Bíó og sjónvarp

Aldrei of seint að hafa lagið í Berdreymi

Elísabet Hanna skrifar
Þórunni fannst skemmtilegt að heyra lagið Too Late í myndinni Berdreymi.
Þórunni fannst skemmtilegt að heyra lagið Too Late í myndinni Berdreymi. Vísir/Vilhelm - Aðsend

Nýtt sýnishorn úr kvikmyndinni Berdreymi inniheldur lag Þórunnar Antoníu Too Late. Lagið kom út fyrir tíu árum en það hefur rokið upp í spilunum eftir að myndin kom út. Hún tengir lagið við vináttu strákanna í myndinni og skilaboðin um að það sé aldrei of seint fyrir ástina.

Þórunn segir það hafa verið ótrúlega skemmtilegt að heyra lagið Too Late, sem er lag eftir hana sjálfa, Berndsen og Hermigervil  af plötunni Starcrossed í myndinni Berdreymi og nú í nýrri stiklu fyrir myndina en tíu ár eru liðin síðan það kom út.

„Ég ætla ekki að segja of mikið frá atriðinu en myndin tók mig algjörlega til baka í mína æsku, minn hugarheim þegar ég var unglingur. Ég komst svona í kast við hérna lögin og foreldra mína og allskonar þegar ég var krakki og var svolítið að strjúka af heiman og var send á unglingaheimili og alls konar,“ segir Þórunn Antonía.

Klippa: Berdreymi - sýnishorn 2

Margt sem liggur að baki

„Maður hefur lært svo mikið í gegnum tíðina að það er svo oft að lítil börn sem haga sér þannig eru að kalla á hjálp afþví það er ekki allt í lagi heima við eða þau hafa lent í einhverskonar trauma þannig að hegðun unglinga er oft, já, mjög áhugaverð,“ bætir hún við.

Þetta er bara svo geggjaður tími. Að hafa allar þessar stóru tilfinningar og kunna ekkert á þær.

Ég var ótrúlega stolt að sjá lagið mitt í myndinni og sérstaklega í þessari senu af því að lagið snýst um að það er aldrei of seint fyrir ástina.“

Afi innblásturinn að textanum

Þórunn segir afa sinn hafa verið kveikjan að textanum en eftir að hann missti konuna sína, ömmu Þórunnar, leið nokkur tími þar sem hann syrgdi mikið. Einn daginn hringdi þó síminn og þá var það æskuástin á hinum endanum og þau náðu aftur saman. Það opnaði augu Þórunnar fyrir því að ástin hefur ekkert aldurstakmark. 

Unglingaástin er líka alltaf sterkust og mögnuðust sko, því þá eru þessar tilfinningar svo ófilteraðar

Þórunn tengdi mikið við myndina í heild sinni og þá sérstaklega karakter Anítu Briem og hennar uppeldisleiðir. 

Hér að neðan er hægt að nálgast lagalista myndarinnar Berdreymi í heild sinni:


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.