Tindastóll

Fréttamynd

Vlad spurður út í dóminn sem féll nokkrum klukkutímum fyrir leik: Ég hef enga skoðun á því

„Ég er enn sár eftir þennan leik en við fórum illa með okkur sjálfa. Við gerðum mikið af heimskulegum hlutum. Svona er þessi leikur. Mínir menn börðust og ég er ánægður með það en ef við viljum eitthvað meira þá verðum við að vera gáfaðari í okkar nálgun,“ sagði Vlad Anzulović þjálfari Tindastóls eftir tap gegn Haukum í Subway-deildinni í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til

Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka.

Körfubolti
Fréttamynd

Tindastóll á sigurbraut á ný

Tindastóll lagði Stjörnuna að velli í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld en leikið var á Sauðárkróki. Lokatölur 98-89 og Tindastóll því kominn á sigurbraut á ný eftir tvö töp í deildinni í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ

Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku.

Körfubolti
Fréttamynd

„Virðist ekkert vera sér­stakur skot­maður“

Frammistaða Antonio Keyshawn Woods í tapi Tindastóls á Egilsstöðum í Subway deild karla í körfubolta á dögunum var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Teitur Örlygsson telur leikmanninn einfaldlega ekki vera það góðan skotmann.

Körfubolti
Fréttamynd

„Vona að körfu­bolta­sam­fé­lagið sé ein­huga um að svona fá­rán­leiki fái ekki að ráða för“

Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að félagið viðurkenni brot á reglu um fjölda erlendra leikmanna, í bikarsigrinum gegn Haukum í síðustu viku Strax hafi þó verið reynt að leiðrétta mistökin, og það gert án þess að ein sekúnda liði af leikklukku, og hann voni að aganefnd KKÍ komist ekki að þeirri niðurstöðu að dæma beri Haukum 20-0 sigur.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 91-68 | Njarðvík vann öruggan sigur gegn löskuðum Stólum

Njarðvík vann afar sannfærandi sigur þegar liðið mætti Tindastóli í þriðju umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni suður með sjó í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 91-68 heimamönnum í vil en jafnræði var með liðunum fram í miðbik annars leihkluta. Þá dró í sundur með liðunum og niðurstaðan öruggur sigur Njarðvíkurliðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 82-80 | Keflavík kláraði Tindastól í háspennuleik

Keflavík og Tindastóll mættust í Blue höllinni í kvöld í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Fyrirfram mátti búast við hörkuleik en þetta eru liðin sem flestir spekingar hafa spáð efstu tveimur sætum deildarinnar. Það var gríðarlega vel mætt á þennan fyrsta leik haustsins og áhorfendur fengu mikið fyrir peninginn. Það var hart tekist á í jöfnum leik en að lokum náðu Keflvíkingar að kreista fram sigurinn í leik sem var jafn og spennandi fram á síðustu sekúndur. Lokatölur 82-80

Körfubolti