Umfjöllun og viðtal: FH - Valur 2-3 | Valskonur halda í við Blika á toppnum Kári Mímisson skrifar 4. júlí 2023 21:07 VÍSIR/HULDA MARGRÉT Spútniklið FH tók á móti Val í 11. umferð Bestu deildar kvenna nú í kvöld. Fyrir leikinn sat FH í fjórða sæti með 17 stig á meðan Valur var í öðru sæti með 20 stig, jafn mörg og Breiðablik sem sat á toppnum. Eftir afar bragðdaufar sextíu mínútur fengum við fimm mörk síðasta hálftímann og var það Valur sem fór með 3-2 sigur af hólmi. Leikurinn fór afskaplega rólega af stað og það má segja að það hafi ekki verið nein opin færi í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að stýra leiknum en á þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Staðan í hálfleik því 0-0. FH byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og á 52. mínútu fékk liðið dauðafæri. Shaina Faiena Ashouri tók þá aukaspyrnu sem Fanney Inga í marki Vals náði ekki að halda, boltinn barst til Valgerðar Ósk Valsdóttur en Arna Sif Ásgrímsdóttir náði að bjarga á síðustu stundu. Skömmu síðar leit fyrsta mark kvöldsins ljós þegar Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði eftir glæsilegt samspil við Bryndísi Örnu Níelsdóttur. Frábærlega gert hjá þeim og Valur komið yfir. Tíu mínútum seinna tvöfölduðu Valskonur forystu sína þegar Bryndís Arna skoraði. Colleen Kennedy tapaði þá boltanum á afar slæmum stað fyrir FH, slök sending hennar fór beint á Þórdísi Elvu sem tók á rás og fann Fanndísi Friðriksdóttur í teignum. Fanndís gerði allt rétt og sendi boltann í fyrsta fyrir á Bryndís Örnu sem skoraði í autt markið. Aðeins fjórum mínútum síðar kom svo þriðja markið og aftur var það Bryndís Arna. Lára Kristín Pedersen átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn FH og Bryndís gerði allt rétt og skoraði auðveldlega fram hjá Aldísi Guðlaugsdóttur í marki FH. En FH gafst ekki upp og minnkaði muninn þegar skammt var til leiksloka. Shaina Faiena Ashouri tók þá aukaspyrnu sem Heidi Samaja Giles skallaði í netið. Skallinn hjá Heidi var ekki fastur en hún staðsetti sig vel í teignum og stýrði svo boltanum í fjærhornið. Í uppbótatímanum náði svo FH að skora öðru sinni og í þetta skiptið var það Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir sem var þar að verkum. Esther Rós vann þá boltann á góðum stað og sendi strax á Elínu Björg Norðfjörð. Elín gerði allt rétt og smellti boltanum fyrir þar sem Hildigunnur var alein og skallaði auðveldlega í tómt markið. Lengra komst FH ekki og 3-2 sigur Vals því staðreynd. Af hverju vann Valur? Valur klárar þennan leik á 15 mínútna kafla í seinni hálfleik. Eftir að liðið kemst í 3-0 komu margar skiptingar og sennilega einhver værukærð í Val þarna undir lokin en sigurinn var þó í mínum huga aldrei í hættu eftir að liðið komst 3-0 yfir. Hverjar stóðu upp úr? Bryndís Arna Níelsdóttir var frábær í kvöld. Leggur upp fyrsta markið og skorar svo næstu tvö ásamt því að taka mikið til sín. Sóknarleikur Vals fer mjög mikið í gegnum Bryndísi sem er ákveðinn uppspilspunktur í liðinu. Hvað gekk illa? FH liðið hafði leikið mjög vel fyrstu 60 mínúturnar eða svo en svo kom þessi kafli þar sem liðið kastaði þessu frá sér og Valur refsar auðvitað fyrir það. Of mikið af einföldum mistökum á þessum tíma og liðið hefði klárlega geta komist hjá því að gefa þeim öll þessi þrjú mörk. Hvað gerist næst? Bæði lið leika næst á sunnudaginn. Valur fer á Selfoss á meðan FH fær Tindastól í heimsókn. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14:00 og verða að sjálfsögðu sýndir á rásum Stöðvar 2 Sport. Pétur: Vonandi mæta fleiri áhorfendur í staðinn Pétur Pétursson hefur gert Val að Íslandsmeistara síðustu tvö ár í röð.VÍSIR/VILHELM Pétur var að vonum sáttur með sigurinn í kvöld. Hann segist hafa verið sáttur með spilamennsku liðsins en að vissulega hafi það ekki verið gott að fá á sig þessi tvö mörk undir lokin. „Ég er mjög ánægður. Mér fannst við spila þetta mjög vel og þá sérstaklega seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikurinn var erfiður, það var mikið rok og boltinn gekk ekkert. Mér fannst við taka leikinn yfir í seinni hálfleik og við vorum svo sem búin að klára hann þegar þær ná að klóra í bakkann, það koma mikið af skiptingum sem hefur áhrif. Þetta var bara skemmtilegur leikur. Auðvitað er það ekki gott að fá 3-2 á sig en það var svo lítið eftir þannig að þetta gekk eftir.“ En hvað var það sem ykkur tókst að gera betur á þessum fimmtán mínútna kafla sem þið gerið út um leikinn? „Mér fannst við taka boltann þá vel niður og náðum að pressa þær ofarlega. Spiluðum boltanum oftast rólega á milli okkar, fundum leikmenn til þess að fara inn í teig og mörkin vorum mjög vel spiluð alveg inn í markteig.“ Málfríður Anna Eiríksdóttir fór meidd af velli eftir að hún og Margrét Brynja í liði FH skullu saman. Pétur segir að meiðslin líti ekki vel út. „Hún var stokkbólgin um augað og vonandi er bara ekkert brot í því.“ Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir lék sinn fyrsta leik með Val í kvöld þegar hún kom inn á. Guðrún sem var markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar fyrir tveimur árum hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu svo það fögnuðu því eflaust margir að sjá hana koma inn á í dag. „Hún mátti fara inn á í 5-10 mínútur í dag. Hún gefur okkur mikinn hraða og mörk. Við vonumst til þess að þegar hún er komin í gott stand að hún eigi eftir að gefa okkur það.“ Efsta deild kvenna hefur sennilega aldrei verið jafn spennandi og það er orðið nokkuð ljóst að flest liðin geta tekið stig á móti hvort öðru. Pétur segir þetta vera miklu skemmtilegra svona og hvetur fólk til að mæta á völlinn. „Það er bara miklu skemmtilegra. Vonandi mæta fleiri áhorfendur í staðinn hjá öllum liðunum. Þetta gerir þetta bara miklu skemmtilegra.“ Besta deild kvenna FH Valur
Spútniklið FH tók á móti Val í 11. umferð Bestu deildar kvenna nú í kvöld. Fyrir leikinn sat FH í fjórða sæti með 17 stig á meðan Valur var í öðru sæti með 20 stig, jafn mörg og Breiðablik sem sat á toppnum. Eftir afar bragðdaufar sextíu mínútur fengum við fimm mörk síðasta hálftímann og var það Valur sem fór með 3-2 sigur af hólmi. Leikurinn fór afskaplega rólega af stað og það má segja að það hafi ekki verið nein opin færi í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á að stýra leiknum en á þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Staðan í hálfleik því 0-0. FH byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og á 52. mínútu fékk liðið dauðafæri. Shaina Faiena Ashouri tók þá aukaspyrnu sem Fanney Inga í marki Vals náði ekki að halda, boltinn barst til Valgerðar Ósk Valsdóttur en Arna Sif Ásgrímsdóttir náði að bjarga á síðustu stundu. Skömmu síðar leit fyrsta mark kvöldsins ljós þegar Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði eftir glæsilegt samspil við Bryndísi Örnu Níelsdóttur. Frábærlega gert hjá þeim og Valur komið yfir. Tíu mínútum seinna tvöfölduðu Valskonur forystu sína þegar Bryndís Arna skoraði. Colleen Kennedy tapaði þá boltanum á afar slæmum stað fyrir FH, slök sending hennar fór beint á Þórdísi Elvu sem tók á rás og fann Fanndísi Friðriksdóttur í teignum. Fanndís gerði allt rétt og sendi boltann í fyrsta fyrir á Bryndís Örnu sem skoraði í autt markið. Aðeins fjórum mínútum síðar kom svo þriðja markið og aftur var það Bryndís Arna. Lára Kristín Pedersen átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn FH og Bryndís gerði allt rétt og skoraði auðveldlega fram hjá Aldísi Guðlaugsdóttur í marki FH. En FH gafst ekki upp og minnkaði muninn þegar skammt var til leiksloka. Shaina Faiena Ashouri tók þá aukaspyrnu sem Heidi Samaja Giles skallaði í netið. Skallinn