Samþykktu að hækka endurgreiðslurnar upp í 35 prósent Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2022 13:38 Lilja Alfreðsdóttir var í skýjunum með samþykkt nýja frumvarpsins í morgun. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp þess efnis að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, setti drög að frumvarpinu í Samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Fram kom á Mbl í morgun að Lilja hefði á dögunum setið fund með fulltrúum framleiðendanna HBO og Amazon sem Íslandsstofa skipulagði. „Það vill þannig til að það eru mjög stórir erlendir aðilar sem hafa áhuga á því að koma hingað inn með verkefni sem eru upp á marga milljarða,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hlutfall endurgreiðslu af framleiðslukostnaði sem til fellur hér á landi er samkvæmt gildandi lögum 25 prósent. Fram kom á vef Stjórnarráðsins í vikunni að víða í nágrannalöndum Íslands sé hlutfallið komið í 35 prósent. Það séu þau lönd sem Ísland eigi í mestri samkeppni við í að laða til sín stærri og lengri tíma kvikmynda- og sjónvarpsverkefni Því sé mikið hagsmunamál fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað að lögin verði endurskoðuð með tilliti til þeirrar samkeppni. Í frumvarpinu er lagt til að afmörkuð stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, eigi rétt á 35% endurgreiðslu af framleiðslukostnaði. „Þannig að hér er verið að stækka hugverkaiðnaðinn og það eru gjaldeyristekjur sem koma úr þessu. Þetta er mjög jákvætt,“ segir Lilja. Hún var í skýjunum að loknum ríkisstjórnarfundi. Hún telur málið svo til óumdeilt. „Ég myndi segja það. Það er verið að búa til störf í þessum skapandi greinum. Það hefur hingað til verið nokkuð jákvætt.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, setti drög að frumvarpinu í Samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Fram kom á Mbl í morgun að Lilja hefði á dögunum setið fund með fulltrúum framleiðendanna HBO og Amazon sem Íslandsstofa skipulagði. „Það vill þannig til að það eru mjög stórir erlendir aðilar sem hafa áhuga á því að koma hingað inn með verkefni sem eru upp á marga milljarða,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hlutfall endurgreiðslu af framleiðslukostnaði sem til fellur hér á landi er samkvæmt gildandi lögum 25 prósent. Fram kom á vef Stjórnarráðsins í vikunni að víða í nágrannalöndum Íslands sé hlutfallið komið í 35 prósent. Það séu þau lönd sem Ísland eigi í mestri samkeppni við í að laða til sín stærri og lengri tíma kvikmynda- og sjónvarpsverkefni Því sé mikið hagsmunamál fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað að lögin verði endurskoðuð með tilliti til þeirrar samkeppni. Í frumvarpinu er lagt til að afmörkuð stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, eigi rétt á 35% endurgreiðslu af framleiðslukostnaði. „Þannig að hér er verið að stækka hugverkaiðnaðinn og það eru gjaldeyristekjur sem koma úr þessu. Þetta er mjög jákvætt,“ segir Lilja. Hún var í skýjunum að loknum ríkisstjórnarfundi. Hún telur málið svo til óumdeilt. „Ég myndi segja það. Það er verið að búa til störf í þessum skapandi greinum. Það hefur hingað til verið nokkuð jákvætt.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira