Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 110-106: Keflvíkingar kláruðu KR í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2022 23:21 Hörður Axel Vilhjálmsson stýrir sóknarleik Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Keflavík og KR hafa spilað marga jafna og spennandi leiki á síðustu árum og leikurinn í kvöld bætist í þann hóp. Keflvíkingar hittu illa en tókst að landa dýrmætum sigri á móti sjóðandi heitum þriggja stiga skyttum KR-inga. Keflavík vann leikinn 110-106 eftir framlengingu en staðan var 97-97 eftir venjulegan leiktíma. Með sigrinum komast Keflvíkingar upp að hlið Njarðvíkinga í töflunni og létta aðeins af pressunni af liðinu eftir ósannfarandi spilamennsku að undanförnu. Það er stutt í úrslitakeppnina og þessi leikur í kvöld var forsmekkurinn af henni. Æsispennandi leikur þar sem viljinn og baráttan var oft meira í sviðsljósinu heldur en leikandi sóknarleikur. Keflvíkingar taka vissulega stigið en það er mikið sem þarf að laga hjá liðinu ætli Keflavík að berjast um titilinn í vor. KR-ingar gerðu vel að halda sér inn í leiknum þegar á móti blés en vantaði menn til að klára leikinn undir lokin. Það munaði miklu um að geta ekki leitað til leikstjórnandans Adama Darboe sem var kominn með fimm villur. Keflavík var með frumkvæðið fram eftir leik og um tíma með tíu stiga forystu. KR-ingar voru hins vegar ekkert á því að gefa sig og komu sér aftur inn í leikinn þegar sumir voru kannski að bíða eftir að heimamenn myndu stinga þá af. KR-ingar buðu síðan upp á þriggja stiga skotsýningu með Brynjar Þór Björnsson í fararbroddi og á meðan hikstaði sóknarleikur Keflvíkinga. Keflavíkurliðið fór langt á grimmdinni og viljanum en skotnýtingin og sóknarleikurinn var lengstum ekki sannfærandi. KR-ingar voru komnir yfir um tíma en það þurfti þá þriggja stiga körfu af löngu færi frá Carl Lindbom til að tryggja KR-liðið framlenginguna. KR skoraði fimm fyrstu stig framlengingarinnar en það dugði ekki til. Keflavík lét ekki slá sig út af laginu og tókst að ná frumkvæðinu á ný. Það var síðan Jaka Brodnik sem skoraði stigin í lokin sem skildu á milli liðanna. Fyrst skoraði hann góða körfu í teignum og setti síðan niður tvö víti eftir að hafa stolið boltanum. KR fékk þá tækifæri til að jafna leikinn eða tryggja sér sigurinn með þristi en náðu ekki skoti. Miðað við hittni liðins fyrir utan þriggja stiga línuna þá var alveg hægt að ímynda sér hvar þar skot myndi enda. KR skoraði fimmtán þrista og nýti 57% þriggja stiga skota sinna í leiknum en KR-ingar náðu ekki skoti á úrslitastund í lok leiksins. Keflvíkinga náðu stoppinu þegar á reyndi og tryggðu sér endanlega sigurinn á vítalínunni. Keflavík-KR 110-106 (23-15, 26-26, 22-31, 26-25, 13-9) Keflavík: Darius Tarvydas 27/9 fráköst/5 stoðsendingar, Dominykas Milka 24/13 fráköst/6 stoðsendingar, Mustapha Jahhad Heron 20, Jaka Brodnik 19/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 11, Valur Orri Valsson 6, Hörður Axel Vilhjálmsson 3/7 stoðsendingar.KR: Þorvaldur Orri Árnason 23/6 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 21, Isaiah Joseph Manderson 18/4 fráköst, Adama Kasper Darbo 17/11 stoðsendingar, Carl Allan Lindbom 12/8 fráköst, Dani Koljanin 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Veigar Áki Hlynsson 6.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar þurftu að kafa djúpt eftir þessum sigri. Sóknarleikur liðsins var stirður og hittnin var ekki góð. Liðið fann hins vegar leið til að vinna með því að vera grimmari eins og í baráttunni um sóknarfráköstin og í sóknunum sem réðu úrslitum í lokin. KR-liðið þarf meiri hjálp í baráttunni inn í teig frá atvinnumönnum sínum og það er í raun afrek að ná að halda sér inn í leik þar sem þú tekur næstum því tuttugu færri skot. Hverjir stóðu upp úr? Darius Tarvydas verður betri með hverjum leiknum og var með 27 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í kvöld. Jaka Brodnik skoraði 6 af 19 stigum sínum í framlengingunni og Dominykas Milka var mjög öflugur framan af leik. Halldór Garðar Hermannsson var öflugastur af íslensku leikmönnunum. Hinn ungi Þorvaldur Orri Árnason var frábær fyrir KR í leiknum í kvöld og Brynjar Þór Björnsson kom öflugur í endurkomunni með fimm þrista. Adama Darbo var með 17 stig og 11 stoðsendingar og stjórnaði sóknarleik KR vel þar til að hann fékk sína fimmtu villu. Bandaríski miðherjinn Isaiah Manderson skoraði 18 stig á 21 mínútu en leit oft illa út í vörninni. Hvað gekk illa? Keflavíkurliðið spilaði ekki vel í þessum leik og það vantar allan heildarbrag á sóknarleik liðsins eitthvað sem hefur verið í sérflokki hjá liðinu undanfarin ár. Þar munar miklu að leiðtoginn er ekki að finna sig. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður þrist í byrjun leiks en tók síðan bara fjögur skot það sem eftir lifði leiks og ekkert þeirra fór ofan í körfuna. Mustapha Heron skoraði 20 stig en fékk á sig fimm villur og var oft í litlum takt við leik liðsins. Það þarf að lagast sem fyrst ætli liðið sér að gera eitthvað. KR-ingar gerðu vel í að halda sér inn í leiknum en fóru illa með góðan möguleika að klára leikinn í lokinn. Lykilatriði var þí að leyfa Keflvíkingum að taka 18 sóknarfráköst og skora í framhaldinu 20 stig eftir þau. Hvað gerist næst? Keflvíkingar eru á leiðinni í undanúrslit bikarsins þar sem titill er í boði. Liðið er hins vegar í ágætum málum í baráttunni um að ná heimavallarrétti í úrslitakeppnina eftir þennan sigur. KR er dottið niður í níunda sætið eftir sigur Blika í kvöld. KR-ingar gætu grátið þetta tap í lokin því fram undan eru margir erfiðir leikir á móti betri liðum deildarinnar. Næst á dagskrá hjá KR er leikur í Njarðvík á mánudagskvöldið. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hjalti: Við erum með flotta leikmenn og þurfum að gera þetta svolítið saman „Við erum að hitta hrikalega illa en ég var hrikalega ánægður með orkuna, baráttuna og dugnaðinn. Þetta er eitthvað sem vantaði í síðasta leik og hefur vantað svolítið hjá okkur. Að við séum bara aktífir og duglegir,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. „Þeir voru að fá einhver opin skot þegar við vorum aðeins að gleyma okkur en orkan var til staðar og það var það sem ég var ánægður með,“ sagði Hjalti. „Við þurfum að skjóta betur því við erum með 23 prósent þriggja stiga nýtingu á móti 60 prósent frá þeim. Þannig halda þeir sér inn í þessum leik. KR-ingar voru mjög flottir engu að síður,“ sagði Hjalti. Hann var mikið að reyna það að taka Dominykas Milka út af í varnarleiknum en KR-ingar nýttu sér það oft að fara á hann. „Við erum að sjá hvað við getum gert. Við vorum að skipta á Darboe og það var ekki hugsanlega ekki ráðið í dag. Við ákváðum að láta aðeins reyna á það en það var ekki málið,“ sagði Hjalti. Sóknarleikurinn var oft stirður í þessum leik. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að læra. Við ætlum allir að sigra þetta og við erum að hanga svolítið á boltanum í staðinn fyrir að láta boltann vinna. Við erum með flotta leikmenn og þurfum að gera þetta svolítið saman. Það vantaði aðeins að vinna þetta sem lið,“ sagði Hjalti. Hörður Axel fann sig ekki í þessum leik og reyndi varla að skjóta á körfuna. „Hann þarf ekki endilega að skora hjá okkur. Hann stýrir þessu eins og hann gerir í dag. Við erum með fullt af vopnum og við erum að reyna að koma öllum inn í þetta. Kannski er hann meira að hugsa um liðið en sjálfan sig,“ sagði Hjalti. Helgi Már MagnússonVísir/Bára Helgi Már: Þetta er búin að vera sagan okkar í vetur „Við vorum mjög klauflegir með boltann og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við bárum ekki alveg virðingu fyrir sóknunum. Við náðum með klafsi og ágætis leik að halda okkur inn í leiknum og ná svo spretti til að komast yfir, “ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. „Það var svekkjandi að ná ekki að klára þetta. Þetta er búin að vera sagan okkar í vetur því við höfum ekki klárað jafna leiki,“ sagði Helgi Már. „Strákarnir voru mjög flottir en Keflavíkurliðið hitti úr stórum skotum. Ég þarf að horfa á þetta aftur en Darius á ekki að fá galopinn þrist og Valur á ekki að fá galopinn þrist til að jafna. Við þurfum að skoða það,“ sagði Helgi Már. „Ég skal taka framkvæmdina á lokasókninni á mig. Ég var að teikna upp kerfi sem við höfum ekkert farið sérstaklega vel yfir. Líka með nýjan mann og slíkt. Þessar lokasóknir gengu ekki alveg hjá okkur,“ sagði Helgi Már. Subway-deild karla KR Keflavík ÍF
Keflavík og KR hafa spilað marga jafna og spennandi leiki á síðustu árum og leikurinn í kvöld bætist í þann hóp. Keflvíkingar hittu illa en tókst að landa dýrmætum sigri á móti sjóðandi heitum þriggja stiga skyttum KR-inga. Keflavík vann leikinn 110-106 eftir framlengingu en staðan var 97-97 eftir venjulegan leiktíma. Með sigrinum komast Keflvíkingar upp að hlið Njarðvíkinga í töflunni og létta aðeins af pressunni af liðinu eftir ósannfarandi spilamennsku að undanförnu. Það er stutt í úrslitakeppnina og þessi leikur í kvöld var forsmekkurinn af henni. Æsispennandi leikur þar sem viljinn og baráttan var oft meira í sviðsljósinu heldur en leikandi sóknarleikur. Keflvíkingar taka vissulega stigið en það er mikið sem þarf að laga hjá liðinu ætli Keflavík að berjast um titilinn í vor. KR-ingar gerðu vel að halda sér inn í leiknum þegar á móti blés en vantaði menn til að klára leikinn undir lokin. Það munaði miklu um að geta ekki leitað til leikstjórnandans Adama Darboe sem var kominn með fimm villur. Keflavík var með frumkvæðið fram eftir leik og um tíma með tíu stiga forystu. KR-ingar voru hins vegar ekkert á því að gefa sig og komu sér aftur inn í leikinn þegar sumir voru kannski að bíða eftir að heimamenn myndu stinga þá af. KR-ingar buðu síðan upp á þriggja stiga skotsýningu með Brynjar Þór Björnsson í fararbroddi og á meðan hikstaði sóknarleikur Keflvíkinga. Keflavíkurliðið fór langt á grimmdinni og viljanum en skotnýtingin og sóknarleikurinn var lengstum ekki sannfærandi. KR-ingar voru komnir yfir um tíma en það þurfti þá þriggja stiga körfu af löngu færi frá Carl Lindbom til að tryggja KR-liðið framlenginguna. KR skoraði fimm fyrstu stig framlengingarinnar en það dugði ekki til. Keflavík lét ekki slá sig út af laginu og tókst að ná frumkvæðinu á ný. Það var síðan Jaka Brodnik sem skoraði stigin í lokin sem skildu á milli liðanna. Fyrst skoraði hann góða körfu í teignum og setti síðan niður tvö víti eftir að hafa stolið boltanum. KR fékk þá tækifæri til að jafna leikinn eða tryggja sér sigurinn með þristi en náðu ekki skoti. Miðað við hittni liðins fyrir utan þriggja stiga línuna þá var alveg hægt að ímynda sér hvar þar skot myndi enda. KR skoraði fimmtán þrista og nýti 57% þriggja stiga skota sinna í leiknum en KR-ingar náðu ekki skoti á úrslitastund í lok leiksins. Keflvíkinga náðu stoppinu þegar á reyndi og tryggðu sér endanlega sigurinn á vítalínunni. Keflavík-KR 110-106 (23-15, 26-26, 22-31, 26-25, 13-9) Keflavík: Darius Tarvydas 27/9 fráköst/5 stoðsendingar, Dominykas Milka 24/13 fráköst/6 stoðsendingar, Mustapha Jahhad Heron 20, Jaka Brodnik 19/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 11, Valur Orri Valsson 6, Hörður Axel Vilhjálmsson 3/7 stoðsendingar.KR: Þorvaldur Orri Árnason 23/6 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 21, Isaiah Joseph Manderson 18/4 fráköst, Adama Kasper Darbo 17/11 stoðsendingar, Carl Allan Lindbom 12/8 fráköst, Dani Koljanin 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Veigar Áki Hlynsson 6.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar þurftu að kafa djúpt eftir þessum sigri. Sóknarleikur liðsins var stirður og hittnin var ekki góð. Liðið fann hins vegar leið til að vinna með því að vera grimmari eins og í baráttunni um sóknarfráköstin og í sóknunum sem réðu úrslitum í lokin. KR-liðið þarf meiri hjálp í baráttunni inn í teig frá atvinnumönnum sínum og það er í raun afrek að ná að halda sér inn í leik þar sem þú tekur næstum því tuttugu færri skot. Hverjir stóðu upp úr? Darius Tarvydas verður betri með hverjum leiknum og var með 27 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í kvöld. Jaka Brodnik skoraði 6 af 19 stigum sínum í framlengingunni og Dominykas Milka var mjög öflugur framan af leik. Halldór Garðar Hermannsson var öflugastur af íslensku leikmönnunum. Hinn ungi Þorvaldur Orri Árnason var frábær fyrir KR í leiknum í kvöld og Brynjar Þór Björnsson kom öflugur í endurkomunni með fimm þrista. Adama Darbo var með 17 stig og 11 stoðsendingar og stjórnaði sóknarleik KR vel þar til að hann fékk sína fimmtu villu. Bandaríski miðherjinn Isaiah Manderson skoraði 18 stig á 21 mínútu en leit oft illa út í vörninni. Hvað gekk illa? Keflavíkurliðið spilaði ekki vel í þessum leik og það vantar allan heildarbrag á sóknarleik liðsins eitthvað sem hefur verið í sérflokki hjá liðinu undanfarin ár. Þar munar miklu að leiðtoginn er ekki að finna sig. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður þrist í byrjun leiks en tók síðan bara fjögur skot það sem eftir lifði leiks og ekkert þeirra fór ofan í körfuna. Mustapha Heron skoraði 20 stig en fékk á sig fimm villur og var oft í litlum takt við leik liðsins. Það þarf að lagast sem fyrst ætli liðið sér að gera eitthvað. KR-ingar gerðu vel í að halda sér inn í leiknum en fóru illa með góðan möguleika að klára leikinn í lokinn. Lykilatriði var þí að leyfa Keflvíkingum að taka 18 sóknarfráköst og skora í framhaldinu 20 stig eftir þau. Hvað gerist næst? Keflvíkingar eru á leiðinni í undanúrslit bikarsins þar sem titill er í boði. Liðið er hins vegar í ágætum málum í baráttunni um að ná heimavallarrétti í úrslitakeppnina eftir þennan sigur. KR er dottið niður í níunda sætið eftir sigur Blika í kvöld. KR-ingar gætu grátið þetta tap í lokin því fram undan eru margir erfiðir leikir á móti betri liðum deildarinnar. Næst á dagskrá hjá KR er leikur í Njarðvík á mánudagskvöldið. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hjalti: Við erum með flotta leikmenn og þurfum að gera þetta svolítið saman „Við erum að hitta hrikalega illa en ég var hrikalega ánægður með orkuna, baráttuna og dugnaðinn. Þetta er eitthvað sem vantaði í síðasta leik og hefur vantað svolítið hjá okkur. Að við séum bara aktífir og duglegir,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. „Þeir voru að fá einhver opin skot þegar við vorum aðeins að gleyma okkur en orkan var til staðar og það var það sem ég var ánægður með,“ sagði Hjalti. „Við þurfum að skjóta betur því við erum með 23 prósent þriggja stiga nýtingu á móti 60 prósent frá þeim. Þannig halda þeir sér inn í þessum leik. KR-ingar voru mjög flottir engu að síður,“ sagði Hjalti. Hann var mikið að reyna það að taka Dominykas Milka út af í varnarleiknum en KR-ingar nýttu sér það oft að fara á hann. „Við erum að sjá hvað við getum gert. Við vorum að skipta á Darboe og það var ekki hugsanlega ekki ráðið í dag. Við ákváðum að láta aðeins reyna á það en það var ekki málið,“ sagði Hjalti. Sóknarleikurinn var oft stirður í þessum leik. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að læra. Við ætlum allir að sigra þetta og við erum að hanga svolítið á boltanum í staðinn fyrir að láta boltann vinna. Við erum með flotta leikmenn og þurfum að gera þetta svolítið saman. Það vantaði aðeins að vinna þetta sem lið,“ sagði Hjalti. Hörður Axel fann sig ekki í þessum leik og reyndi varla að skjóta á körfuna. „Hann þarf ekki endilega að skora hjá okkur. Hann stýrir þessu eins og hann gerir í dag. Við erum með fullt af vopnum og við erum að reyna að koma öllum inn í þetta. Kannski er hann meira að hugsa um liðið en sjálfan sig,“ sagði Hjalti. Helgi Már MagnússonVísir/Bára Helgi Már: Þetta er búin að vera sagan okkar í vetur „Við vorum mjög klauflegir með boltann og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við bárum ekki alveg virðingu fyrir sóknunum. Við náðum með klafsi og ágætis leik að halda okkur inn í leiknum og ná svo spretti til að komast yfir, “ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. „Það var svekkjandi að ná ekki að klára þetta. Þetta er búin að vera sagan okkar í vetur því við höfum ekki klárað jafna leiki,“ sagði Helgi Már. „Strákarnir voru mjög flottir en Keflavíkurliðið hitti úr stórum skotum. Ég þarf að horfa á þetta aftur en Darius á ekki að fá galopinn þrist og Valur á ekki að fá galopinn þrist til að jafna. Við þurfum að skoða það,“ sagði Helgi Már. „Ég skal taka framkvæmdina á lokasókninni á mig. Ég var að teikna upp kerfi sem við höfum ekkert farið sérstaklega vel yfir. Líka með nýjan mann og slíkt. Þessar lokasóknir gengu ekki alveg hjá okkur,“ sagði Helgi Már.
Keflavík-KR 110-106 (23-15, 26-26, 22-31, 26-25, 13-9) Keflavík: Darius Tarvydas 27/9 fráköst/5 stoðsendingar, Dominykas Milka 24/13 fráköst/6 stoðsendingar, Mustapha Jahhad Heron 20, Jaka Brodnik 19/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 11, Valur Orri Valsson 6, Hörður Axel Vilhjálmsson 3/7 stoðsendingar.KR: Þorvaldur Orri Árnason 23/6 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 21, Isaiah Joseph Manderson 18/4 fráköst, Adama Kasper Darbo 17/11 stoðsendingar, Carl Allan Lindbom 12/8 fráköst, Dani Koljanin 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Veigar Áki Hlynsson 6.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum