Barroktónlist í fyrirrúmi á tónleikum í Hallgrímskirkju 27. júlí 2006 10:00 Bine Bryndorf, prófessor í orgelleik leikur í Hallgrímskirkju 29. pg 30. júlí nk. Bine Bryndorf, prófessor í orgelleik við Konunglega Tónlistarháskólann (Konservatoríið) í Kaupmannahöfn er gestur Alþjóðlegs orgelsumars 29. og 30. júlí næstkomandi. Hún hefur sérstaklega lagt sig eftir túlkun barroktónlistar og þá sérstaklega tónlistar Dietrich Buxtehude sem var organisti í fæðingarbæ Bine, Helsingjaeyri, áður en hann færði sig til Lübeck sem flestir tengja hann við. Hún hefur til dæmis hljóðritað öll orgelverk hans. Á hádegistónleikunum, 29. júlí kl. 12, leikur Bine Bryndorf eingöngu barroktónlist. Hún byrjar með Sónötu nr. 5 í C-dúr eftir J.S. Bach, svo A Voluntary for ye Duble Organ eftir Henry Purcell, verk sem hefur ekki heyrst hér áður og hún lýkur tónleikunum með Prelúdíu í D-dúr eftir Dietrich Buxtehude. Tónleikar sunndagsins, 30. júlí kl. 20, eru rammaðir inn af tveimur Prelúdíum eftir Buxtehude því þeir byrja á BuxWV 139 í D-dúr og þeim lýkur á BuxWV 140 í d-moll. Inn á milli leikur hún til skiptist tónlist frá 18. öld og þeirri 20. Eftir Prelúdíu í D-dúr er Sanctus úr Messe de couvents eftir François Couperin, þá tveir þættir úr Les Corps glorieus (Hinir dýrlegur líkamar) eftir Olivier Messiaen, Andante í F-dúr eftir W. A. Mozart og fyrir hlé lýkur með Contrasti per organo sem Vagn Holmboe skrifaði árið 1972. Það er í 6 þáttum og er eitt þriggja verka sem Vagn Holmboe hefur skrifað en hann er meðal þekktustu tónskáldum Dana í dag. Eftir hlé leikur Bine Sónötu nr. 5 í C-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Bach skrifaði sex sónötur sem æfingaverk fyrir elsta son sinn Wilhelm Friedemann, allar þriggja radda, ein í hvorri hendi og ein í fótspili og má alveg líta á þær sem tríó fyrir kammerhóp en organistinn leikur allar þrjár raddirnar. Tónleikunum lýkur, eins og áður segir, með Prelúdíu í d-moll eftir Buxtehude. Bine Katrine Bryndorf hlaut fyrstu orgelkennslu sína hjá Kristian Olesen og Bo Grønbech. Árin 1987-1991 var hún við orgelnám hjá Michael Radulescu og nám í semballeik hjá Gordon Murray við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Síðan stundaði hún einnig nám hjá William Porter i Boston og Daniel Roth í París. Eftir lokapróf í kirkjutónlist, orgelleik og semballeik var Bine Bryndord aðstoðarkennari Michael Radulescus í Vín. Árið 1994 varð hún dósent við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og í janúar 2001 varð hún prófessor við sama skóla. Síðan 1996 hefur hún einnig verið organisti við Vartov kirkju í miðborg Kaupmannahafnar. Bine Bryndorf hefur unnið til verðlauna í orgel¬keppnum í Innsbruck, Brugge og í Óðinsvéum auk verðlauna í kammertónlistarkeppnum í Melk og í Kaupmannahöfn í keppni á vegum Danska útvarpsins. Hún hlaut Gade-verðlaunin 1987 og veturinn 1999-2000 var hún útnefnd tónlistarmaður ársins af Rás 2 (klassísk rás) Danska útvarpsins. Bine Bryndorf er mjög virk sem einleikari og með kammertónlistarhópum auk þess sem hún hefur kennt á meistarakúrsum víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Þá er hún einnig eftirsótt sem dómari í orgelkeppnum. Undanfarin ár hefur Bine Bryndorf unnið að hljóðritun verka Dietrichs Buxtehude og hefur þeirri hljóðritun verið mjög vel tekið. Lífið Menning Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Bine Bryndorf, prófessor í orgelleik við Konunglega Tónlistarháskólann (Konservatoríið) í Kaupmannahöfn er gestur Alþjóðlegs orgelsumars 29. og 30. júlí næstkomandi. Hún hefur sérstaklega lagt sig eftir túlkun barroktónlistar og þá sérstaklega tónlistar Dietrich Buxtehude sem var organisti í fæðingarbæ Bine, Helsingjaeyri, áður en hann færði sig til Lübeck sem flestir tengja hann við. Hún hefur til dæmis hljóðritað öll orgelverk hans. Á hádegistónleikunum, 29. júlí kl. 12, leikur Bine Bryndorf eingöngu barroktónlist. Hún byrjar með Sónötu nr. 5 í C-dúr eftir J.S. Bach, svo A Voluntary for ye Duble Organ eftir Henry Purcell, verk sem hefur ekki heyrst hér áður og hún lýkur tónleikunum með Prelúdíu í D-dúr eftir Dietrich Buxtehude. Tónleikar sunndagsins, 30. júlí kl. 20, eru rammaðir inn af tveimur Prelúdíum eftir Buxtehude því þeir byrja á BuxWV 139 í D-dúr og þeim lýkur á BuxWV 140 í d-moll. Inn á milli leikur hún til skiptist tónlist frá 18. öld og þeirri 20. Eftir Prelúdíu í D-dúr er Sanctus úr Messe de couvents eftir François Couperin, þá tveir þættir úr Les Corps glorieus (Hinir dýrlegur líkamar) eftir Olivier Messiaen, Andante í F-dúr eftir W. A. Mozart og fyrir hlé lýkur með Contrasti per organo sem Vagn Holmboe skrifaði árið 1972. Það er í 6 þáttum og er eitt þriggja verka sem Vagn Holmboe hefur skrifað en hann er meðal þekktustu tónskáldum Dana í dag. Eftir hlé leikur Bine Sónötu nr. 5 í C-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Bach skrifaði sex sónötur sem æfingaverk fyrir elsta son sinn Wilhelm Friedemann, allar þriggja radda, ein í hvorri hendi og ein í fótspili og má alveg líta á þær sem tríó fyrir kammerhóp en organistinn leikur allar þrjár raddirnar. Tónleikunum lýkur, eins og áður segir, með Prelúdíu í d-moll eftir Buxtehude. Bine Katrine Bryndorf hlaut fyrstu orgelkennslu sína hjá Kristian Olesen og Bo Grønbech. Árin 1987-1991 var hún við orgelnám hjá Michael Radulescu og nám í semballeik hjá Gordon Murray við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Síðan stundaði hún einnig nám hjá William Porter i Boston og Daniel Roth í París. Eftir lokapróf í kirkjutónlist, orgelleik og semballeik var Bine Bryndord aðstoðarkennari Michael Radulescus í Vín. Árið 1994 varð hún dósent við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og í janúar 2001 varð hún prófessor við sama skóla. Síðan 1996 hefur hún einnig verið organisti við Vartov kirkju í miðborg Kaupmannahafnar. Bine Bryndorf hefur unnið til verðlauna í orgel¬keppnum í Innsbruck, Brugge og í Óðinsvéum auk verðlauna í kammertónlistarkeppnum í Melk og í Kaupmannahöfn í keppni á vegum Danska útvarpsins. Hún hlaut Gade-verðlaunin 1987 og veturinn 1999-2000 var hún útnefnd tónlistarmaður ársins af Rás 2 (klassísk rás) Danska útvarpsins. Bine Bryndorf er mjög virk sem einleikari og með kammertónlistarhópum auk þess sem hún hefur kennt á meistarakúrsum víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Þá er hún einnig eftirsótt sem dómari í orgelkeppnum. Undanfarin ár hefur Bine Bryndorf unnið að hljóðritun verka Dietrichs Buxtehude og hefur þeirri hljóðritun verið mjög vel tekið.
Lífið Menning Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið