Mörkin úr Bestu: Valsmenn útkljáðu Evrópubaráttuna | Eyjamenn eygja von Aron Guðmundsson skrifar 2. október 2023 09:37 Aron Jóhannsson skoraði eitt marka Vals í sigri liðsins á FH Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær, átján mörk voru skoruð og tóku línur að skýrast fyrir lokaumferð deildarinnar sem fer fram eftir tæpa viku. Evrópubaráttan er ráðin en enn er óvíst hvaða lið fellur með Keflavík. Á Origovellinum að Hlíðarenda tóku heimamenn í Val á móti FH-ingum sem þurftu sigur til að halda sér vel inn í baráttunni um Evrópusæti. Svo fór hins vegar að Valsmenn fóru með sigur af hólmi, sigur sem gulltryggir Breiðabliki og Stjörnunni þessi margumtöluðu Evrópusæti. Leikar stóðu jafnir, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks en þá settu Valsmenn í annan gír, skoruðu þrjú mörk og unnu að lokum sannfærandi 4-1 sigur. Mörk Vals skoruðu þeir Haukur Páll Sigurðsson, Adam Ægir Pálsson, Aron Jóhannsson og Patrick Pedersen. Mark FH skoraði Davíð Snær Jóhannsson. Klippa: Markaveisla í sigri Vals á FH Í Kórnum tók HK á móti ÍBV frá Vestmannaeyjum. Eyjamenn róa lífróður í deildinni um þessar mundir og þurftu sárlega á sigri að halda til að vera í séns á að halda sæti sínu í deildinni fyrir lokaumferðina. Það var því ansi mikilvægt, markið sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði fyrir ÍBV á 30.mínútu. Reyndist þetta eina mark leiksins, ÍBV hélt til Eyja með stigin þrjú. HK situr í 9.sæti Bestu deildarinnar með 27 stig fyrir lokaumferðina og á, líkt og Fram, Fylkir og ÍBV, hættu á að falla niður í Lengjudeildina fyrir lokaumferðina. ÍBV situr í 11.sæti, sem jafnframt er fallsæti, með 24 stig. Klippa: Eyjamenn eygja smá von eftir sigurmark Eiðs Önnur úrslit úr Bestu deildinni í gær: Fram 1 - 0 HK 1-0 Þengill Orrason ('54) Keflavík 1 - 3 Fylkir 1-0 Edon Osmani ('45+1)1-1 Ásgeir Eyþórsson ('51)1-2 Orri Sveinn Stefánsson ('64)1-3 Benedikt Daríus Garðarsson ('70) Rautt spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík, '80) Besta deild karla Íslenski boltinn Valur FH HK ÍBV Keflavík ÍF Fylkir Tengdar fréttir Ótrúlegur viðsnúningur og dramatíkin allsráðandi er KR lagði Blika að velli KR vann í gær dramatískan 4-3 sigur á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Tvö mörk í uppbótartíma sáu til þess að þeir svarthvítu unnu sigur í lokaleik þjálfara liðsins, Rúnars Kristinssonar, á Meistaravöllum. 2. október 2023 08:01 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Á Origovellinum að Hlíðarenda tóku heimamenn í Val á móti FH-ingum sem þurftu sigur til að halda sér vel inn í baráttunni um Evrópusæti. Svo fór hins vegar að Valsmenn fóru með sigur af hólmi, sigur sem gulltryggir Breiðabliki og Stjörnunni þessi margumtöluðu Evrópusæti. Leikar stóðu jafnir, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks en þá settu Valsmenn í annan gír, skoruðu þrjú mörk og unnu að lokum sannfærandi 4-1 sigur. Mörk Vals skoruðu þeir Haukur Páll Sigurðsson, Adam Ægir Pálsson, Aron Jóhannsson og Patrick Pedersen. Mark FH skoraði Davíð Snær Jóhannsson. Klippa: Markaveisla í sigri Vals á FH Í Kórnum tók HK á móti ÍBV frá Vestmannaeyjum. Eyjamenn róa lífróður í deildinni um þessar mundir og þurftu sárlega á sigri að halda til að vera í séns á að halda sæti sínu í deildinni fyrir lokaumferðina. Það var því ansi mikilvægt, markið sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði fyrir ÍBV á 30.mínútu. Reyndist þetta eina mark leiksins, ÍBV hélt til Eyja með stigin þrjú. HK situr í 9.sæti Bestu deildarinnar með 27 stig fyrir lokaumferðina og á, líkt og Fram, Fylkir og ÍBV, hættu á að falla niður í Lengjudeildina fyrir lokaumferðina. ÍBV situr í 11.sæti, sem jafnframt er fallsæti, með 24 stig. Klippa: Eyjamenn eygja smá von eftir sigurmark Eiðs Önnur úrslit úr Bestu deildinni í gær: Fram 1 - 0 HK 1-0 Þengill Orrason ('54) Keflavík 1 - 3 Fylkir 1-0 Edon Osmani ('45+1)1-1 Ásgeir Eyþórsson ('51)1-2 Orri Sveinn Stefánsson ('64)1-3 Benedikt Daríus Garðarsson ('70) Rautt spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík, '80)
Besta deild karla Íslenski boltinn Valur FH HK ÍBV Keflavík ÍF Fylkir Tengdar fréttir Ótrúlegur viðsnúningur og dramatíkin allsráðandi er KR lagði Blika að velli KR vann í gær dramatískan 4-3 sigur á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Tvö mörk í uppbótartíma sáu til þess að þeir svarthvítu unnu sigur í lokaleik þjálfara liðsins, Rúnars Kristinssonar, á Meistaravöllum. 2. október 2023 08:01 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Ótrúlegur viðsnúningur og dramatíkin allsráðandi er KR lagði Blika að velli KR vann í gær dramatískan 4-3 sigur á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Tvö mörk í uppbótartíma sáu til þess að þeir svarthvítu unnu sigur í lokaleik þjálfara liðsins, Rúnars Kristinssonar, á Meistaravöllum. 2. október 2023 08:01