Mótmæltu bólusetningum á Austurvelli Eiður Þór Árnason skrifar 7. desember 2021 20:26 Margt var um manninn á Austurvelli fyrr í kvöld. Vísir/Sigurjón Tugir manna voru samankomin á Austurvelli á sjöunda tímanum í kvöld til að mótmæla bólusetningarstefnu stjórnvalda. Beindust mótmælin einna helst gegn bólusetningum barna við Covid-19. Mótmælin fóru friðsamlega fram og mátti sjá suma mótmælendur prýdda jólaskrauti. Þá báru aðrir uppi skilti með hinum ýmsu skilaboðum til stjórnvalda þar sem lýst var yfir óánægju með viðbrögð heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum. Vörðuðu mörg skiltin sóttvarnaaðgerðir og bólusetningar barna. Klippa: Mótmæltu bólusetningum á Austurvelli Boðið hefur verið upp á bólusetningu gegn Covid-19 fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára hér á landi með bóluefni Pfizer frá því í ágúst. Bóluefnið er annað tveggja sem hefur verið samþykkt til notkunar fyrir þennan aldurshóp en upphaflegt markaðsleyfi bóluefnis Pfizer byggði á notkun fyrir sextán ára og eldri. Í lok maí á þessu ári samþykkti Lyfjastofnun Evrópu síðan notkun þess fyrir 12 til 15 ára börn, að undangenginni rannsókn sem náði til 2.260 barna. Reyndist vörnin í bólusetta hópnum vera 100%, þar sem ekkert bólusettu barnanna fékk Covid-19 samanborið við sextán börn (af 978) í samanburðarhóp rannsóknarinnar sem fengu lyfleysu. Mæla með bólusetningu fyrir alla yfir 12 ára aldri Fram kemur á Covid.is, upplýsingavef embættis landlæknis og almannavarna, að rannsóknir hafi sýnt að það sé öruggara að fá bólusetningu heldur en Covid-19, bæði fyrir börn og fullorðna. Alvarleg veikindi eða langtímaáhrif eftir Covid-19 veikindi séu líklegri fyrir alla sem megi fá bólusetningu heldur en alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningu. Þess vegna mæli heilbrigðisyfirvöld með bólusetningu fyrir alla 12 ára og eldri. Algengustu aukaverkanir bólusetningar gegn Covid-19 eru sagðar vera óþægindi í handlegg, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta í einn eða tvo daga. Að sögn heilbrigðisyfirvalda eru sjaldgæfari aukaverkanir eftir bóluefni Pfizer bólgur í poka í kringum hjartað sem er kallað gollurshús eða enn sjaldnar í hjartanu sjálfu. Þessar aukaverkanir komi frekar eftir bólusetningu hjá ungu fólki heldur en gömlu, hjá drengjum frekar en stúlkum og gerist oftast þremur til fjórum dögum eftir seinni skammtinn. „Þá getur komið skrítinn hjartsláttur, verkur í brjóstið, hraður andardráttur eða verið óþægilegt að anda djúpt. Þótt þessar aukaverkanir geti verið óþægilegar og jafnvel ógnvekjandi, þá jafna flestir sig alveg með hvíld og bólgueyðandi verkjalyfjum. Það getur tekið nokkrar vikur að jafna sig,“ segir á Covid.is. Fram kom í matsferli sérfræðinefndar Lyfjastofnunar Evrópu að slík hjartavöðvabólga og gollurhúsbólga væri afar sjaldgæf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Mótmælin fóru friðsamlega fram og mátti sjá suma mótmælendur prýdda jólaskrauti. Þá báru aðrir uppi skilti með hinum ýmsu skilaboðum til stjórnvalda þar sem lýst var yfir óánægju með viðbrögð heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum. Vörðuðu mörg skiltin sóttvarnaaðgerðir og bólusetningar barna. Klippa: Mótmæltu bólusetningum á Austurvelli Boðið hefur verið upp á bólusetningu gegn Covid-19 fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára hér á landi með bóluefni Pfizer frá því í ágúst. Bóluefnið er annað tveggja sem hefur verið samþykkt til notkunar fyrir þennan aldurshóp en upphaflegt markaðsleyfi bóluefnis Pfizer byggði á notkun fyrir sextán ára og eldri. Í lok maí á þessu ári samþykkti Lyfjastofnun Evrópu síðan notkun þess fyrir 12 til 15 ára börn, að undangenginni rannsókn sem náði til 2.260 barna. Reyndist vörnin í bólusetta hópnum vera 100%, þar sem ekkert bólusettu barnanna fékk Covid-19 samanborið við sextán börn (af 978) í samanburðarhóp rannsóknarinnar sem fengu lyfleysu. Mæla með bólusetningu fyrir alla yfir 12 ára aldri Fram kemur á Covid.is, upplýsingavef embættis landlæknis og almannavarna, að rannsóknir hafi sýnt að það sé öruggara að fá bólusetningu heldur en Covid-19, bæði fyrir börn og fullorðna. Alvarleg veikindi eða langtímaáhrif eftir Covid-19 veikindi séu líklegri fyrir alla sem megi fá bólusetningu heldur en alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningu. Þess vegna mæli heilbrigðisyfirvöld með bólusetningu fyrir alla 12 ára og eldri. Algengustu aukaverkanir bólusetningar gegn Covid-19 eru sagðar vera óþægindi í handlegg, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta í einn eða tvo daga. Að sögn heilbrigðisyfirvalda eru sjaldgæfari aukaverkanir eftir bóluefni Pfizer bólgur í poka í kringum hjartað sem er kallað gollurshús eða enn sjaldnar í hjartanu sjálfu. Þessar aukaverkanir komi frekar eftir bólusetningu hjá ungu fólki heldur en gömlu, hjá drengjum frekar en stúlkum og gerist oftast þremur til fjórum dögum eftir seinni skammtinn. „Þá getur komið skrítinn hjartsláttur, verkur í brjóstið, hraður andardráttur eða verið óþægilegt að anda djúpt. Þótt þessar aukaverkanir geti verið óþægilegar og jafnvel ógnvekjandi, þá jafna flestir sig alveg með hvíld og bólgueyðandi verkjalyfjum. Það getur tekið nokkrar vikur að jafna sig,“ segir á Covid.is. Fram kom í matsferli sérfræðinefndar Lyfjastofnunar Evrópu að slík hjartavöðvabólga og gollurhúsbólga væri afar sjaldgæf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46