Sigursteinn Arndal: Vorum í basli í varnarleiknum Hjörvar Ólafsson skrifar 14. október 2023 21:37 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH Vísir/Pawel Cieslikiewicz Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum svekktur með 34-34 jafntefli FH gegn serbneska liðinu Partizan nú í kvöld. Eftir að hafa verið að elta að mestu í fyrri hálfleik byrjaði liðið seinni hálfleikinn mjög vel og var með þriggja marka forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Sigursteinn segir að liðið hafi átt að gera betur í ljósi þess að hver staðan var undir lok leiksins. „Þetta var svekkjandi því við vorum komnir með stöðu sem að við áttum að gera betur úr, 34-31 þegar ekkert alltof mikið er eftir. Varnarlega vorum við í miklu basli allan leikinn og vorum smá skrefi á eftir. Þeir eru með frábæra leikmenn sem eru mjög góðir einn á einn. Við réðum illa við þá og náðum ekki að bakka hvorn annan nógu vel upp. Sóknarlega vorum við góðir fannst mér enda skoruðum við 34 mörk. Akkúrat núna er ég bara svekktur að hafa ekki unnið.“ Sóknarleikur Partizan var aðallega haldið uppi af fjórum leikmönnum sem skoruðu 33 af þeim 34 mörkum sem liðið skoraði hér í kvöld. FH liðinu tókst að rúlla mun betur á sínu liði heldur en gestirnir sem voru aðeins með 13 leikmenn á skýrslu. En kom þetta ykkur á óvart? „Í rauninni ekki. Við vissum það að þeir væru með nokkra mjög öfluga leikmenn, sérstaklega númer 17 í hægri skyttunni. Hann er frábær leikmaður sem við réðum illa við, enda skoraði hann þrettán mörk. Ég er samt ósáttur að við höfum ekki náð að stoppa þá. Við höfum reyndar oft náð að rúlla meira á liðinu en við gerðum í dag. Þetta var einhvern veginn alltaf í járnum og þá er alltaf erfitt að rúlla eitthvað meira. Þeir eru fámennir en þeir eru mjög öflugir samt þessir leikmenn og það er okkar að finna svör við því.“ Spurður að því hversu erfiður útileikur þetta verður vill Sigursteinn alls ekki meina að verkefnið sé ómögulegt og bendir hann á viðsnúning liðsins gegn SKA Minks fyrir tveimur árum sem dæmi um að þetta sé vel hægt. Í leiðinni þakkar Sigursteinn fyrir stuðninginn í kvöld en það var þétt setið í Kaplakrika. „Þetta er alls ekki ómögulegt verkefni. Við töpuðum fyrir Minsk á heimavelli fyrir tveimur árum með fimm mörkum en fórum svo út til Minsk og unnum þar. Þetta snýst miklu frekar um það að við förum vel yfir þennan leik. Já, það verður við ramman reip að draga hvað varðar áhorfendur og eitthvað svoleiðis. Við þurfum að fara aðeins betur yfir þessa hluti sem við vorum að klikka á í dag og gera betur þar en við gerðum í dag. Ég vil svo nota tækifærið og þakka öllum þeim FH-ingum sem létu sjá sig hér í Krikanum í dag. Við kunnum virkilega að meta það.“ Varðandi framhaldið segir Sigursteinn að nú ætli liðið fyrsta að hugsa út í leikinn gegn Stjörnunni í vikunni áður en það fer að pæla í seinni leiknum sem er á laugardaginn eftir viku. „Það er alltaf næsta verkefni sem er mikilvægasta verkefni og það er næst Stjarnan hjá okkur. Við munum byrja á því að fara yfir varnarleikinn fyrir þann leik og tökum á okkar leik fyrir það verkefni. Svo getum við byrjað að hugsa um seinni leikinn.“ FH Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
„Þetta var svekkjandi því við vorum komnir með stöðu sem að við áttum að gera betur úr, 34-31 þegar ekkert alltof mikið er eftir. Varnarlega vorum við í miklu basli allan leikinn og vorum smá skrefi á eftir. Þeir eru með frábæra leikmenn sem eru mjög góðir einn á einn. Við réðum illa við þá og náðum ekki að bakka hvorn annan nógu vel upp. Sóknarlega vorum við góðir fannst mér enda skoruðum við 34 mörk. Akkúrat núna er ég bara svekktur að hafa ekki unnið.“ Sóknarleikur Partizan var aðallega haldið uppi af fjórum leikmönnum sem skoruðu 33 af þeim 34 mörkum sem liðið skoraði hér í kvöld. FH liðinu tókst að rúlla mun betur á sínu liði heldur en gestirnir sem voru aðeins með 13 leikmenn á skýrslu. En kom þetta ykkur á óvart? „Í rauninni ekki. Við vissum það að þeir væru með nokkra mjög öfluga leikmenn, sérstaklega númer 17 í hægri skyttunni. Hann er frábær leikmaður sem við réðum illa við, enda skoraði hann þrettán mörk. Ég er samt ósáttur að við höfum ekki náð að stoppa þá. Við höfum reyndar oft náð að rúlla meira á liðinu en við gerðum í dag. Þetta var einhvern veginn alltaf í járnum og þá er alltaf erfitt að rúlla eitthvað meira. Þeir eru fámennir en þeir eru mjög öflugir samt þessir leikmenn og það er okkar að finna svör við því.“ Spurður að því hversu erfiður útileikur þetta verður vill Sigursteinn alls ekki meina að verkefnið sé ómögulegt og bendir hann á viðsnúning liðsins gegn SKA Minks fyrir tveimur árum sem dæmi um að þetta sé vel hægt. Í leiðinni þakkar Sigursteinn fyrir stuðninginn í kvöld en það var þétt setið í Kaplakrika. „Þetta er alls ekki ómögulegt verkefni. Við töpuðum fyrir Minsk á heimavelli fyrir tveimur árum með fimm mörkum en fórum svo út til Minsk og unnum þar. Þetta snýst miklu frekar um það að við förum vel yfir þennan leik. Já, það verður við ramman reip að draga hvað varðar áhorfendur og eitthvað svoleiðis. Við þurfum að fara aðeins betur yfir þessa hluti sem við vorum að klikka á í dag og gera betur þar en við gerðum í dag. Ég vil svo nota tækifærið og þakka öllum þeim FH-ingum sem létu sjá sig hér í Krikanum í dag. Við kunnum virkilega að meta það.“ Varðandi framhaldið segir Sigursteinn að nú ætli liðið fyrsta að hugsa út í leikinn gegn Stjörnunni í vikunni áður en það fer að pæla í seinni leiknum sem er á laugardaginn eftir viku. „Það er alltaf næsta verkefni sem er mikilvægasta verkefni og það er næst Stjarnan hjá okkur. Við munum byrja á því að fara yfir varnarleikinn fyrir þann leik og tökum á okkar leik fyrir það verkefni. Svo getum við byrjað að hugsa um seinni leikinn.“
FH Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira