FH

Fréttamynd

Aron á heimleið

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH.

Handbolti
Fréttamynd

Bið FH-inga eftir stórum styrktaraðila í handboltanum á enda

Lyfjafyrirtækið Coripharma er nýr aðalsamstarfsaðili handknattleiksdeildar FH. Samstarf Coripharma og FH verður afar víðtækt og mun bæði snerta á uppbyggingu yngriflokka starfsins og einnig efla enn frekar hið öfluga afreksstarf deildarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnu­menn á­fram með minnsta mun

Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli.

Handbolti
Fréttamynd

„Ef einhver á þetta skilið er það meistari Geir“

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var kátur eftir sigurinn á Aftureldingu, 38-33, í kvöld. Fyrir leikinn var mikil athöfn þegar Geir Hallsteinsson var heiðraður fyrir áratuga framlag til FH og leikmenn liðsins heiðruðu hann líka á sinn hátt, með frábærum leik og góðum sigri.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta var rosalega erfiður leikur“

„Þetta var rosalega erfiður leikur. Mjög gott ÍR lið, þeir pressuðu okkur alveg í botn og gáfu okkur aldrei frið, virkilega flottur leikur hjá þeim. Ég er mjög ánægður með sigurinn og að landa þessu,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir þriggja marka sigur á ÍR í kvöld. 

Handbolti
Fréttamynd

FH endurheimtir markaskorara

Shaina Ashouri mun spila með FH-ingum á nýjan leik á næstu leiktíð, að þessu sinni í Bestu deildinni eftir að liðið vann sig upp úr Lengjudeild í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir kynntur til leiks hjá FH

Heimir Guðjónsson hefur formlega verið kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnu. Sigurvin Ólafsson var á sama tíma kynntur sem aðstoðarþjálfari liðsins, en félagið greindi frá þessu á stuðningsmannakvöldi sem haldið var í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Stubbarnir í Kaplakrika

Hvolpasveit Vals var aðal barnaefnið í Olís-deild karla á síðasta tímabili. Nú er nýtt efni á dagskránni; Stubbarnir í Kaplakrika.

Handbolti
Fréttamynd

Carlos: Við þurfum að skilja að við erum litla liðið

Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, var ánægður eftir leik þeirra við FH í Olís-deildinni þrátt fyrir 36–31 tap. Fyrir leik bjuggust flestir við stórsigri heimamanna en gestirnir seldu sig mjög dýrt. Þrátt fyrir það var sigur FH-inga aldrei í hættu.

Handbolti