Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

„Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans.

Innlent
Fréttamynd

Smitið sem greindist í Norrænu er gamalt

Eftir að Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði síðasta fimmtudag reyndust tveir farþega smitaðir af kórónuveirunni. Annað smitanna hafði greinst í Danmörku og var farþeginn því í einangrun alla leið til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ætluðu aldrei að sinna skimun „til eilífðarnóns“

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að ekki hafi verið áætlað að sinna skimun fyrir kórónuveirunni „til eilífðarnóns.“ Tími sé kominn til þess að starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar snúi sér aftur að dagvinnu sinni, sem hefur verið vanrækt, og „hverfi aftur inn í botnlausa erfðafræðina.“

Innlent
Fréttamynd

Skírðu drenginn í höfuðið á þríeykinu

Lítill drengur í Stykkishólmi fékk nafnið sitt um helgina. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að drengurinn var skírður í höfðuð á þekktasta þríeyki landsins.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til for­sætis­ráð­herra Ís­lands

Katrín, í byrjun mars þegar Covid-19 faraldurinn fór að sækja í sig veðrið á Íslandi buðumst við hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) til þess að skima eftir veirunni í samfélaginu almennt meðan heilbrigðiskerfið skimaði eftir henni í þeim sem voru lasnir eða komu frá svæðum þar sem talin var mikil hætta á smiti.

Skoðun
Fréttamynd

Lögreglumenn í sóttkví ekki fengið greitt

Í tveimur tilvikum þar sem lögreglumenn hafa þurft að fara í sóttkví vegna afskipta af einstaklingum sem grunur lék á að væru smitaðir af Covid-19 var það afstaða yfirmanna þeirra að þeir ættu ekki rétt til greiðslna meðan á sóttkví stendur.

Innlent
Fréttamynd

Frekari lokanir á norðanverðum Spáni vegna faraldursins

Yfirvöld í Galisíu á Norðvestur-Spáni hafi komið aftur á takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á svæði þar sem um 70.000 manns búa vegna þess að smitum hefur farið fjölgandi þar. Útgöngubann tók aftur gildi í hluta Katalóníu af sömu ástæðu í gær.

Erlent
Fréttamynd

„Ölvaðir fylgja ekki fjarlægðarreglum“

„Ölvaðir einstaklingar geta ekki haldið fjarlægðarreglum,“ segir formaður stéttarfélags bresku lögreglunnar eftir að knæpur landsins voru opnaðar að nýju eftir langa lokun vegna heimsfaraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl

Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða

Erlent