Víkingur Reykjavík

Fréttamynd

Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit

Sölvi Geir Ottesen hefur skilning á ákvörðun Jóns Guðna Fjólusonar að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Jón Guðni er annar miðvörður Víkinga sem hættir iðkun knattspyrnu á skömmum tíma en þrátt fyrir það eru Víkingar vel mannaðir í öftustu línu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fé­lögin spá Víkingum titlinum

Víkingar munu hrifsa til sín Íslandsmeistaratitilinn að nýju í haust en Vestramenn og nýliðar ÍBV falla, ef árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna í Bestu deild karla gengur eftir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Víkingar rúlluðu KR-ingum upp

Víkingar unnu öruggan 5-1 sigur á KR í kvöld í úrslitaleik Bose mótsins en leiknum var frestað um langa hríð vegna Evrópuleikja Víkings.

Fótbolti
Fréttamynd

Í skýjunum með að hreppa Þór­dísi Hrönn

Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er gengin í raðir Víkings sem þar með verður sjöunda íslenska félagið sem hún spilar fyrir. Víkingar eru í skýjunum enda Þórdís reynslumikill og öflugur leikmaður sem unnið hefur titla með þremur þessara liða.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sveinn Margeir mögu­lega ekkert með Víkingum í sumar

Sveinn Margeir Hauksson samdi við Víking eftir að síðasta tímabili í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það var strax ljóst að hann yrði ef til vill ekki með liðinu allt sumarið verandi í háskólanámi í Bandaríkjunum en nú stefnir í að hann missi af öllu sumrinu vegna meiðsla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Víkingar skipta um gír

Sölvi Geir Ottesen gengur stoltur frá fyrsta verkefni sínu sem þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta. Evrópudraumurinn er nú úti og leikmenn liðsins skipta um gír. Þeir snúa sér að undirbúningi fyrir komandi Íslandsmót.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gylfi orðinn Víkingur

Landsliðsmaðurinn í fótbolta, Gylfi Þór Sigurðsson, var kynntur sem nýr leikmaður Víkings á blaðamannafundi í Víkinni í dag. Hann gerði tveggja ára samning við Fossvogsfélagið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Vafa­samir dómar sem féllu gegn okkur í þessu ein­vígi“

„Þetta var gríðarlega svekkjandi tap og okkur líður ekki vel með þetta. Okkur fannst við hafa spilað frábæran leik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen eftir tap í einvígi Víkings gegn Panathinaikos. Hann var gríðarlega stoltur af frammistöðu sinna manna en svekktur með ákvarðanir dómara í einvíginu.

Fótbolti