Líf, leikur og list 21. júlí 2006 15:00 Frá miðaldarmarkaðnum í fyrra. MYNS/ Hörður Geirsson Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir Miðaldamarkaði á Gásum í Eyjafirði laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. júlí næstkomandi milli kl. 10 og 16 báða dagana. Þar fá gestir tækifæri til þess að staldra við á síðmiðöldum og kynnast bæði starfsháttum og menningu þessa tíma. Kaupmenn og handverksfólk í miðaldaklæðnaði verður við leik og störf. Seldur verður innlendur og erlendur varningur og unnið verður að ýmiss konar handverki, svo sem vattarsaumi, tálgun og skósaum, auk þess sem spáð verður í rúnir. Einnig verður brennisteinn úr Námafjalli hreinsaður með gömlum aðferðum og skotið verður úr miðaldafallbyssu út í Eyjafjörð kl. 11:30, 13:30 og 16. Þá munu danskir riddarar berjast á jörðu niðri með spjótum og sverðum kl. 11, 13, og 15:30, járnsmiður verður að störfum milli kl. 13 og 15 og sönghópurinn Hymnodia syngur miðaldalög kl. 12 og 15. Fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands, sem nú vinnur að fornleifarannsóknum á miðaldakaupstaðnum Gásum, verða að störfum báða dagana milli kl. 12 og 15 auk þess sem boðið verður uppá leiðsögn um uppgraftarsvæðið kl. 10:30, 12:30 og 15. Einnig gefst gestum tækifæri til að bregða á leik og reyna sig við bæði bogfimi og steinakast og milli kl. 14 og 16 verður teymt undir yngstu gestunum, sem fá að skella sér á bak hestum með þófa. Síðast en ekki síst verður hægt að gæða sér á kjötsúpu að miðaldasið í boði Norðlenska, Samkaupa/Úrvals og FRIÐRIKS V. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir börn. Dagskrá helgarinnar er eins báða dagana og hana má sjá í heild sinni á heimasíðunum www.gasir.is og www.akmus.is Samstarfsaðilar að miðaldamarkaðnum auk fyrrnefndra aðila eru handverksfólk og áhugafólk um miðaldir úr Eyjafirði, Gásavinafélagið og starfsfólk Middelaldercentret í Nykøbing - Falster í Danmörku og Vikingmuséet Borg á Lófoten í Noregi, en þátttaka hinna síðasttöldu er hluti af samnorrænu verkefni sem styrkt er af Norræna Menningarsjóðnum (Nordisk Kulturfond). Lífið Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir Miðaldamarkaði á Gásum í Eyjafirði laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. júlí næstkomandi milli kl. 10 og 16 báða dagana. Þar fá gestir tækifæri til þess að staldra við á síðmiðöldum og kynnast bæði starfsháttum og menningu þessa tíma. Kaupmenn og handverksfólk í miðaldaklæðnaði verður við leik og störf. Seldur verður innlendur og erlendur varningur og unnið verður að ýmiss konar handverki, svo sem vattarsaumi, tálgun og skósaum, auk þess sem spáð verður í rúnir. Einnig verður brennisteinn úr Námafjalli hreinsaður með gömlum aðferðum og skotið verður úr miðaldafallbyssu út í Eyjafjörð kl. 11:30, 13:30 og 16. Þá munu danskir riddarar berjast á jörðu niðri með spjótum og sverðum kl. 11, 13, og 15:30, járnsmiður verður að störfum milli kl. 13 og 15 og sönghópurinn Hymnodia syngur miðaldalög kl. 12 og 15. Fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands, sem nú vinnur að fornleifarannsóknum á miðaldakaupstaðnum Gásum, verða að störfum báða dagana milli kl. 12 og 15 auk þess sem boðið verður uppá leiðsögn um uppgraftarsvæðið kl. 10:30, 12:30 og 15. Einnig gefst gestum tækifæri til að bregða á leik og reyna sig við bæði bogfimi og steinakast og milli kl. 14 og 16 verður teymt undir yngstu gestunum, sem fá að skella sér á bak hestum með þófa. Síðast en ekki síst verður hægt að gæða sér á kjötsúpu að miðaldasið í boði Norðlenska, Samkaupa/Úrvals og FRIÐRIKS V. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir börn. Dagskrá helgarinnar er eins báða dagana og hana má sjá í heild sinni á heimasíðunum www.gasir.is og www.akmus.is Samstarfsaðilar að miðaldamarkaðnum auk fyrrnefndra aðila eru handverksfólk og áhugafólk um miðaldir úr Eyjafirði, Gásavinafélagið og starfsfólk Middelaldercentret í Nykøbing - Falster í Danmörku og Vikingmuséet Borg á Lófoten í Noregi, en þátttaka hinna síðasttöldu er hluti af samnorrænu verkefni sem styrkt er af Norræna Menningarsjóðnum (Nordisk Kulturfond).
Lífið Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira