Handbolti

Eyjakonur lifðu af stór­leik Ethel Gyðu í Eyjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ethel Gyða Bjarnasen var rosaleg í markinu í kvöld en það dugði ekki til.
Ethel Gyða Bjarnasen var rosaleg í markinu í kvöld en það dugði ekki til. Vísir/Ernir

ÍBV vann eins marks sigur á Fram í hörkuleik í fimmtándu umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í Vestmannaeyjum í kvöld.

Eyjakonur töpuðu toppslagnum á móti Val á dögunum en lönduðu mikilvægum heimasigri í kvöld.

ÍBV vann leikinn 32-21 eftir að hafa verið 20-18 yfir í hálfleik.

Þær lentu í miklum vandræðum með markvörð Framliðsins en Ethel Gyða Bjarnasen fór á kostum í marki Fram í leiknum.

Birna Berg Haraldsdóttir átti stórleik, skoraði tíu mörk og gaf fimm stoðsendingar.

Sandra Erlingsdóttir var með fimm mörk og átta stoðsendingar og Ásdís Halla Hjarðar skoraði fjögur mörk.

Valgerður Arnalds skoraði sjö mörk fyrir Fram en besti maður vallarins var öðrum fremur Ethel Gyða Bjarnasen sem átti algjöran stórleik í markinu, hún varði 22 skot, þar af þrjú vítaskot.

ÍBV náði Val að stigum en Valskonur eiga leik inni seinna í kvöld. Fram er í fjórða sætinu, níu stigum á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×