenn koma að utan og taka þátt í Bransadögum RIFF í ár en þeir hefjast í dag í Norræna húsinu og standa til 9. október.

Bein útsending: Íslensk kvikmyndatónlist rædd á Bransadögum RIFF
Yfir hundrað fagaðilar, blaðamenn og kvikmyndagerðarmenn koma að utan og taka þátt í Bransadögum RIFF í ár en þeir hefjast í dag í Norræna húsinu og standa til 9. október.

Wolka frumsýnd í öllum sölum Bíó Paradísar á sama tíma
Fimm dagar eru eftir af RIFF kvikmyndahátíðinni. Góð aðsókn og mikil gleði ríkir á RIFF, uppselt er á tvær sýningar í hellabíó í dag og af nógu að taka. RIFF HEIMA er líka í fullum gangi en þar er stór hluti hátíðarinnar aðgengilegur á netinu.

Sértrúarsöfnuður og skuggalegt mótorhjólagengi í nýrri stiklu fyrir Ófærð 3
Í stiklu fyrir þriðju þáttaröðina af Ófærð má sjá lögregluteymið Andra og Hinriku taka höndum saman að nýju við rannsókn á flóknu morðmáli í samstarfi við Trausta, yfirmann Andra.

RIFF 2021 hefst í dag
RIFF 2021 hefst í dag, 30. september, Í átjánda sinn fer RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, af stað.

Dýrið slær í gegn á Fantastic Fest í Texas
Íslenska kvikmyndin Dýrið sló í gegn á Fantastic Fest en hátíðin fór fram í Austin, Texas og lýkur á morgun. Myndin hefur hlotið lof bæði áhorfanda og gagnrýnenda.

Frumsýning: „Riff Royale“ með Tómasi Lemarquis og Halldóru Geirharðs
Í dag frumsýnum við hér á Vísi nýtt verkefni eftir leikstjórann Baldvin Albertsson. RIFF kynnir með stolti verkið „RIFF Royale.“

Íslandsheimsókn Will Smith í sýnishorni fyrir nýja þætti
Í fyrstu stiklunni fyrir þættina Welcome to Earth má sjá brot af ferðalagi leikarans Will Smith á Íslandi. Um er að ræða National Geographic ferðaþætti sem sýndir verða á Disney+ streymisveitunni í desember.

Hátíðarsýning á Dýrinu fyrir fullum sal í Háskólabíó
Hátíðarsýning var á íslensku kvikmyndinni Dýrið í Háskólabíói í gær fyrir fullum sal. Myndin hlaut mjög góðar viðtökur á meðal gesta.

Aldrei fleiri íslenskar myndir á dagskrá RIFF
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst með krafti í næstu viku, fimmtudaginn 30. september. Miðasalan opnaði formlega í dag á vef hátíðarinnar, www.riff.is en þar er hægt að kaupa hátíðarpassa og staka miða.

Trine Dyrholm mætir á frumsýningu Margrétar fyrstu á RIFF
Margrét fyrsta eða MARGRETE DEN FØRSTE er lokamynd RIFF Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í í Reykjavík í ár. Hátíðin verður haldin í átjánda sinn þann 30. september og stendur til 10. október.

Síðasta mynd Árna Ólafs verður opnunarmynd flokksins Ísland í sjónarrönd á RIFF
„Síðasta mynd hins ástkæra leikstjóra Árna Ólafs Ásgeirssonar sem lést fyrr á þessu ári verður frumsýnd sem opnunarmynd flokksins Ísland í sjónarrönd á RIFF sem hefst í lok mánaðar,“ segir í nýrri tilkynningu frá RIFF.

Leynilögga á leið á stærstu kvikmyndahátíð Englands
Í dag var tilkynnt að Íslenska hasar- og gamanmyndin Leynilögga hafi verið valin til sýningar á stærstu kvikmyndahátíð Englands, BFI London Film Festival.

Dramatísk þáttaröð um kvótakerfið á Íslandi vann virtustu verðlaunin
Íslenska sjónvarpsþáttaröðin Verbúð, sem frumsýnd verður síðar á árinu, var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á evrópsku verðlaunahátíðinni Series Mania sem fram fór í Lille í Frakklandi í gærkvöldi.

Ragnheiður Erlingsdóttir nýr framkvæmdastjóri Zik Zak
Ragnheiður Erlingsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Zik Zak. Hún tekur við starfinu af Skúla Malmquist, sem var ráðinn framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins í júlí.

Grunaði ekki að hún myndi landa aðalhlutverki á þessum tímapunkti í lífinu
Þáttaröðin Svörtu sandar verður sýnd á Stöð 2 í lok árs. Unga leikkonan Aldís Amah Hamilton fer með aðalhlutverki í þáttunum, ásamt því að vera einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Hún segir að um algjört draumaverkefni sé að ræða.

Íslensk hryllingsmynd frumsýnd á virtri kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum
Kvikmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar, verður heimsfrumsýnd á hinni virtu Austin Film Festival í október næstkomandi.

Sjö fengin til að skapa Áramótaskaupið
Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár.

Mesta áskorunin að fá þekkta einstaklinga til að tala um kynlíf
„Við höfum verið að fá frábær viðbrögð við þáttunum. Fólk er að senda okkur að 16 ára unglingar séu að kalla á mömmu og pabba til að horfa á þáttinn saman,“ segir Dögg Mósesdóttir leikstjóri þáttanna Allskonar kynlíf.

Kvikmyndin Skjálfti valin til sýningar á TIFF
Tilkynnt hefur verið hvaða myndir verða sýndar á Toronto International Film Festival í ár og mun Ísland eiga sinn fulltrúa á hátíðinni. Mynd Tinnu Hrafnsdóttur, Skjálfti, tekur þátt í TIFF Industry Selects hluta hátíðarinnar í ár.

Alma tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs
Kvikmyndin Alma í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.

Selshamurinn hlýtur verðlaun á kvikmyndahátíðum
Kvikmyndin Selshamurinn eða Sealskin, heldur áfram að vekja athygli á kvikmyndahátíðum erlendis. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Ugla Hauksdóttir.

Spáir því að Hannes muni leikstýra Dwayne „The Rock“ Johnson í Hollywood
Kvikmyndin Leynilögga vakti mikla lukku þegar hún var frumsýnd á Locarno hátíðinni í Sviss fyrr í vikunni. Fyrstu kvikmyndadómarnir eru farnir að birtast og eru aðstandendur myndarinnar í skýjunum með viðtökurnar.

„Þú opnar ekkert munninn núna án þess að móðga einhvern“
„Spaugstofan, hvað er það aftur?“ segir leikarinn Pálmi Gestsson og í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Frumsýningargestir stóðu upp og klöppuðu fyrir Leynilöggu
Kvikmyndin Leynilögga, eða Cop Secret eins og hún heitir á ensku, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno International Film Festical í kvöld. Uppselt var á sýninguna og svo virðist sem henni hafi verið vel tekið af áhorfendum, þar sem þeir stóðu upp og klöppuðu að sýningu lokinni.

Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna
„Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi.

Milljónir hafa horft á stikluna fyrir kvikmyndina Dýrið
Íslenska kvikmyndin Dýrið vakti gríðarlega athygli þegar hún var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og nú er stiklan fyrir myndina að fá metáhorf.

Hasar og hamagangur í nýju sýnishorni úr Leynilöggu
Íslenska hasar- og gamanmyndin Leynilögga verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno í næstu viku.