Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Líst hvorki á bólu­setninga­skyldu né -passa

Það er löngu komin „sóttþreyta“ í þjóðina og misjafnar skoðanir uppi á ágæti sóttvarnaaðgerða. Það er hins vegar mikilvægt að halda upplýstri umræðu áfram og hvetja fólk til að þiggja bólusetningu, þar sem vonir eru bundnar við að svokallaður örvunarskammtur muni veita aukna vörn til lengri tíma.

Innlent
Fréttamynd

Meiri aðsókn í örvunarbólusetningu í þessari viku

Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksins fór vel af stað í vikunni en um 20 þúsund manns fengu örvunarskammt í vikunni. Framkvæmdasjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðinu segir mætinguna hafa verið vonum framar og bíður spennt eftir næstu viku. 

Innlent
Fréttamynd

Omíkron greinst í tólf löndum EES

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 

Innlent
Fréttamynd

140 greindust innan­lands

140 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 140 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 51 prósent. 68 voru utan sóttkvíar, eða 49 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Svona var djammið á öðru ári veirunnar

Desember er genginn í garð og fréttastofan hefur að rifja upp árið með nýju sniði. Við byrjum á máli málanna: Raunum (aðallega) unga fólksins við að halda í djammvonina á tímum þar sem allt virtist blása á móti.

Innlent
Fréttamynd

Býr nýjan ráðherra undir að grípa þurfi til aðgerða á landamærum og innanlands

Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að vera undir það búin að nýtt afbrigði kórónuveirunnar geti borist hingað til lands. Reynist veiran skeinuhættari en talið hefur verið þurfi að undirbúa að grípa til hertari aðgerða bæði á landamærum og jafnvel innanlands. Slíkar tillögur séu ekki á borðinu sem stendur en það kunni að breytast fljótt.

Innlent
Fréttamynd

Sérstök ástæða til að fara varlega vegna omíkron

Sóttvarnalæknir segir tilefni til þess að fara áfram varlega þrátt fyrir að bylgjan sé á hægri niðurleið en núgildandi takmarkanir renna út í næstu viku. Sérstök ástæða sé til þess vegna óvissu um nýja omíkron afbrigðið. Hundrað og fimmtán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær.

Innlent
Fréttamynd

Áhorfendur geta mætt á Hafnarfjarðarslaginn

Það ræðst á morgun hvort það verða hvít eða rauð jól í Hafnarfirði, þegar FH og Haukar mætast í sannkölluðum toppslag í Olís-deild karla í handbolta. Áhorfendur geta mætt framvísi þeir neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi.

Handbolti
Fréttamynd

Segir ekki tilefni til að grípa til harðra aðgerða í bili

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Omíkron, tilefni til varúðar en ekki hræðslu. Þá segir hann ekki nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða á borð við útgöngubanns, að því gefnu að fólk sinni því að bera grímu og láta bólusetja sig.

Erlent
Fréttamynd

Öll fjölskyldan greindist með Covid

Leikkonan Keira Knightly sagði frá því í viðtali við The Telegraph að hún er nú að jafna sig eftir að smitast af kórónaveirunni. Hún er töluvert veik og liður illa.

Lífið
Fréttamynd

95 greindust innan­lands

95 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 95 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 56 prósent. 42 voru utan sóttkvíar, eða 44 prósent.

Innlent