Sóttvarnalæknir birtir færslur um þróun faraldursins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. október 2021 21:46 Þórólfur (fyrir miðju) mun iðulega birta stuttar færslur á covid.is. Með honum á myndinni eru Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Frá og með deginum í dag má vænta þess að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir birti stuttar færslur á Covid.is, vef Landlæknis og almannavarna, nokkrum sinnum í viku og fjalla um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Fyrsta færslan birtist í dag en þar segir sóttvarnalæknir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins hér á landi. Í tilkynningu sem Hjördís Guðmundsóttir, samskiptastjóri almannavarna, sendi fjölmiðlum í dag kemur fram að færslurnar muni birtast flesta virka daga, en engin sérstök tímasetning verði á þeim. Telur ástæðu til að hafa áhyggjur Í fyrstu færslunni, sem birtist í dag, bendir Þórólfur á að 14 daga nýgengi smita hér á landi sé um 230 á hverja 100.000 íbúa. Það sé með því hæsta sem sést hafi hér á landi frá upphafi faraldursins. „Innlögnum á Landspítalann hefur einnig fjölgað og á spítalanum liggja nú 11 einstaklingar og þar af einn á gjörgæsludeild. Síðustu vikur og mánuði hafa um 2% þeirra sem greinast lagst inn á sjúkrahús, 0,4%lagst inn á gjörgæsludeild og um 0,2% þurft aðstoð öndunarvéla. Um helmingur innlagðra var full bólusettur,“ skrifar Þórólfur. Þá segir hann fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins hér á landi, og setur hana í samhengi við auknar afléttingar sóttvarnatakmarkana. „Með vaxandi afléttingu takmarkana þá hefur dreifing smits aukist og greinilegt að einstaklingsbundnar sóttvarnir duga ekki til að halda faraldrinum í skefjum. Þó að útbreidd bólusetning komi í veg fyrir smit og einkum alvarleg veikindi þá virðist hún ekki duga til að stöðva þá bylgju sem nú er í gangi né heldur að koma í veg fyrir innlagnir alvarlegra veikra.“ Líkt og greint var frá í dag telur sóttvarnalæknir að mögulega sé tilefni til þess að endurskoða fyrirhugaðar allsherjarafléttingar takmarkana, sem stjórnvöld hafa boðað að verði að veruleika 18. nóvember. Þrátt fyrir það hafa bæði forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sagt að ekki sé stefnan að skipta um stefnu, í það minnsta ekki að svo stöddu. Í niðurlagi færslu sinnar hvetur sóttvarnalæknir til þess að allir hugi að einstaklingsbundnum sóttvörnum, svo síður þurfi að koma til takmarkana á umgengni fólks. „Munum að margar innlagnir á sjúkrahús koma ekki einungis niður á umönnun þeirra sem veikst hafa alvarlega af COVID-19 heldur einnig annarri mikilvægri þjónustu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fella niður skólahald og herða heimsóknarreglur vegna útbreiðslu Covid Skólahald í Auðarskóla í Dalabyggð hefur verið fellt niður út þessa viku og heimsóknarreglur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni verið hertar, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í sveitarfélaginu. 26. október 2021 17:16 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Í tilkynningu sem Hjördís Guðmundsóttir, samskiptastjóri almannavarna, sendi fjölmiðlum í dag kemur fram að færslurnar muni birtast flesta virka daga, en engin sérstök tímasetning verði á þeim. Telur ástæðu til að hafa áhyggjur Í fyrstu færslunni, sem birtist í dag, bendir Þórólfur á að 14 daga nýgengi smita hér á landi sé um 230 á hverja 100.000 íbúa. Það sé með því hæsta sem sést hafi hér á landi frá upphafi faraldursins. „Innlögnum á Landspítalann hefur einnig fjölgað og á spítalanum liggja nú 11 einstaklingar og þar af einn á gjörgæsludeild. Síðustu vikur og mánuði hafa um 2% þeirra sem greinast lagst inn á sjúkrahús, 0,4%lagst inn á gjörgæsludeild og um 0,2% þurft aðstoð öndunarvéla. Um helmingur innlagðra var full bólusettur,“ skrifar Þórólfur. Þá segir hann fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins hér á landi, og setur hana í samhengi við auknar afléttingar sóttvarnatakmarkana. „Með vaxandi afléttingu takmarkana þá hefur dreifing smits aukist og greinilegt að einstaklingsbundnar sóttvarnir duga ekki til að halda faraldrinum í skefjum. Þó að útbreidd bólusetning komi í veg fyrir smit og einkum alvarleg veikindi þá virðist hún ekki duga til að stöðva þá bylgju sem nú er í gangi né heldur að koma í veg fyrir innlagnir alvarlegra veikra.“ Líkt og greint var frá í dag telur sóttvarnalæknir að mögulega sé tilefni til þess að endurskoða fyrirhugaðar allsherjarafléttingar takmarkana, sem stjórnvöld hafa boðað að verði að veruleika 18. nóvember. Þrátt fyrir það hafa bæði forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sagt að ekki sé stefnan að skipta um stefnu, í það minnsta ekki að svo stöddu. Í niðurlagi færslu sinnar hvetur sóttvarnalæknir til þess að allir hugi að einstaklingsbundnum sóttvörnum, svo síður þurfi að koma til takmarkana á umgengni fólks. „Munum að margar innlagnir á sjúkrahús koma ekki einungis niður á umönnun þeirra sem veikst hafa alvarlega af COVID-19 heldur einnig annarri mikilvægri þjónustu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fella niður skólahald og herða heimsóknarreglur vegna útbreiðslu Covid Skólahald í Auðarskóla í Dalabyggð hefur verið fellt niður út þessa viku og heimsóknarreglur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni verið hertar, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í sveitarfélaginu. 26. október 2021 17:16 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fella niður skólahald og herða heimsóknarreglur vegna útbreiðslu Covid Skólahald í Auðarskóla í Dalabyggð hefur verið fellt niður út þessa viku og heimsóknarreglur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni verið hertar, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í sveitarfélaginu. 26. október 2021 17:16