hjá Heidi var ekki fastur en hún staðsetti sig vel í teignum og stýrði svo boltanum í fjærhornið. Í uppbótatímanum náði svo FH að skora öðru sinni og í þetta skiptið var það Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir sem var þar að verkum. Esther Rós vann þá boltann á góðum stað og sendi strax á Elínu Björg Norðfjörð. Elín gerði allt rétt og smellti boltanum fyrir þar sem Hildigunnur var alein og skallaði auðveldlega í tómt markið. Lengra komst FH ekki og 3-2 sigur Vals því staðreynd. Af hverju vann Valur? Valur klárar þennan leik á 15 mínútna kafla í seinni hálfleik. Eftir að liðið kemst í 3-0 komu margar skiptingar og sennilega einhver værukærð í Val þarna undir lokin en sigurinn var þó í mínum huga aldrei í hættu eftir að liðið komst 3-0 yfir. Hverjar stóðu upp úr? Bryndís Arna Níelsdóttir var frábær í kvöld. Leggur upp fyrsta markið og skorar svo næstu tvö ásamt því að taka mikið til sín. Sóknarleikur Vals fer mjög mikið í gegnum Bryndísi sem er ákveðinn uppspilspunktur í liðinu. Hvað gekk illa? FH liðið hafði leikið mjög vel fyrstu 60 mínúturnar eða svo en svo kom þessi kafli þar sem liðið kastaði þessu frá sér og Valur refsar auðvitað fyrir það. Of mikið af einföldum mistökum á þessum tíma og liðið hefði klárlega geta komist hjá því að gefa þeim öll þessi þrjú mörk. Hvað gerist næst? Bæði lið leika næst á sunnudaginn. Valur fer á Selfoss á meðan FH fær Tindastól í heimsókn. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14:00 og verða að sjálfsögðu sýndir á rásum Stöðvar 2 Sport. Pétur: Vonandi mæta fleiri áhorfendur í staðinn Pétur Pétursson hefur gert Val að Íslandsmeistara síðustu tvö ár í röð.VÍSIR/VILHELM Pétur var að vonum sáttur með sigurinn í kvöld. Hann segist hafa verið sáttur með spilamennsku liðsins en að vissulega hafi það ekki verið gott að fá á sig þessi tvö mörk undir lokin. „Ég er mjög ánægður. Mér fannst við spila þetta mjög vel og þá sérstaklega seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikurinn var erfiður, það var mikið rok og boltinn gekk ekkert. Mér fannst við taka leikinn yfir í seinni hálfleik og við vorum svo sem búin að klára hann þegar þær ná að klóra í bakkann, það koma mikið af skiptingum sem hefur áhrif. Þetta var bara skemmtilegur leikur. Auðvitað er það ekki gott að fá 3-2 á sig en það var svo lítið eftir þannig að þetta gekk eftir.“ En hvað var það sem ykkur tókst að gera betur á þessum fimmtán mínútna kafla sem þið gerið út um leikinn? „Mér fannst við taka boltann þá vel niður og náðum að pressa þær ofarlega. Spiluðum boltanum oftast rólega á milli okkar, fundum leikmenn til þess að fara inn í teig og mörkin vorum mjög vel spiluð alveg inn í markteig.“ Málfríður Anna Eiríksdóttir fór meidd af velli eftir að hún og Margrét Brynja í liði FH skullu saman. Pétur segir að meiðslin líti ekki vel út. „Hún var stokkbólgin um augað og vonandi er bara ekkert brot í því.“ Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir lék sinn fyrsta leik með Val í kvöld þegar hún kom inn á. Guðrún sem var markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar fyrir tveimur árum hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu svo það fögnuðu því eflaust margir að sjá hana koma inn á í dag. „Hún mátti fara inn á í 5-10 mínútur í dag. Hún gefur okkur mikinn hraða og mörk. Við vonumst til þess að þegar hún er komin í gott stand að hún eigi eftir að gefa okkur það.“ Efsta deild kvenna hefur sennilega aldrei verið jafn spennandi og það er orðið nokkuð ljóst að flest liðin geta tekið stig á móti hvort öðru. Pétur segir þetta vera miklu skemmtilegra svona og hvetur fólk til að mæta á völlinn. „Það er bara miklu skemmtilegra. Vonandi mæta fleiri áhorfendur í staðinn hjá öllum liðunum. Þetta gerir þetta bara miklu skemmtilegra.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti