Smituðum fjölgar í hópsmiti á hjartaskurðdeild Snorri Másson skrifar 26. október 2021 11:45 Karl Andersen hjartalæknir telur að hægt verði að ná utan um hópsmit á Landspítala. Vísir/Þ Sex manna hópsmit er komið upp á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þar af er einn starfsmaður smitaður. Þessi atburðarás skapar töluvert álag á starfsemi sjúkrahússins en hjartalæknir segir ógerning að koma alveg í veg fyrir að veiran berist inn fyrir dyrnar. Greint var frá því í gærkvöldi að fjórir sjúklingar hefðu greinst með veiruna á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa nýverið gengist undir opna hjartaaðgerð og talið er að smitið hafi ratað inn á deildina með aðstandanda. Nú á tólfta tímanum bárust niðurstöður úr skimun allra starfsmanna og sjúklinga og bættust þá við einn starfsmaður og einn sjúklingur. Karl Andersen, forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu spítalans, segir þetta skárri niðurstöðu en hefði mátt óttast og telur að hægt verði að ná utan um smitin í framhaldinu. Vissulega geti þó fleiri greinst þegar fram líður. „Að svona gerist, er þetta óheppilegt, eru það mistök sem valda þessu eða hvernig eruð þið að túlka það? Nei við lítum ekki á þetta sem mistök. Það er viðbúið þegar svona mikið af veiru er úti í samfélaginu. Þegar bæði starfsfólk og aðstandendur sem koma hingað inn á spítalann eru útsett fyrir þessu er það bara tímaspursmál hvenær svona atvik gerist,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Umræddir hjartasjúklingar, alla vega fyrstu fjórir, eru bólusettir og hafa ekki veikst alvarlega vegna veirunnar enn sem komið er. En þrátt fyrir bólusetningu eru alltaf einhverjir sem veikjast, segir Karl. „Þessi veira er enn þá þarna úti og smittölurnar eru að aukast frá degi til dags síðustu daga og vikur og við sjáum það að það er heilmikið af veiru þarna úti. Starfsmenn spítalans og sjúklingar eru úti í samfélaginu og smitast eins og aðrir,“ segir Karl. Karl óttast að þetta leiði til aukins álags á spítalanum, sem er einmitt það sem sóttvarnayfirvöld miða við þegar þau ákveða sínar aðgerðir. Því hefur verið reynt að efla varnirnar. „Á spítalanum eru náttúrulega smitvarnir sem eru mun strangari en gengur og gerist úti í samfélaginu. Það er grímuskylda og ákveðin nálægðarmörk sem eru tveir metrar og ég held að það hafi sýnt sig á undanförnum vikum og mánuðum að þær reglur hafi komið í veg fyrir fjölda tilvika í gegnum tíðina,“ segir Karl. Að lokum brýnir Karl fyrir fólki að koma alls ekki inn á heilbrigðisstofnanir ef það hefur einkenni loftvegasýkinga, hvort sem það er Covid eða annarra. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Greint var frá því í gærkvöldi að fjórir sjúklingar hefðu greinst með veiruna á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa nýverið gengist undir opna hjartaaðgerð og talið er að smitið hafi ratað inn á deildina með aðstandanda. Nú á tólfta tímanum bárust niðurstöður úr skimun allra starfsmanna og sjúklinga og bættust þá við einn starfsmaður og einn sjúklingur. Karl Andersen, forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu spítalans, segir þetta skárri niðurstöðu en hefði mátt óttast og telur að hægt verði að ná utan um smitin í framhaldinu. Vissulega geti þó fleiri greinst þegar fram líður. „Að svona gerist, er þetta óheppilegt, eru það mistök sem valda þessu eða hvernig eruð þið að túlka það? Nei við lítum ekki á þetta sem mistök. Það er viðbúið þegar svona mikið af veiru er úti í samfélaginu. Þegar bæði starfsfólk og aðstandendur sem koma hingað inn á spítalann eru útsett fyrir þessu er það bara tímaspursmál hvenær svona atvik gerist,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Umræddir hjartasjúklingar, alla vega fyrstu fjórir, eru bólusettir og hafa ekki veikst alvarlega vegna veirunnar enn sem komið er. En þrátt fyrir bólusetningu eru alltaf einhverjir sem veikjast, segir Karl. „Þessi veira er enn þá þarna úti og smittölurnar eru að aukast frá degi til dags síðustu daga og vikur og við sjáum það að það er heilmikið af veiru þarna úti. Starfsmenn spítalans og sjúklingar eru úti í samfélaginu og smitast eins og aðrir,“ segir Karl. Karl óttast að þetta leiði til aukins álags á spítalanum, sem er einmitt það sem sóttvarnayfirvöld miða við þegar þau ákveða sínar aðgerðir. Því hefur verið reynt að efla varnirnar. „Á spítalanum eru náttúrulega smitvarnir sem eru mun strangari en gengur og gerist úti í samfélaginu. Það er grímuskylda og ákveðin nálægðarmörk sem eru tveir metrar og ég held að það hafi sýnt sig á undanförnum vikum og mánuðum að þær reglur hafi komið í veg fyrir fjölda tilvika í gegnum tíðina,“ segir Karl. Að lokum brýnir Karl fyrir fólki að koma alls ekki inn á heilbrigðisstofnanir ef það hefur einkenni loftvegasýkinga, hvort sem það er Covid eða annarra.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira