Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Skiljum engan eftir, út undan eða í hættu

Það er vel þekkt að COVID-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg samfélagsleg áhrif, ekki bara hér innanlands heldur á heimsvísu. Fylgifiskar faraldursins hafa meðal annars verið aukin hætta á ójöfnuði og ofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans

Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum.

Innlent
Fréttamynd

Hvorki slakað á smitrakningu né sýnatöku

Sóttvarnalæknir sér hvorki fyrir sér að slakað verði á smitrakningu eða sýnatökum á næstunni þó verulega sé verið að létta á sóttvarnaaðgerðum. Verið er að skoða leiðir til að einfalda sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Rússar í­huga að loka öllu í viku vegna Co­vid-bylgju

Aldrei hafa fleiri Rússar látist af völdum Covid-19 á einum degi heldur en í gær, en samkvæmt opinberum tölum létust 1.028 manns. Alls hafa 226.353 látist af völdum Covid-19 í Rússlandi frá upphafi faraldursins, sem er það langmesta meðal Evrópuríkja og í fimmta sæti á heimsvísu, á eftir Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi og Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

66 greindust með kórónu­veiruna í gær

66 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 38 þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 58 prósent. 28 voru utan sóttkvíar, eða 42 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Þessar afléttingar tóku gildi á miðnætti

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti skömmu fyrir hádegi í gær að ráðist yrði í þrekaskiptar afléttingar á innanlandstakmörkunum vegna Covid-19 með að markmiði að öllum takmörkunum verði aflétt 19. nóvember. Fyrstu afléttingarnar tóku gildi á miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að Bolsonaro verði ákærður fyrir morð

Brasilískir öldungadeildarþingmenn segja að ákæra ætti Jair Bolsonaro, forseta landsins, vegna fjölda dauðsfalla sökum Covid-19. Meðal annars ætti að ákæra hann fyrir morð fyrir að ákvarðanir sem leiddu til aukinnar útbreiðslu Covid í Brasilíu.

Erlent
Fréttamynd

Greindi frá því í beinni að hann væri með MS

John King, einn af helstu fréttaþulum bandarísku sjónvarpstöðvarinnar CNN, greindi frá því í dag í miðjum umræðuþætti hans á sjónvarpstöðinni að hann væri með taugasjúkdóminn MS. Hann segist vera þakklátur fyrir það að samstarfsfélagar hans séu bólusettir gegn Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

„Covid er ekki búið”

Kórónuveirufaraldrinum er ekki lokið þrátt fyrir að verið sé að ráðast í umfangsmiklar afléttingar, að sögn sóttvarnalæknis. Hann tekur fram að ekki sé hægt að líta á faraldurinn eins og hefðbundna flensu og segir metfjölda smitaðra í gær áhyggjuefni.

Innlent
Fréttamynd

„Langt síðan við hættum að horfa sér­stak­lega á smit­tölur“

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir hefur ekki á­hyggjur af því að verið sé að ráðast í af­léttingar á sam­komu­tak­mörkunum innan­lands á sama tíma og smituðum virðist vera að fjölga í sam­fé­laginu. Átta­tíu manns greindust með veiruna í gær, sem er mesti fjöldi í tæpa tvo mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Kórónuveiran á siglingu í Bretlandi

Þeim sem smitast af kórónuveirunni í Bretlandi hefur fjölgað stöðugt í þessum mánuði og í gær greindust tæplega fimmtíu þúsund manns með Covid 19 í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Búin að vera að hamstra vörur síðan í sumar

Kaupmaður í miðbænum segir vöruskort síðustu mánaða hafa verið gríðarlega áskorun. Hún hafi byrjað að hamstra vörur fyrr á árinu til að mæta eftirspurn í jólavertíðinni - og ráðleggur fólki að bíða ekki of lengi með jólainnkaupin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kári vill taka áhættuna

Kári Stefánsson segir tímabært að Íslendingar taki þá áhættu að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum. Stjórnvöld taka afstöðu til næstu skrefa á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. 

Innlent