Íslenski boltinn

Fær­eysk landsliðskona til liðs við ÍBV

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fridrikka Maria Clementsen verður væntanlega í stóru hlutverki í sóknarleik ÍBV næsta sumar.
Fridrikka Maria Clementsen verður væntanlega í stóru hlutverki í sóknarleik ÍBV næsta sumar. ÍBV Knattspyrna

Nýliðar ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta hafa styrkt liðið fyrir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild frá 2023.

Fridrikka Maria Clementsen hefur skrifað undir samning við ÍBV en hún kemur til liðsins frá HB Tórshavn.

Fridrikka var með ellefu mörk og tíu stoðsendingar í 21 leik á síðasta tímabili en er tilbúin fyrir næsta skref.

Hún náði tvisvar að gefa þrjár stoðsendingar í einum og sama leiknum, gerði það í tveimur 6-0 sigrum í röð.

„Við erum virkilega spennt að bjóða Fridrikku velkomna til Eyja. Hún er 22 ára færeysk landsliðskona sem kemur með dýrmæta reynslu inn í okkar hóp. Koma hennar er mikilvægur liður í því að við getum mætt þeim bestu af fullum krafti á þessu tímabili,“ segir í frétt á miðlum ÍBV.

„Ég er ánægð með að hafa samið við ÍBV. Ég hlakka til að byrja að æfa með liðinu og hefja undirbúning fyrir komandi tímabil,“ sagði Fridrikka María í viðtali í frétt á miðlum ÍBV.

HB Tórshavn endaði í þriðja sæti í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×