FH

Fréttamynd

Davíð Þór: Þetta eru vonbrigði

Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, talaði við leikmenn liðsins fyrir æfingu í dag enda mikið gengið á. Eiður Smári Guðjohnsen steig til hliðar sem þjálfari seinnipartinn vegna persónulegra vandamála og óljóst hvort eða hvenær hann snúi til baka.

Fótbolti
Fréttamynd

Börn með tárin í augunum meðal drukkinna stuðningsmanna

Faðir sem fór með börnin sín tvö á bikarúrslitaleik Víkings og FH segir að drukknir áhorfendur hafi sett svartan blett á upplifunina. Honum fannst öryggisgæslu á leiknum ábótavant. Samskiptastjóri KSÍ segir að hún hafi verið með hefðbundnum hætti og erfitt sé að koma í veg fyrir skrílslæti stuðningsmanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn“

Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu í síðasta þætti um vandræði FH-inga og sérstaklega framlag Egils Magnússonar sem skoraði ekki mark, úr sjö skotum, í 25-25 jafnteflinu við Fram í Olís-deildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Rokk og ról á laugardaginn“

Þrátt fyrir langan feril, bæði sem leikmaður og þjálfari, hefur Eiður Smári Guðjohnsen ekki tekið þátt í bikarúrslitleik hér á landi. En það breytist á morgun þegar hann stýrir FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla gegn Víkingi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Einar: Fínt að hafa læti og eitthvað að tala um

„Auðvitað hefði ég viljað vinna þennan leik, við leiðum allan leikinn og vorum klaufar að hleypa þeim inn í þetta. Við fórum illa með stöðuna einum fleiri og þetta verður svolítil taugaveiklun síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir jafntefli gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Gunnar um upp­ganginn Fær­eyja: „Margir að toppa á sama tíma“

Færeyska landsliðið í fótbolta vann frækinn sigur á Tyrklandi á sunnudag en um er að ræða stærsta sigur liðsins síðan gegn Grikklandi fyrir sjö árum síðan. Gunnar Nielsen, markvörður FH í Bestu deild karla, segir aðstæður gera það að verkum að stærð sigur sunnudagsins virðist ekki eins mikil.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári: „Það er bara gaman að fara til Vestmannaeyja einu sinni á ári“

FH-ingar enda 22 leikja deildarkeppni í 11. og næst neðsta sæti eftir tap gegn Stjörnunni í Garðabænum í lokaumferðinni í dag. FH-ingar fara því í neðri hluta úrslitakeppninnar og þurfa að leika einum útileik meira en flest önnur lið. Eiður Smári Guðjonhsen, þjálfari FH, sér eftir þessum auka heimaleik en FH-ingar þurfa að heimsækja ÍBV til Eyja í fyrsta leik úrslitakeppninnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hefur vantað sjálfstraust“

Steven Lennon varð í gær fyrsti erlendi leikmaðurinn til þess að ná að skora hundrað mörk í efstu deild á Íslandi, þegar hann skoraði fyrir FH í 6-1 sigrinum gegn ÍA í Bestu deildinni. Hann var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Íslenski boltinn