Keflavík ÍF

Við áttum sigurinn fyllilega skilið fannst mér
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður í leikslok og stoltur af sínu liði sem fór með þrjú mikilvæg stig úr Breiðholtinu eftir sigur á Leikni Reykjavík.

Umfjöllun: Leiknir - Keflavík 0-1 | Mikilvægur sigur Keflvíkinga í fallbaráttuslag
Keflvíkingar unnu mikilvægan 0-1 sigur þegar að liðið heimsótti Leikni í næstsíðustu umferð Pepsi Max deildar karla.

Búið að draga í undanúrslitin: Bikarmeistararnir fara á Ísafjörð og Keflavík á Skagann
Nú rétt í þessu var dregið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. Vestri - eina liðið úr Lengjudeildinni sem er í undanúrslitum - fær bikarmeistara Víkings í heimsókn á meðan Keflavík mætir ÍA á Akranesi.

Umfjöllun og viðtal: HK - Keflavík 3-5 | Markasúpa í Kórnum er Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum
Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta með ótrúlegum 5-3 sigri á HK inn í Kór í kvöld. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Umfjöllun: Þór/KA - Keflavík 0-0 | Gestirnir áfram í efstu deild að ári
Þór/KA og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á Akureyri í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Keflavík þurfti stig til að tryggja veru sína í efstu deild og það tókst.

Umfjöllun og viðtöl: KR upp í þriðja sæti með sigri á Keflavík
KR komst upp í þriðja sæti Pepsi Max deildar karla í dag eftir 0-2 sigur á Keflavík og er því aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem spilar við Val í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 1-1 | Keflavík náði mikilvægu stigi gegn Íslandsmeisturunum
Keflavík gerði 1-1 jafntefli við nýkrýnda Íslandsmeistara Vals í 17. og næst síðustu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta. Keflavík er ekki tölfræðilega öruggt frá falli þrátt fyrir úrslitin en þær eru þó með pálman í höndunum.

Lecce vill fá Davíð Snæ frá Keflavík
Ítalska B-deildarliðið Lecce heldur áfram að sækjast í íslenska knattspyrnumenn en nú síðast var Davíð Snær Jóhannsson orðaður við félagið.

Sjáðu hvernig Eyjakonur kváðu falldrauginn í kútinn og öll hin mörkin
ÍBV og Keflavík unnu afar mikilvæga sigra í botnbaráttu Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í gær. Staða Tindastóls er hins vegar orðin afar erfið.

Fóru yfir stjörnuna í liði Keflavíkur og hvaða hlutverki hún gegnir taktísktlega séð
Upplegg Keflavíkur var til umræðu í Pepsi Max Mörkunum að loknum 1-0 útisigri liðsins á Sauðárkróki þar sem liðið mætti Tindastól í sannkölluðum fallbaráttuslag.

Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 0-1| Aerial Chavarin hetja Keflavíkur
Keflavíkurstúlkur hafa verið að spila vel í undanförnum leikjum. Þær hafa nú safnað sjö stigum í síðustu þremur leikjum.Aerial Chavarin gerði eina mark leiksins og reyndist hetja Keflavíkur þegar liðið vann 0-1 sigur á botnliði Tindastóls sem var fyrir leik aðeins tveimur stigum frá Keflavík.

Umfjöllun: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti
HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík – Breiðablik 1-1 | Blikastúlkur björguðu stigi
Keflavík gerði 1-1 jafntefli á móti Blikum á HS Orku vellinum í kvöld. Keflavík hékk fyrir ofan fallsæti fyrir leik á markatölunni einni, þurfti nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær og eru því Blikar að setja einbeitingu sína á Meistaradeildina, en þær halda til Króatíu 1. september og spila þar við Osijek í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Gunnar Magnús Jónsson: Við missum einn dag í hvíld
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var afar svekktur með að hafa misst leikinn niður í 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld. Hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar, en Selma Sól virtist vera rangstæð þegar hún skoraði jöfnunarmarkið.

Sigurður Ragnar: Þessir strákar leystu hlutverkin sín með miklum sóma
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar þjálfara Keflavíkur, var ánægður eftir markalausa jafnteflið við FH í Kaplakrika í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Keflavík 0-0 | Bútasaumsvörn Keflvíkinga hélt í Krikanum
FH og Keflavík gerðu markalaust jafntefli í Kaplakrika í frestuðum leik í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna á fimm dögum en FH-ingar rúlluðu yfir Keflvíkinga suður með sjó á laugardaginn, 0-5.

Stoltur og „ligeglad“ Ísak Óli spenntur fyrir framhaldinu þrátt fyrir undarlegar fyrstu vikur hjá Esbjerg
Ísak Óli Ólafsson, miðvörður danska knattspyrnuliðsins Esbjerg, hefur staðið í ströngu í ár. Hann hóf það í frystinum hjá SønderjyskE, fór á EM U-21 árs landsliða, lék sinn fyrsta A-landsleik, spilaði með uppeldisfélaginu Keflavík, fór til Esbjerg og nokkrum vikum síðar sagði þjálfarinn upp sem sótti hann til félagsins.

Sjáðu glæsimark Gísla og þrennu Jónatans Inga í Keflavík
Tveir leikir voru á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær þar sem þónokkur lagleg mörk litu dagsins ljós. Gísli Eyjólfsson skoraði meðal annars glæsimark í 2-0 sigri Breiðabliks á KA.

Fyrirliði Keflavíkur leggur skóna á hilluna
Erna Hákonardóttir, fyrirliði Keflavíkur í körfubolta, hefur lagt skóna á hilluna. Þessa ákvörðun tók hún þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára gömul.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum
FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum.

Fékk bara gult spjald þrátt fyrir að slá til andstæðings í Pepsi Max deild kvenna
Eyjakonan Liana Hinds hafði heldur betur heppnina með sér í gær þegar hún fékk að klára leik ÍBV og Keflavíkur í fjórtándu umferð Pepsi Max deildar kvenna í gær.

Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu
Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld.

Sjáðu keimlík mörk Sigurðar Egils, sigurskalla Qvist og markaveislu FH-inga
Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær og voru skoruð í þeim ellefu mörk. Nú er hægt að sjá öll þessi mörk á Vísi.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 2-1 | Valsmenn gerðu nóg til að ná í stigin þrjú
Valsmenn unnu Keflvíkinga 2-1 fyrr í kvöld í bráðfjörugum leik þar sem tvö mörk dugðu þeim en hefðu getað verið mikið fleiri. Gestirnir náðu að stríða Valsmönnum en ekki nóg til að fá eitthvað út úr þessum leik.

Gætu leikir gegn Keflavík verið það sem skilur að á toppi töflunnar þegar tímabilinu lýkur?
Nýliðar Keflavíkur mæta Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Gestirnir lögðu Breiðablik nýverið en geta í kvöld gert Blikum greiða með því að stela stigum af meisturunum.

Dregið í átta liða úrslitin í Mjólkurbikarmörkunum í beinni í kvöld
Það verða ekki bara sýnt öll mörkin í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum í kvöld heldur kemur framhaldið í keppninni einnig í ljós.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KA 3-1 | Tvö mörk frá Gibbs er Keflavík fór áfram
Keflavík er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á KA á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld. Keflavík hefur nú slegið út tvö lið í efri hluta Pepsi Max-deildarinnar í keppninni.

Ástbjörn um Hallgrím Mar: „Mig langaði að fá að halda honum niðri“
Keflavík er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur á KA í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Ástbjörn Þórðarson var meðal bestu leikmanna í Keflavík í kvöld

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-1 | Sæst á jafnan hlut í Keflavík
Fylkir og Keflavík skildu jöfn í 16.umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-2 | Fylkiskonur upp úr fallsæti eftir fyrsta sigurinn í tæpa tvo mánuði
Fylkir vann 2-1 sigur á Keflavík í 13. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Liðin voru jöfn á botni deildarinnar fyrir leikinn en sigurinn skýtur Fylki upp úr fallsæti.