Hrósaði UMFÍ fyrir „mjög ábyrga en erfiða ákvörðun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júlí 2020 15:20 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. Tilkynnt var fyrir stundu að unglingalandsmótinu yrði frestað en halda átti mótið á Selfossi í þetta skiptið frá 31. júlí til 2. ágús næstkomandi. Búist var við um tíu þúsund mótsgestum líkt og fyrri ár. „Við verðum að sýna ábyrgð og tryggja heilsu og öryggi allra þátttakenda og gesta mótsins. Þess vegna höfum við ákveðið að fresta mótinu um ár,“ er haft eftir Ómari Braga Stefánssybi, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri móta UMFÍ á vef félagsins. Víðir Reynisson hrósaði félaginu í hástert fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en hann hefur verið gagnrýninn á fjölmenn mót sem haldin hafa verið í sumar. „Við höfum hér áður talað um mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar og að fólk taki ábyrgð og taki þátt í þessu með okkur. Mig langar að hrósa Ungmennafélagi Íslands sérstaklega í dag. Þeir voru að taka mjög erfiða ákvörðun að fresta unglingalandsmótinu sínu sem átti að fara fram á Selfossi núna 31. til 2. ágúst,“ sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þetta hafi væntanlega ekki verið auðveld ákvörðun eftir mikinn undirbúning síðastliðið ár. „Þetta er viðburður sem er búinn að vera í miklum undirbúningi og gríðarleg vinna hjá fjölda aðila sem hefur farið fram síðasta árið. Við höfum verið í viðræðum við þá og verið að gefa þeim ráð og það var síðan niðurstaða funda núna í morgun og í dag að mótinu yrði frestað um eitt ár. Þetta sýnir mikla samfélagslega ábyrgð,“ sagði Víðir. „Þannig að hrós dagsins fer til UMFÍ fyrir að taka mjög ábyrga en og erfiða ákvörðun.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. Tilkynnt var fyrir stundu að unglingalandsmótinu yrði frestað en halda átti mótið á Selfossi í þetta skiptið frá 31. júlí til 2. ágús næstkomandi. Búist var við um tíu þúsund mótsgestum líkt og fyrri ár. „Við verðum að sýna ábyrgð og tryggja heilsu og öryggi allra þátttakenda og gesta mótsins. Þess vegna höfum við ákveðið að fresta mótinu um ár,“ er haft eftir Ómari Braga Stefánssybi, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri móta UMFÍ á vef félagsins. Víðir Reynisson hrósaði félaginu í hástert fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en hann hefur verið gagnrýninn á fjölmenn mót sem haldin hafa verið í sumar. „Við höfum hér áður talað um mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar og að fólk taki ábyrgð og taki þátt í þessu með okkur. Mig langar að hrósa Ungmennafélagi Íslands sérstaklega í dag. Þeir voru að taka mjög erfiða ákvörðun að fresta unglingalandsmótinu sínu sem átti að fara fram á Selfossi núna 31. til 2. ágúst,“ sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þetta hafi væntanlega ekki verið auðveld ákvörðun eftir mikinn undirbúning síðastliðið ár. „Þetta er viðburður sem er búinn að vera í miklum undirbúningi og gríðarleg vinna hjá fjölda aðila sem hefur farið fram síðasta árið. Við höfum verið í viðræðum við þá og verið að gefa þeim ráð og það var síðan niðurstaða funda núna í morgun og í dag að mótinu yrði frestað um eitt ár. Þetta sýnir mikla samfélagslega ábyrgð,“ sagði Víðir. „Þannig að hrós dagsins fer til UMFÍ fyrir að taka mjög ábyrga en og erfiða ákvörðun.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira