Ekkert vandamál að ná í ferðamennina sem eru með veiruna Sylvía Hall skrifar 8. júlí 2020 14:35 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Vel hefur gengið að ná í ferðamenn sem fá jákvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin. Tæplega fjörutíu tilfelli hafa komið upp og engin dæmi eru um að ekki náist í ferðamennina eftir að niðurstaða liggur fyrir. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Framkvæmdin er enn sú að ferðamenn fá tilmæli um að halda sig til hlés þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir en eftir það mega þeir ferðast um landið af vild. „Þú ert beðin um að fara varlega þar til þú færð niðurstöðurnar úr sýninu sem er tekið við landamærin, sem er yfirleitt 4-6 klukkutímar. Ef þú kemur seint að kvöldi færðu það líklegast daginn eftir,“ segir Víðir. Ef sýnið reynist jákvætt þarf að taka blóðprufu til þess að kanna hvort um gamalt smit sé að ræða. Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn og eru þau enn ellefu síðan 15. júní. Ekki hefur greinst innanlandssmit síðan 2. júlí. Til stendur að breyta reglunum og gerði sóttvarnalæknir tillögu um að herða þær í tilfelli Íslendinga og útlendinga sem búsettir eru hér á landi. Munu þeir þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komuna til landsins en Víðir segir það að öllum líkindum skýrast betur á morgun. „Það er stefnan og við erum að horfa á Íslendinga og fólk sem býr á Íslandi og þá sem munu hafa mikil tengsl inn í samfélagið. Ef þú ert t.d. að fá vin þinn frá Englandi í heimsókn og hann er að fara að vera á heimilinu hjá þér í nokkra daga, þá er skynsamlegt að fara þessa leið,“ segir Víðir og bætir við að með þessu sé verið að leggja áherslu á þann hóp sem er líklegastur til að smita aðra. „Það er verið að horfa á hverjir hafa mest tengsl inn í samfélagið og geta þá smitað flesta. Við sjáum verulegan mun í smitrakningu þegar við erum með ferðamenn miðað við fólk sem hefur mikil tengsl inn í samfélagið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00 Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Sjá meira
Vel hefur gengið að ná í ferðamenn sem fá jákvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin. Tæplega fjörutíu tilfelli hafa komið upp og engin dæmi eru um að ekki náist í ferðamennina eftir að niðurstaða liggur fyrir. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Framkvæmdin er enn sú að ferðamenn fá tilmæli um að halda sig til hlés þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir en eftir það mega þeir ferðast um landið af vild. „Þú ert beðin um að fara varlega þar til þú færð niðurstöðurnar úr sýninu sem er tekið við landamærin, sem er yfirleitt 4-6 klukkutímar. Ef þú kemur seint að kvöldi færðu það líklegast daginn eftir,“ segir Víðir. Ef sýnið reynist jákvætt þarf að taka blóðprufu til þess að kanna hvort um gamalt smit sé að ræða. Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn og eru þau enn ellefu síðan 15. júní. Ekki hefur greinst innanlandssmit síðan 2. júlí. Til stendur að breyta reglunum og gerði sóttvarnalæknir tillögu um að herða þær í tilfelli Íslendinga og útlendinga sem búsettir eru hér á landi. Munu þeir þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komuna til landsins en Víðir segir það að öllum líkindum skýrast betur á morgun. „Það er stefnan og við erum að horfa á Íslendinga og fólk sem býr á Íslandi og þá sem munu hafa mikil tengsl inn í samfélagið. Ef þú ert t.d. að fá vin þinn frá Englandi í heimsókn og hann er að fara að vera á heimilinu hjá þér í nokkra daga, þá er skynsamlegt að fara þessa leið,“ segir Víðir og bætir við að með þessu sé verið að leggja áherslu á þann hóp sem er líklegastur til að smita aðra. „Það er verið að horfa á hverjir hafa mest tengsl inn í samfélagið og geta þá smitað flesta. Við sjáum verulegan mun í smitrakningu þegar við erum með ferðamenn miðað við fólk sem hefur mikil tengsl inn í samfélagið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00 Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Sjá meira
Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00
Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40