Stjórnun

Fréttamynd

Að byggja upp vinnu­stað sem hræðist ekki breytingar

Það er svo margt að fara að breytast í atvinnulífinu næstu árin að ekki einu sinni innkoma internetsins á sínum tíma, kemst í hálfkvisti við þær breytingar sem framundan eru. Stafræn þróun, gervigreind, umhverfis- og loftlagsáhrif og svo framvegis.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“

„Það þarf ákveðna ástríðu til að halda þessu verkefni gangandi. Og snertifletirnir eru margir. Í stuttu máli má segja að við erum öll að pissa í sömu laugina en verðum bara að hætta því,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK og stjórnarkona í ýmsum öðrum stjórnum, svo sem Freyju, Sjóvá og Votlendissjóðs.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Rúin trausti!

Ríkisstjórnin sprakk! Að mörgu leyti er það áhugaverð saga þegar traust skapast þvert á allar spár og breytist svo í vantraust með nýju fólki og áherslum. Það er í sjálfu sér stutt á milli trausts og vantrausts. Fólk, fyrirtæki, stofnanir og heilu ríkisstjórnirnar geta tapað trausti á stuttum tíma en það er hins vegar erfiðara og lengra ferli að vinna sig upp úr vantrausti.

Umræðan
Fréttamynd

„Síðan kemur í ljós að við erum í gjör­ó­líkum störfum“

„Ég heyri það oft þegar ég ræði við til dæmis gamla skólafélaga eða aðra, að það er misskilningur á því í hverju starf verkefnastjóra felst. Ég segi kannski að ég starfi sem verkefnastjóri og þá segir fólk: Já er það? Ég líka! Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum,“ segir Halla Margrét Hinriksdóttir, verkefnastjóri hjá Orku náttúrunnar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hvernig líður þér í vinnunni?

Hvernig er líðan mín í vinnu er spurning sem við ættum öll að staldra við reglulega. Staðreyndin er nefnilega sú að flest fólk á vinnumarkaði ver stórum hluta vökutímans á vinnustaðnum og því er afar mikilvægt að þar líði okkur vel. 

Skoðun
Fréttamynd

„En það hefur líka margt fal­legt komið út úr þessu“

„Það er allt upp á borðum. Við ræðum allt. Og auðvitað hafa þetta verið krefjandi tímar, ekki síst fyrir starfsfólkið ,“ segir Sigrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og öryggis hjá Bláa Lóninu um tímabilið síðan rýmingin var í Grindavík þann 10.nóvember árið 2023.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Þegar normið blekkir

Það er mikilvægt fyrir stjórnir að vera meðvitaðar um það norm sem þær starfa eftir en jafnframt að vera opnar fyrir breytingum þegar aðstæður krefjast þess. Normið má ekki verða bergmálshellir. Við megum ekki gleypa normið hrátt án gagnrýni, heldur þurfum við að skoða það í samhengi við innri og ytri aðstæður fyrirtækja og samfélagsins í heild.

Umræðan
Fréttamynd

Nýtt trend: Engir yfir­menn á vinnu­staðnum

Eitt af því sem mikið hefur verið rætt, ritað um og rannsakað síðustu árin, er helgun starfsmanna. Sem snýst um að rýna í það hversu nátengt og skuldbundið fólk upplifi sig í starfi. Hversu miklu máli starfið og vinnustaðurinn skipti fólk.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„What’s your claim to fame?“

Fyrir nokkrum árum átti ég fund með forstöðumanni vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands. Ég var mættur á réttum tíma en forstöðumaðurinn var enn á fundi þegar ég kom. Hann kom þó út af skrifstofu sinni stuttu síðar ásamt prófessor á félagsvísindasviði Háskóla Íslands sem heitir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Forstöðumaðurinn heilsaði mér og spurði Hannes hvort að við Hannes hefðum ekki hist áður. Hannes leit á mig rannsakandi um stundarkorn og sagði svo: „What’s your claim to fame?“

Umræðan
Fréttamynd

Góð ráð til að hvetja starfs­fólk til dáða fyrir síðustu spretti ársins

Jæja. Haustið fer að skella á. Skólarnir hefjast eftir nokkra daga og áður en við vitum af, smellur rútínan okkar aftur í réttan gír eftir sumarfrí. Stundum getur það verið átak að komast aftur af stað en þó er það þannig að flestir eru einhvern veginn tilbúnir fyrir haustið, meira að segja krakkarnir verða spenntir fyrir skólanum á ný.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Eyjólfur Árni og Rann­veig Rist koma ný inn í stjórn Klíníkurinnar

Á aðalfundi Klíníkurinnar, sem starfrækir einkarekna skurðaðgerðarþjónustu í Ármúla, í gær voru þau Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Rannveig Rist, forstjóri ISAL-álversins í Straumsvík, kjörin ný inn í stjórn félagsins. Eyjólfur Árni, sem verður jafnframt stjórnarformaður Klíníkurinnar, segir það vera grundvallaratriði að fyrirtæki eins og Klíníkin fái að þróast í takt við þær breytingar sem eru að verða heilbrigðisþjónustu hér á landi.

Innherji
Fréttamynd

Ofur­á­hersla á um­hverfis­málin þegar sjálfbærnin snýst í raun um fólk

„Oft leggjum við ofur áherslu á umhverfisvernd þegar við ræðum sjálfbærni. Loftslagsváin er vissulega aðkallandi og nauðsynlegt að fyrirtæki minnki kolefnisfótspor sitt. En í grunninn snýst sjálfbærni í um fólk,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sjálfbærniskólinn opnar: Reglu­gerðin mun líka hafa á­hrif á lítil og meðal­stór fyrir­tæki

„Vissulega nær reglugerðin aðeins til stærri fyrirtækja, með 250 manns eða fleiri og smærri félög tengd almannahagsmunum. Hugmyndafræðin nær hins vegar til allra fyrirtækja, sem þýðir að fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki munu breyttar leikreglur líka hafa áhrif,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans sem hefst í Opna Háskólanum, Háskóla Reykjavík í haust.

Atvinnulíf