Valur

Fréttamynd

„Okkur dauð­langar í meira“

Það er ó­hætt að segja að komandi dagar séu ansi mikil­vægir fyrir karla­lið Vals í hand­bolta sem að leikur þrjá úr­slita­leiki á næstunni. Úr­slita­leiki sem gæti fjölgað nokkuð ört gangi allt að óskum hjá Óskari Bjarna Óskars­syni, þjálfara liðsins og leik­mönnum hans. Fyrsti úr­slita­leikurinn á sér stað í kvöld þar sem að Valur mætir, með bakið upp við vegg, Aftur­eldingu á heima­velli í undan­úr­slitum Olís deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Kristófer Acox: „Fokkin passion“

Kristófer Acox var skiljanlega mjög sáttur það að vera kominn í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Hann átti svakalegt sóknarfráköst í lok leiksins sem hafði mikil áhrif í því að Valur vann á endanum þriggja stiga sigur, 85-82, eftir að gestirnir virtust með unninn leik í höndunum í 4. leikhluta.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við erum al­veg ró­leg“

Valur sigraði í kvöld Hauka í öðrum leik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Valskonum vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að hampa titlinum. Lokatölur í kvöld 22-30.

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjör: Haukar - Valur 22-30 | Meistararnir í 2-0

Valur vann í kvöld öruggan sigur á Haukum í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Lokatölur 22-30, í leik þar sem Valskonur sýndu mátt sinn og megin. Valur er því kominn í 2-0 í einvíginu, en vinna þarf þrjá leiki.

Handbolti
Fréttamynd

„Gæti orðið spennandi verk­efni að vera í botnbaráttu“

KA er enn í leit að sigri í Bestu deildinni eftir tap á N1 vellinum að Hlíðarenda í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Vals sem óhætt er að segja að hafi verið sannfærandi. Hallgrímur Jónasson ræddi við Vísi stuttu eftir leik og hafði þetta að segja um frammistöðu síns liðs.

Fótbolti
Fréttamynd

Adam hundfúll og Arnar beint í símann

Stöð 2 Sport náði myndum af því þegar þeir Adam Ægir Pálsson og Arnar Grétarsson mættu í búningsklefann á Kópavogsvelli í kjölfarið af því að þeim hafði báðum verið sýndur reisupassinn í leik Vals við Breiðablik.

Íslenski boltinn