Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. Fundurinn var sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Páll Þórhallsson, verkefnastjóri í forsætisráðuneytinu og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fóru yfir stöðu mála varðandi fyrirkomlag landamæraskimana vegna Covid-19. Einnig var hluti kynningarmyndbandsins Visiting Iceland – Official travel information sýndur.
Líkt og áður segir var sýnt beint frá fundinum á Vísi. Fundinn í heild má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan og í beinni textalýsingu neðst í fréttinni.