Kvartaði til Samgöngustofu vegna of dýrs flugmiða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2021 09:12 Flugvél Norwegian í flugtaki í Noregi. Getty Images/Matthew Horwood Farþegi sem vildi komast heim til Spánar frá Íslandi í tæka tíð fyrir lokun landamæra Spánar á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins hafði ekki erindi sem erfiði hjá Samgöngustofu, eftir að hann kvartaði undan því að flugmiðinn sem hann keypti hafi verið of dýr. Málið má rekja til þess að farþeginn átti bókað flug með Norwegian frá Keflavík til Kanaríeyja í lok mars á síðasta ári. Fluginu var hins vegar aflýst vegna lokunar landamæra Spánar, sem kom til vegna kórónuveirufaraldursins. Í úrskurði Samgöngustofu kemur fram að enginn ágreiningur hafi verið um að Norwegian ætti að endurgreiða farþeganum flugfargjaldið vegna aflýsingu flugferðarinnar. Fékk farþeginn þann flugmiða endurgreiddan. Ráða má af lestri úrskurðarins að viðkomandi farþegi hafi hins vegar keypt sér annan farmiða með Norwegian til að komast aftur heim til Tenerife, áður en að landamæri Spánar lokuðu. Sá flugmiði virðist hins vegar hafa kostað skildinginn, í það minnsta kvartaði farþeginn til Samgöngustofu þar sem honum þótti fargjaldið sem hann greiddi fyrir flugmiðann vera of dýrt. Í úrskurði Samgöngustofu er vísað í reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan EES-svæðisins þar sem fram kemur að far- og farmgjöld skulu vera frjáls vegna flugþjónustu innan sama svæðis. Stofnunin hafi því ekki ákvörðunarvald til að taka afstöðu til fjárhæðar fargjalds á grundvelli reglugerða um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem neitað er um flug eða flugi aflýst. Var kvörtuninni því vísað frá. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Samgöngur Spánn Kanaríeyjar Tengdar fréttir Norwegian hættir flugi á lengri leiðum Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins. 14. janúar 2021 08:57 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Málið má rekja til þess að farþeginn átti bókað flug með Norwegian frá Keflavík til Kanaríeyja í lok mars á síðasta ári. Fluginu var hins vegar aflýst vegna lokunar landamæra Spánar, sem kom til vegna kórónuveirufaraldursins. Í úrskurði Samgöngustofu kemur fram að enginn ágreiningur hafi verið um að Norwegian ætti að endurgreiða farþeganum flugfargjaldið vegna aflýsingu flugferðarinnar. Fékk farþeginn þann flugmiða endurgreiddan. Ráða má af lestri úrskurðarins að viðkomandi farþegi hafi hins vegar keypt sér annan farmiða með Norwegian til að komast aftur heim til Tenerife, áður en að landamæri Spánar lokuðu. Sá flugmiði virðist hins vegar hafa kostað skildinginn, í það minnsta kvartaði farþeginn til Samgöngustofu þar sem honum þótti fargjaldið sem hann greiddi fyrir flugmiðann vera of dýrt. Í úrskurði Samgöngustofu er vísað í reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan EES-svæðisins þar sem fram kemur að far- og farmgjöld skulu vera frjáls vegna flugþjónustu innan sama svæðis. Stofnunin hafi því ekki ákvörðunarvald til að taka afstöðu til fjárhæðar fargjalds á grundvelli reglugerða um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem neitað er um flug eða flugi aflýst. Var kvörtuninni því vísað frá.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Samgöngur Spánn Kanaríeyjar Tengdar fréttir Norwegian hættir flugi á lengri leiðum Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins. 14. janúar 2021 08:57 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Norwegian hættir flugi á lengri leiðum Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins. 14. janúar 2021 08:57