Lífið

Fréttamynd

Vann afnot af bifreið í ár

Í tilefni 20 ára afmælis Lýsingar í ár var opnaður nýr vefur 1. júní, www.lysing.is. Þá efndi Lýsing til vefleiks þar sem notendur vefjarins gátu giskað á hversu mörgum árum fyrirtækið fagnar. Tæplega fimm þúsund manns tóku þátt í leiknum sem telst afar gott og voru mjög margir með rétt svar.

Lífið
Fréttamynd

Uppseldur hjá útgefanda

Nýr geisladiskur frá KK, Blús, náði Íslandsströndum um miðja síðustu viku eftir hinar undarlegustu hrakningar sem töfðu útgáfuna og framkölluðu útgáfublús. En gleðin var ekki langt undan því eftirvænting og áhugi fyrir disknum hefur ekki leynt sér og er fyrsta upplag nú uppselt hjá útgefanda.

Lífið
Fréttamynd

Skákhátíð á Grænlandi hefst á þriðjudag

Skákfélagið Hrókurinn heldur fylktu liði til Grænlands nú í vikunni, þar sem efnt verður til skákhátíðar fjórða árið í röð. Hátíðin stendur í heila viku og nær til þorpa og bæja á austurströnd Grænlands.

Lífið
Fréttamynd

Sumartónleikar nr. 100 í Akureyrarkirkju

Fimmtu og síðustu Sumartónleikar í Akureyrarkirkju þetta sumarið verða haldnir sunnudaginn 30. júlí kl. 17. Þessir tónleikar eru auk þess að vera á tuttugasta starfsári, eitt hundruðustu í tónleikaröðinni í Akureyrarkirkju frá upphafi tónleikahaldsins árið 1987.

Lífið
Fréttamynd

Aparnir í Eden

Út er komin önnur hljómskífa hinnar margrómuðu Köntrísveitar Baggalúts, á vegum útgáfufélagsins Geimsteins. Hljómskífan ber titilinn „Aparnir í Eden" og geymir 21 köntríslagara - einkum frumsamið sjávarútvegs- og strandköntrí (e. Hawaiian) en þó ber þar nokkuð á bæði innsveita- (e. bluegrass) og hálendisköntríi (e. western), eins og á fyrri skífu Baggalúts, „Pabbi þarf að vinna".

Lífið
Fréttamynd

Sýning sem er betri en kynlíf

Föstudagskvöldið 18. ágúst mun verða ógleymanlegt fyrir hátt í 1000 íslenskar konur. Þær munu þá troðfylla Broadway til að berja augum fullkomustu karlmenn heims, sem eru á leiðinni til Íslands í þeim eina tilgangi að skemmta konum hérlendis sem aldrei fyrr, tilbiðja þær og dýrka, í einu og öllu.

Lífið
Fréttamynd

Örlagadagur Ragnars Skjálfta

Næstkomandi sunnudag, 30. júlí, ræðir Sirrý við Ragnar Stefánsson um stóra örlagadaginn í lífi hans. Fyrir nokkrum árum lenti þessi þjóðþekkti vísindamaður í alvarlegu bílsslysi þar sem ungur samstarfsmaður hans lést.

Lífið
Fréttamynd

MAN -MEN í Ketilshúsinu

Hrefna Harðardóttir myndlistarkona opnaði sýninguna : MAN - MEN, í Ketilhúsinu í Listagilinu Akureyri, laugardaginn 22. júlí. Sýningin verður opin til 13. ágúst og er opin frá 13-17 alla daga nema mánudaga

Lífið
Fréttamynd

Sessý og Sjonni á Hressó

Dúettinn “Sessý og Sjonni” skipaður þeim Sesselju Magnúsdóttur söngkonu og Sigurjóni Alexanderssyni gítarleikara leikur á Hressó í kvöld. Búast má við tónlist úr ýmsum áttum en aðallega að gleði verði mál málanna.

Lífið
Fréttamynd

Bónusfjöltefli í Kringlunni

Róbert Harðarson skákmeistari teflir fjöltefli við gesti og gangandi fyrir framan verslun Bónuss í Kringlunni, föstudaginn 28. júlí, milli klukkan 16 og 18. Jafnframt munu Hróksmenn kynna landnám skáklistarinnar á Grænlandi, en þar hefst í næstu viku mikil skákhátíð, fjórða árið í röð.

Lífið
Fréttamynd

„Heita sætið“ hefur aldrei verið heitara

Djassgeggjunin á Q-bar heldur áfram í kvöld og nú er röðin komin að Agli Ólafssyni að verma heita sætið. Egill er landsþekktur tónlistarmaður, leikari og skemmtikraftur sem vart þarf að kynna.

Lífið
Fréttamynd

Barroktónlist í fyrirrúmi á tónleikum í Hallgrímskirkju

Bine Bryndorf, prófessor í orgelleik við Konunglega Tónlistarháskólann (Konservatoríið) í Kaupmannahöfn er gestur Alþjóðlegs orgelsumars 29. og 30. júlí næstkomandi. Hún hefur sérstaklega lagt sig eftir túlkun barroktónlistar og þá sérstaklega tónlistar Dietrich Buxtehude sem var organisti í fæðingarbæ Bine, Helsingjaeyri, áður en hann færði sig til Lübeck sem flestir tengja hann við.

Lífið
Fréttamynd

Krás á köldu svelli

Geisladiskurinn Krás á köldu svelli er kominn út. Rætur geislaskífunnar Krás á köldu svelli teygja sig langt í tíma og rúmi. Hér eru á ferð þjóðlög og vísur, frumsamin lög við þjóðvísur og frumorta texta. Útsetningar eru sérstæðar þar sem indverskur ásláttur er í fyrirrúmi.

Lífið
Fréttamynd

Handstúkugerð í Laufási

Minjasafnið stendur fyrir Örnámskeiði í handstúkugerð í Gamla presthúsinu í Laufási fimmtudaginn 27. júlí frá kl 20 – 22. Leiðbeinandi er Guðrún Hallfríður Bjarnadóttir (Hadda). Prjónað verður eftir handstúkum sem eru í eigu Minjasafnsins á Akureyri.

Lífið
Fréttamynd

Íslenskunám í sumarvinnu

Föstudaginn 21. júlí efnir Sumarskólinn til lokahófs milli 11:00 – 13:00 í Austurbæjarskóla. Þar verður sýning á verkefninu Málrækt í sumarvinnu og þátttakendur á íslenskunámskeiði munu skemmta gestum.

Lífið
Fréttamynd

Pottþétt 41 að koma út

Nýjasta safnplatan í Pottþétt röðinni vinsælu kemur út þriðjudaginn 1. ágúst. Á plötunum er að finna flest af vinsælustu lögum dagsins í dag ásamt vinsælustu íslensku lögunum þessa dagana.

Lífið
Fréttamynd

Þórhallur í loftið á Voice

VOICE 987 kynnir nýjasta meðlim VOICE hópsins Þórhall Guðmundsson og þátt hans Lífsaugað en þann 8. ágúst n.k. mun hinn landsþekkti útvarpsmaður og miðill, hefja störf á VOICE 987.

Lífið
Fréttamynd

Miðaldamarkaður á Gásum vel sóttur

Minjasafnið á Akureyri ásamt Gásahandverkshópnum stóð fyrir miðaldamarkaði á Gásum helgina 22. og 23. júlí. Þetta er í fjórða skiptið sem líf og fjör er í búðatóftum miðaldakaupstaðarins á Gásum en í fyrsta skiptið sem uppákoman varir heila helgi.

Lífið
Fréttamynd

Siggi Stormur í Galtalæk

Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur veðurfréttamaður á NFS verður heiðursgestur fjölskylduhátíðarinnar í Galtalæk sem fram fer um Verslunarmannahelgina. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi heiður fellur í skaut veðurfréttamanni.

Lífið
Fréttamynd

Telepathetics með breiðskífu

Frumburður íslensku hljómsveitarinnar The Telepathetics verður fáanlegur í öllum helstu verslunum landsins mánudaginn 24.júlí. Telepathetics vöktu óvænta athygli síðasta sumar þegar einn þekktasti umboðsmaður Bretlands, Alan McGee, sá þá spila á Íslandi

Lífið
Fréttamynd

Hreinsunarátak við Ráðhús og í kringum Tjörnina

Í dag kl. 14.30 munu borgarstjóri, embættismenn og starfsfólk Ráðhússins, Fríkirkjuvegs 1 og 11 taka til hendinni og hreinsa í kringum Tjörnina, Ráðhúsið og byggingar menntasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs.

Lífið
Fréttamynd

Ómar lands og þjóðar

“Sumarfrí” er annar hljómdiskurinn í röðinni “Ómar lands og þjóðar “. Hér er finna lög og ljóð eftir Ómar Ragnarsson, bæði ný og gömul, sem öll fjalla um um land og þjóð.

Lífið
Fréttamynd

Flís á Gljúfrasteini

Á stofutónleikum Gljúfrasteins, næstkomandi sunnudag, verður skipt úr klassíska gírnum yfir í jazz gírinn þegar Flís tríóið kemur sér fyrir í stofunni. Sem fyrr hefjast tónleikarnir klukkan 16.00 og aðgangseyrir er aðeins 500 krónur.

Lífið
Fréttamynd

Afmælismót Róberts í Vin á mánudaginn

Afmælismót Róberts Harðarsonar, skákmeistara og varaforseta Hróksins, verður haldið í Vin, mánudaginn 24. júlí, kl. 13. Hróksmaðurinn knái hefur verið ötull við heimsóknir í Vin þar sem hann hefur teflt fjöltefli, verið með skákskýringar og sett upp mót undanfarin ár.

Lífið
Fréttamynd

Líf, leikur og list

Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir Miðaldamarkaði á Gásum í Eyjafirði laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. júlí næstkomandi milli kl. 10 og 16 báða dagana.

Lífið
Fréttamynd

Sigurerni sleppt í stóra búrið

Nú dvelur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum haförn sem lenti í hremmingum en ung stúlka Sigurbjörg S. Pétursdóttir á Grundarfirði kom honum til hjálpar. Hremmingar arnarins, sem nefndur var af Sigurbjörgu Sigurörn voru í raun tvíþættar,

Lífið
Fréttamynd

Uppselt í stúku á tónleika Morrisey

Morrissey á greinilega aðdáendur á Íslandi – þó gera megi ráð fyrir að fjölmargir þeirra séu erlendis og hafi enn ekki frétt af tónleikum kappans á klakanum. Enn eru til miðar í stæði og kostar miðinn 4.500 kr.

Lífið
Fréttamynd

Fjör í Galtalæk

Blásið verður til risa fjölskuylduhátíðar í Galtalæk um Verslunarmannahelgina í ár. Hátíðin hefur í gegnum árin verið sú fjölmennasta og vinsælasta á landinu og nú í ár verður hátíðin glæsilegri en nokkru sinni fyrr.

Lífið