Hrósaði UMFÍ fyrir „mjög ábyrga en erfiða ákvörðun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júlí 2020 15:20 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. Tilkynnt var fyrir stundu að unglingalandsmótinu yrði frestað en halda átti mótið á Selfossi í þetta skiptið frá 31. júlí til 2. ágús næstkomandi. Búist var við um tíu þúsund mótsgestum líkt og fyrri ár. „Við verðum að sýna ábyrgð og tryggja heilsu og öryggi allra þátttakenda og gesta mótsins. Þess vegna höfum við ákveðið að fresta mótinu um ár,“ er haft eftir Ómari Braga Stefánssybi, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri móta UMFÍ á vef félagsins. Víðir Reynisson hrósaði félaginu í hástert fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en hann hefur verið gagnrýninn á fjölmenn mót sem haldin hafa verið í sumar. „Við höfum hér áður talað um mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar og að fólk taki ábyrgð og taki þátt í þessu með okkur. Mig langar að hrósa Ungmennafélagi Íslands sérstaklega í dag. Þeir voru að taka mjög erfiða ákvörðun að fresta unglingalandsmótinu sínu sem átti að fara fram á Selfossi núna 31. til 2. ágúst,“ sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þetta hafi væntanlega ekki verið auðveld ákvörðun eftir mikinn undirbúning síðastliðið ár. „Þetta er viðburður sem er búinn að vera í miklum undirbúningi og gríðarleg vinna hjá fjölda aðila sem hefur farið fram síðasta árið. Við höfum verið í viðræðum við þá og verið að gefa þeim ráð og það var síðan niðurstaða funda núna í morgun og í dag að mótinu yrði frestað um eitt ár. Þetta sýnir mikla samfélagslega ábyrgð,“ sagði Víðir. „Þannig að hrós dagsins fer til UMFÍ fyrir að taka mjög ábyrga en og erfiða ákvörðun.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. Tilkynnt var fyrir stundu að unglingalandsmótinu yrði frestað en halda átti mótið á Selfossi í þetta skiptið frá 31. júlí til 2. ágús næstkomandi. Búist var við um tíu þúsund mótsgestum líkt og fyrri ár. „Við verðum að sýna ábyrgð og tryggja heilsu og öryggi allra þátttakenda og gesta mótsins. Þess vegna höfum við ákveðið að fresta mótinu um ár,“ er haft eftir Ómari Braga Stefánssybi, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri móta UMFÍ á vef félagsins. Víðir Reynisson hrósaði félaginu í hástert fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en hann hefur verið gagnrýninn á fjölmenn mót sem haldin hafa verið í sumar. „Við höfum hér áður talað um mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar og að fólk taki ábyrgð og taki þátt í þessu með okkur. Mig langar að hrósa Ungmennafélagi Íslands sérstaklega í dag. Þeir voru að taka mjög erfiða ákvörðun að fresta unglingalandsmótinu sínu sem átti að fara fram á Selfossi núna 31. til 2. ágúst,“ sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þetta hafi væntanlega ekki verið auðveld ákvörðun eftir mikinn undirbúning síðastliðið ár. „Þetta er viðburður sem er búinn að vera í miklum undirbúningi og gríðarleg vinna hjá fjölda aðila sem hefur farið fram síðasta árið. Við höfum verið í viðræðum við þá og verið að gefa þeim ráð og það var síðan niðurstaða funda núna í morgun og í dag að mótinu yrði frestað um eitt ár. Þetta sýnir mikla samfélagslega ábyrgð,“ sagði Víðir. „Þannig að hrós dagsins fer til UMFÍ fyrir að taka mjög ábyrga en og erfiða ákvörðun.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira