Nú þurfa Stólarnir að passa skiptingarnar: Klúður í fyrravetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 14:00 Keyshawn Woods er búinn að vinna einn Íslandsmeistaratitil á Íslandi og stefnir nú á að bæta öðrum við. Fyrst þarf liðið hins vegar að komast í úrslitkeppnina. Vísir/Bára Tindastóll tilkynnti í gær um samning við Keyshawn Woods og er besti leikmaður úrslitaeinvígisins í fyrra því kominn aftur í Tindastólsbúninginn fyrir lokaátökin í vetur. Woods spilaði fyrr í vetur í Tyrklandi en um áramótin fréttist af því að hann væri að leita sér að nýju liði. Strax komu upp vangaveltur um hvort hann myndi snúa aftur á Krókinn en málið var flókið því Tindastóll var nýbúið að semja við annan bandarískan leikmann, Jacob Calloway. Tindastólsliðið hefur nú tapað fjórum deildarleikjum í röð og er ekki meðal þeirra átta efstu sem komast í úrslitakeppnina. Það kallaði á aðgerðir og forráðamenn félagsins ákváðu að leita til leikmanns sem þeir höfðu mjög góða reynslu af. „I´am back,“ var haft eftir Woods í fréttatilkynningu Körfuknattleiksdeild Tindastóls á miðlum hennar í gær eða „ég er mættur aftur“ ef við færum það yfir á íslensku. Stuðningsfólk Stólanna, sem upplifði sögulegt vor í fyrra með Woods í aðalhlutverki, fagnar örugglega þessum fréttum enda virðist vanta leikmann í liðið til að klára leikina. Woods kláraði heldur betur oddaleikinn um titilinn en hann skoraði 12 af 33 stigum sínum í lokaleikhlutanum og setti niður þrjú víti í röð til að vinna leikinn. Þessar fréttir þýða aftur á móti að Tindastóll er nú með tvo bandaríska leikmenn í sínu liði og samkvæmt reglum Subway deildarinnar þá má bara annar þeirra vera inn á vellinum í einu. Í fyrra voru reglurnar þannig að aðeins þrír erlendir leikmenn máttu vera inn á vellinum í einu. Tindastólsliðið lenti ítrekað í vandræðum með þetta þegar Vladimir Anzulovic var þjálfari liðsins. Stólarnir duttu þannig út í bikarkeppninni eftir að hafa verið með of marga erlenda leikmenn inn á vellinum. Það uppgötvaðist ekki fyrr en of seint þótt að ekki hafi liðið sekúnda á klukkunni. Haukar skoruðu hins vegar úr tveimur vítaskotum áður en Tindastóll tók leikhlé. Það var nóg til að þeir höfðu brotið reglurnar sem kostaði liðið bikarmeistaratitilinn. Tindastóll vann vissulega bikarleikinn á móti Haukum en töpuðu kærumálinu og duttu því úr keppni. Stuttu síðar voru þeir nálægt því að tapa deildarleik 20-0 á móti Grindavík eftir að hafa gert sömu mistök. Þá voru komnir fjórir erlendir leikmenn inn á völlinn á sama tíma. Anzulovic náði aftur á móti að taka leikhlé áður en boltinn fór í leik. „Þetta er svo klaufalegt að þetta daðrar við að vera lúðalegt. Þeir ættu að setja á körfuboltaspjaldið hjá honum Vlad þjálfara: Íslenska fánann og einhvern fána sem segir honum hverjir eru útlendingar. Það þarf að setja þar einhverjar skotheldar myndir fyrir hann,“ sagði Sævar Sævarsson um málið í Körfuboltakvöldi. Stólarnir lærðu af þessu og lentu ekki í vandamálum eftir að Pavel Ermolinskij tók við. Nú þurfa þeir aftur að passa sig á skiptingunum því Keyshawn Woods og Jacob Calloway mega ekki vera inn á vellinum á sama tíma. Stólarnir voru aftur á móti að bæta við öflugum leikmanni sem hefur sýnt að hann er klár í slaginn þegar mest á reynir og mest er undir. Nú þarf hann að taka til hendinni ásamt nýju (og gömlu) liðsfélögum sínum ætli Stólarnir að fá að keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Woods spilaði fyrr í vetur í Tyrklandi en um áramótin fréttist af því að hann væri að leita sér að nýju liði. Strax komu upp vangaveltur um hvort hann myndi snúa aftur á Krókinn en málið var flókið því Tindastóll var nýbúið að semja við annan bandarískan leikmann, Jacob Calloway. Tindastólsliðið hefur nú tapað fjórum deildarleikjum í röð og er ekki meðal þeirra átta efstu sem komast í úrslitakeppnina. Það kallaði á aðgerðir og forráðamenn félagsins ákváðu að leita til leikmanns sem þeir höfðu mjög góða reynslu af. „I´am back,“ var haft eftir Woods í fréttatilkynningu Körfuknattleiksdeild Tindastóls á miðlum hennar í gær eða „ég er mættur aftur“ ef við færum það yfir á íslensku. Stuðningsfólk Stólanna, sem upplifði sögulegt vor í fyrra með Woods í aðalhlutverki, fagnar örugglega þessum fréttum enda virðist vanta leikmann í liðið til að klára leikina. Woods kláraði heldur betur oddaleikinn um titilinn en hann skoraði 12 af 33 stigum sínum í lokaleikhlutanum og setti niður þrjú víti í röð til að vinna leikinn. Þessar fréttir þýða aftur á móti að Tindastóll er nú með tvo bandaríska leikmenn í sínu liði og samkvæmt reglum Subway deildarinnar þá má bara annar þeirra vera inn á vellinum í einu. Í fyrra voru reglurnar þannig að aðeins þrír erlendir leikmenn máttu vera inn á vellinum í einu. Tindastólsliðið lenti ítrekað í vandræðum með þetta þegar Vladimir Anzulovic var þjálfari liðsins. Stólarnir duttu þannig út í bikarkeppninni eftir að hafa verið með of marga erlenda leikmenn inn á vellinum. Það uppgötvaðist ekki fyrr en of seint þótt að ekki hafi liðið sekúnda á klukkunni. Haukar skoruðu hins vegar úr tveimur vítaskotum áður en Tindastóll tók leikhlé. Það var nóg til að þeir höfðu brotið reglurnar sem kostaði liðið bikarmeistaratitilinn. Tindastóll vann vissulega bikarleikinn á móti Haukum en töpuðu kærumálinu og duttu því úr keppni. Stuttu síðar voru þeir nálægt því að tapa deildarleik 20-0 á móti Grindavík eftir að hafa gert sömu mistök. Þá voru komnir fjórir erlendir leikmenn inn á völlinn á sama tíma. Anzulovic náði aftur á móti að taka leikhlé áður en boltinn fór í leik. „Þetta er svo klaufalegt að þetta daðrar við að vera lúðalegt. Þeir ættu að setja á körfuboltaspjaldið hjá honum Vlad þjálfara: Íslenska fánann og einhvern fána sem segir honum hverjir eru útlendingar. Það þarf að setja þar einhverjar skotheldar myndir fyrir hann,“ sagði Sævar Sævarsson um málið í Körfuboltakvöldi. Stólarnir lærðu af þessu og lentu ekki í vandamálum eftir að Pavel Ermolinskij tók við. Nú þurfa þeir aftur að passa sig á skiptingunum því Keyshawn Woods og Jacob Calloway mega ekki vera inn á vellinum á sama tíma. Stólarnir voru aftur á móti að bæta við öflugum leikmanni sem hefur sýnt að hann er klár í slaginn þegar mest á reynir og mest er undir. Nú þarf hann að taka til hendinni ásamt nýju (og gömlu) liðsfélögum sínum ætli Stólarnir að fá að keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vor.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira