Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 78-70 | Slök skotnýting varð gestunum að falli Siggeir F. Ævarsson skrifar 28. mars 2022 21:45 Mustapha Jahhad Heron átti frábæran leik í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Keflavík tók á móti Grindavík í Suðurnesjaslag í Blue höllinni í kvöld. Grindvíkingar hafa ekki sótt gull í greipar Keflvíkinga síðustu misseri og voru eflaust staðráðnir að breyta því í kvöld. Það gekk þó ekki þar sem Keflavík vann átta stiga sigur, 78-70 lokatölur. Leikurinn var ansi mikilvægur fyrir bæði lið, Keflavík í hörku baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni og Grindvíkingar að reyna að finna taktinn fyrir lokaátökin með nýjan þjálfara í brúnni, Keflvíkinginn Sverrir Þór Sverrisson. Grindvíkingar voru klárlega allir af vilja gerðir á upphafsmínútunum en gekk illa að koma boltanum í körfuna. Skotnýting gestanna aðeins 27 prósent eftir fyrsta leikhlutann en munurinn þó aðeins 7 stig. Það var töluvert um pústra milli manna en lítið dæmt. Ekki beinlínis áferðarfallegur körfubolti sem boðið var uppá til að byrja með en Keflavík með yfirhöndina fyrri hlutann. Ef ekki hefði verið fyrir glæsilegan „step back“ þrist frá EC Matthews hefðu heimamenn leitt í hálfleik með tveggja stafa tölu, en EC minnkaði muninn í 8 stig, staðan 40-32 og gestirnir enn í séns ef þeim tækist að laga skotnýtninguna. Grindvíkingar gerðu sig líklega til að setjast í bílstjórasætið nokkrum sinnum í seinni hálfleik en í hvert sinn sem þeir komust nálægt því geiguðu stóru skotin en duttu fyrir heimamenn. Það var helst Kristinn Pálsson sem var með einhverju lífsmarki hjá gestunum en flestir aðrir varla skugginn af sjálfum sér. Keflavík leiddi með 13 stigum þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Það var allt útlit fyrir að Keflavík ætluðu bara að sigla þessu auðveldlega heim en Grindvíkingar voru ekki búnir að gefast upp og Ólafur Ólafsson minnkaði muninn í 5 stig með risastórum þristi (sínum fyrsta í leiknum í 7 tilraunum) þegar 3:15 voru til leiksloka. Nær komust gestirnir þó ekki þrátt fyrir hetjulega baráttu, lokatölur 78-70. Af hverju vann Keflavík? Sverrir Þór þjálfari Grindavíkur greindi það ágætlega í viðtali eftir leik: Þeir voru miklu grimmari og Grindavík hittu hræðilega. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Grindvíkinga var skelfilegur á köflum. Skotnýtingin aðeins 30 prósent og það vinnast sennilega ekki margir leikir með þannig nýtingu. Hverjir stóðu uppúr? Hjá Keflavík var það Mustapha Jahhad Heron sem virtist skora alltaf þegar Keflavík vantaði körfu, endaði hann stigahæstur á vellinum með 24 stig. Darius Tarvydas setti einnig nokkra stóra þrista þegar á reyndi, en heilt yfir var stigaskorið að dreifast vel hjá Keflavík. Hjá Grindavík var Kristinn Pálsson þeirra langbesti maður með 21 stig og 5/8 úr þristum. Við komum bara með svaka orku strax í upphafi og það var það sem við vorum að leita eftir Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, gat ekki annað en verið sáttur með útkomu leiksins í kvöld. Var þetta ekki bara ágætur leikur að mörgu leyti? „Já, slæmir hlutir inná milli en annars vorum við bara í ágætis takti og ágætis flæði. Ágætis orka og það var það sem ég vildi fyrir þennan leik. Við komum bara með svaka orku strax í upphafi og það var það sem við vorum að leita eftir. Spila okkar leik, það er númer eitt, tvö og þrjú.“ Dominykas Milka var ekki að finna sig sóknarlega í kvöld. Var það vegna þess hversu góður varnarmaður Ivan Aurrecoechea er? „Jájá, það getur vel verið. Mér fannst þó ansi oft, jaðra við villurnar en væntanlega var ekki villa fyrst það var ekkert dæmt. Hann þarf bara að fara af aðeins meiri krafti upp í „lay up-in“ og klára þetta þó það sé smá snerting.“ Keflvíkingar hafa verið laskaðir í síðustu leikjum. Valur Orri að spila með grímu og Jaka Brodnik veikur. Valur spilaði grímulaus í kvöld og átti hörkuleik. „Já ég skil nú hreinlega ekki hvernig hann getur spilað með þessa grímu en það er svo sem annað mál. Hann er búinn að vera frábær og var góður á Króknum þó hann væri fárveikur. Jaka er líka búinn að vera svolítið mikið veikur, þurfti að fá eitthvað í æð og vesen svo að það er alveg skiljanlegt að hann sé aðeins til baka.“ Það er hver Suðurnesjaslagurinn á fætur öðrum á dagskrá hjá Keflavík, en þeir eiga útileik gegn Njarðvík í lokaumferðinni. Það hlýtur að vera verðugt verkefni? „Við viljum halda þessu þriðja sæti og við þurfum að vinna Njarðvík til þess. Við förum bara með bullandi sjálfstraust inn í þann leik og ætlum að reyna að taka Njarðvík í Njarðvík.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík
Keflavík tók á móti Grindavík í Suðurnesjaslag í Blue höllinni í kvöld. Grindvíkingar hafa ekki sótt gull í greipar Keflvíkinga síðustu misseri og voru eflaust staðráðnir að breyta því í kvöld. Það gekk þó ekki þar sem Keflavík vann átta stiga sigur, 78-70 lokatölur. Leikurinn var ansi mikilvægur fyrir bæði lið, Keflavík í hörku baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni og Grindvíkingar að reyna að finna taktinn fyrir lokaátökin með nýjan þjálfara í brúnni, Keflvíkinginn Sverrir Þór Sverrisson. Grindvíkingar voru klárlega allir af vilja gerðir á upphafsmínútunum en gekk illa að koma boltanum í körfuna. Skotnýting gestanna aðeins 27 prósent eftir fyrsta leikhlutann en munurinn þó aðeins 7 stig. Það var töluvert um pústra milli manna en lítið dæmt. Ekki beinlínis áferðarfallegur körfubolti sem boðið var uppá til að byrja með en Keflavík með yfirhöndina fyrri hlutann. Ef ekki hefði verið fyrir glæsilegan „step back“ þrist frá EC Matthews hefðu heimamenn leitt í hálfleik með tveggja stafa tölu, en EC minnkaði muninn í 8 stig, staðan 40-32 og gestirnir enn í séns ef þeim tækist að laga skotnýtninguna. Grindvíkingar gerðu sig líklega til að setjast í bílstjórasætið nokkrum sinnum í seinni hálfleik en í hvert sinn sem þeir komust nálægt því geiguðu stóru skotin en duttu fyrir heimamenn. Það var helst Kristinn Pálsson sem var með einhverju lífsmarki hjá gestunum en flestir aðrir varla skugginn af sjálfum sér. Keflavík leiddi með 13 stigum þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Það var allt útlit fyrir að Keflavík ætluðu bara að sigla þessu auðveldlega heim en Grindvíkingar voru ekki búnir að gefast upp og Ólafur Ólafsson minnkaði muninn í 5 stig með risastórum þristi (sínum fyrsta í leiknum í 7 tilraunum) þegar 3:15 voru til leiksloka. Nær komust gestirnir þó ekki þrátt fyrir hetjulega baráttu, lokatölur 78-70. Af hverju vann Keflavík? Sverrir Þór þjálfari Grindavíkur greindi það ágætlega í viðtali eftir leik: Þeir voru miklu grimmari og Grindavík hittu hræðilega. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Grindvíkinga var skelfilegur á köflum. Skotnýtingin aðeins 30 prósent og það vinnast sennilega ekki margir leikir með þannig nýtingu. Hverjir stóðu uppúr? Hjá Keflavík var það Mustapha Jahhad Heron sem virtist skora alltaf þegar Keflavík vantaði körfu, endaði hann stigahæstur á vellinum með 24 stig. Darius Tarvydas setti einnig nokkra stóra þrista þegar á reyndi, en heilt yfir var stigaskorið að dreifast vel hjá Keflavík. Hjá Grindavík var Kristinn Pálsson þeirra langbesti maður með 21 stig og 5/8 úr þristum. Við komum bara með svaka orku strax í upphafi og það var það sem við vorum að leita eftir Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, gat ekki annað en verið sáttur með útkomu leiksins í kvöld. Var þetta ekki bara ágætur leikur að mörgu leyti? „Já, slæmir hlutir inná milli en annars vorum við bara í ágætis takti og ágætis flæði. Ágætis orka og það var það sem ég vildi fyrir þennan leik. Við komum bara með svaka orku strax í upphafi og það var það sem við vorum að leita eftir. Spila okkar leik, það er númer eitt, tvö og þrjú.“ Dominykas Milka var ekki að finna sig sóknarlega í kvöld. Var það vegna þess hversu góður varnarmaður Ivan Aurrecoechea er? „Jájá, það getur vel verið. Mér fannst þó ansi oft, jaðra við villurnar en væntanlega var ekki villa fyrst það var ekkert dæmt. Hann þarf bara að fara af aðeins meiri krafti upp í „lay up-in“ og klára þetta þó það sé smá snerting.“ Keflvíkingar hafa verið laskaðir í síðustu leikjum. Valur Orri að spila með grímu og Jaka Brodnik veikur. Valur spilaði grímulaus í kvöld og átti hörkuleik. „Já ég skil nú hreinlega ekki hvernig hann getur spilað með þessa grímu en það er svo sem annað mál. Hann er búinn að vera frábær og var góður á Króknum þó hann væri fárveikur. Jaka er líka búinn að vera svolítið mikið veikur, þurfti að fá eitthvað í æð og vesen svo að það er alveg skiljanlegt að hann sé aðeins til baka.“ Það er hver Suðurnesjaslagurinn á fætur öðrum á dagskrá hjá Keflavík, en þeir eiga útileik gegn Njarðvík í lokaumferðinni. Það hlýtur að vera verðugt verkefni? „Við viljum halda þessu þriðja sæti og við þurfum að vinna Njarðvík til þess. Við förum bara með bullandi sjálfstraust inn í þann leik og ætlum að reyna að taka Njarðvík í Njarðvík.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum